Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2019 07:15 Um 250 þúsund manns búa á eyjunni Bougainville. Getty Það vekur alltaf athygli þegar ný, fullvalda ríki líta dagsins ljós. Síðast þegar það gerðist var þegar Suður-Súdan lýsti yfir sjálfstæði árið 2011. Ekki er útilokað að nýtt ríki muni líta dagsins ljós á næstu árum, en í nóvember næstkomandi fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði á eyjunni Bougainville, vestarlega í Kyrrahafi. Eyjan tilheyrir Papúa Nýju-Gíneu en þjóðaratkvæðagreiðslan nú er þáttur í samkomulagi sem náðist árið 2001 sem ætlað var að binda enda á áratugalanga borgarastyrjöld sem kostaði hátt í 20 þúsund mannslíf. Ekki er að fullu ljóst hvað gerist að þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggja fyrir, en þar verður kosið milli þess hvort að Bougainville skuli fá aukna sjálfstjórn ellegar verða sjálfstætt ríki. Bougainville er um 9.300 ferkílómetra eyja, nokkru stærri en Vatnajökull, og eru íbúarnir um 250 þúsund talsins. Eyjan er rík af kopar og voru auðlindirnar og hvernig skyldi skipta auðnum ein helsta ástæða hatrammra og vopnaðra átaka milli eyjaskeggja og hers Papúa Nýju-Gíneu sem hófust undir lok níunda áratugarins.Meirihluti með sjálfstæði en óvissa um framhaldið Samkvæmt friðarsamkomulagi frá árinu 2001 var ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði skyldi fara fram á eyjunni fyrir mitt ár 2020. Upphaflega átti atkvæðagreiðslan að fara fram í júní síðastliðinn en ákveðið var að frestað henni fyrst fram í október og svo fram í nóvember vegna deilna og óvissu um fjármögnun og endanlega kjörskrá. Bertie Ahern, fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, stýrir starfi nefndar sem heldur utan um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þó að nú hafi fengist staðfest að þjóðaratkvæðagreiðslunni verði ekki frestað aftur er enn deilt um hvað skuli gert í framhaldinu. Síðastliðið vor sagði þáverandi forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu, Peter O'Neill, að atkvæðagreiðslan væri ekki bindandi og að það skyldi vera undir þingi Papúa Nýju-Gíneu komið að ákveða hvort að að Bougainville skyldi öðlast sjálfstæði. Í friðarsamkomulaginu komi fram að þing Papúa Nýju-Gíneu og Bougainville muni ræða niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið. Flestir gera ráð fyrir að mikill meirihluti kjósenda muni greiða atkvæði með sjálfstæði. James Marape, sem tók við embætti forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu af O‘Neill í maí, hefur sagt að hann myndi kjósa að Bougainville yrði áfram hluti af Papúa Nýju-Gíneu, en að hann muni taka niðurstöður atkvæðagreiðslunnar til greina og svo ráðfæra sig um framhaldið.Franski sæfarinn Louis de Bougainville.GettyVettvangur harðra orrusta Byggð hefur verið á Bougainville um margra þúsund ára skeið, en franski sæfarinn Louis de Bougainville var fyrstur evrópskra sæfara til að koma þangað og nefndi hann eyjuna í höfuðið á sjálfum sér. Eyjan, sem er stærst svokallaðra Salómonseyja, varð hluti af Þýsku Nýju-Gíneu á nítjándu öld, en samkvæmt samkomulagi milli Þýskalands og Bretlands árið 1899 var eyjan slitin frá Salómonseyjum sem varð hluti Bretlands en Bougainville laut áfram þýskri stjórn. Eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og ósigur Þjóðverja kom það í hlut Ástrala að fara með stjórn eyjunnar. Í síðari heimstyjöldinni hernámu Japanir eyjuna en Bandaríkjaher tókst að hrekja Japani á brott árið 1944.Bandarískir fótgönguliðar á Bougainville í seinna stríði.GettyBougainville var vettvangur harðra orrusta í seinna stríði og að stríði loknu kom það áfram í hlut Ástrala að fara þar með stjórn. Eyjan varð þá hluti svæðisins Nýju-Gíneu og nokkrum dögum áður en Papúa Nýja-Gínea lýsti yfir sjálfstæði frá Ástralíu árið 1975 lýsti Bougainville einhliða yfir sjálfstæði. Önnur ríki viðurkenndu þó ekki sjálfstæði eyjunnar og varð hún hluti hins nýja ríkis, Papúa Nýju-Gíneu, innan sex mánaða.Átök vegna koparnámunnar Árið 1960 fundu ástralskir jarðfræðingar stóra koparnámu, Panguna-námuna, á eyjunni austanverðri og þremur árum síðar hóf Bougainville Copper Limited (BCL) þar vinnslu. BCL var í eigu ástralskra stórfyrirtækja, Conzinc Rio Tinto og Broken Hill Corporation, og var stór hluti eyjaskeggja ekki ánægður með vinnsluna og það sem þeir litu á sem arðrán ástralskra stórfyrirtækja. Frá Panguna-námunni á Bougainville.WikipediaÁrið 1988 blossuðu svo upp vopnuð átök milli Byltingarhers Bougainville og stjórnarhers Papúa Nýju-Gíneu eftir að byltingarherinn lokaði námunni með valdi og áströlsku fyrirtækin höfðu sig á brott. Borgarastríðið stóð í um áratug og áætla áströlsk stjórnvöld að milli 15 og 20 þúsund manns hafi látið lífið í þeim. Árið 1997 var hins vegar samið um vopnahlé og ári síðar hófust friðarviðræður fyrir milligöngu ný-sjálenskra stjórnvalda. Friðarsamkomulagið var kynnt árið 2001 sem leiddi til þess að eyjan fékk sérstaka heimastjórn og varð eina hérað Papúa Nýju-Gíneu til að vera með eigið löggjafarþing. Samkvæmt friðarsamkomulaginu frá 2001 átti einnig að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Bougainville fyrir árið 2020.Panguna-koparnáman.GettyAukin sjálfstjórn eða sjálfstæði? Samkomulag náðist á síðasta ári um hvað skuli spurt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þar verður annars vegar spurt hvort íbúar Bougainville vilji „aukna sjálfstjórn“ eða „sjálfstæði“. Er það um margt áhugavert þar sem kjósendum er ekki boðið upp að valkost sem felur í sér óbreytt ástand. Áhrifamenn í Papúa Nýju-Gíneu óttast margir að atkvæðagreiðslan á Bougainville kunni að gefa sjálfstæðissinnum og hreyfingum í öðrum eyjum og héröðum landsins byr undir báða vængi. Á Bougainville er hins vegar rætt um hvort opna eigi koparnámuna á ný og hefur forseti Bougainville lagt til breytingar á lögum um námavinnslu sem myndu fela í sér aukna hlutdeild landeigenda í allri vinnslu. Talið er að enn sé hægt að sækja gríðarlegt magn kopars í Panguna-námuna. Eyjaskeggjar óttast þó margir að sagan kunni að endurtaka sig og valda nýjum vopnuðum átökum, fari svo að náman verði opnuð á ný. Sporin hræði. Þjóðarkvæðagreiðslan um hvort að Bougainville skuli fá aukna sjálfstjórn eða lýsa yfir sjálfstæði fer fram þann 23. nóvember næstkomandi. Fréttaskýringar Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Það vekur alltaf athygli þegar ný, fullvalda ríki líta dagsins ljós. Síðast þegar það gerðist var þegar Suður-Súdan lýsti yfir sjálfstæði árið 2011. Ekki er útilokað að nýtt ríki muni líta dagsins ljós á næstu árum, en í nóvember næstkomandi fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði á eyjunni Bougainville, vestarlega í Kyrrahafi. Eyjan tilheyrir Papúa Nýju-Gíneu en þjóðaratkvæðagreiðslan nú er þáttur í samkomulagi sem náðist árið 2001 sem ætlað var að binda enda á áratugalanga borgarastyrjöld sem kostaði hátt í 20 þúsund mannslíf. Ekki er að fullu ljóst hvað gerist að þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggja fyrir, en þar verður kosið milli þess hvort að Bougainville skuli fá aukna sjálfstjórn ellegar verða sjálfstætt ríki. Bougainville er um 9.300 ferkílómetra eyja, nokkru stærri en Vatnajökull, og eru íbúarnir um 250 þúsund talsins. Eyjan er rík af kopar og voru auðlindirnar og hvernig skyldi skipta auðnum ein helsta ástæða hatrammra og vopnaðra átaka milli eyjaskeggja og hers Papúa Nýju-Gíneu sem hófust undir lok níunda áratugarins.Meirihluti með sjálfstæði en óvissa um framhaldið Samkvæmt friðarsamkomulagi frá árinu 2001 var ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði skyldi fara fram á eyjunni fyrir mitt ár 2020. Upphaflega átti atkvæðagreiðslan að fara fram í júní síðastliðinn en ákveðið var að frestað henni fyrst fram í október og svo fram í nóvember vegna deilna og óvissu um fjármögnun og endanlega kjörskrá. Bertie Ahern, fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, stýrir starfi nefndar sem heldur utan um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þó að nú hafi fengist staðfest að þjóðaratkvæðagreiðslunni verði ekki frestað aftur er enn deilt um hvað skuli gert í framhaldinu. Síðastliðið vor sagði þáverandi forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu, Peter O'Neill, að atkvæðagreiðslan væri ekki bindandi og að það skyldi vera undir þingi Papúa Nýju-Gíneu komið að ákveða hvort að að Bougainville skyldi öðlast sjálfstæði. Í friðarsamkomulaginu komi fram að þing Papúa Nýju-Gíneu og Bougainville muni ræða niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið. Flestir gera ráð fyrir að mikill meirihluti kjósenda muni greiða atkvæði með sjálfstæði. James Marape, sem tók við embætti forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu af O‘Neill í maí, hefur sagt að hann myndi kjósa að Bougainville yrði áfram hluti af Papúa Nýju-Gíneu, en að hann muni taka niðurstöður atkvæðagreiðslunnar til greina og svo ráðfæra sig um framhaldið.Franski sæfarinn Louis de Bougainville.GettyVettvangur harðra orrusta Byggð hefur verið á Bougainville um margra þúsund ára skeið, en franski sæfarinn Louis de Bougainville var fyrstur evrópskra sæfara til að koma þangað og nefndi hann eyjuna í höfuðið á sjálfum sér. Eyjan, sem er stærst svokallaðra Salómonseyja, varð hluti af Þýsku Nýju-Gíneu á nítjándu öld, en samkvæmt samkomulagi milli Þýskalands og Bretlands árið 1899 var eyjan slitin frá Salómonseyjum sem varð hluti Bretlands en Bougainville laut áfram þýskri stjórn. Eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og ósigur Þjóðverja kom það í hlut Ástrala að fara með stjórn eyjunnar. Í síðari heimstyjöldinni hernámu Japanir eyjuna en Bandaríkjaher tókst að hrekja Japani á brott árið 1944.Bandarískir fótgönguliðar á Bougainville í seinna stríði.GettyBougainville var vettvangur harðra orrusta í seinna stríði og að stríði loknu kom það áfram í hlut Ástrala að fara þar með stjórn. Eyjan varð þá hluti svæðisins Nýju-Gíneu og nokkrum dögum áður en Papúa Nýja-Gínea lýsti yfir sjálfstæði frá Ástralíu árið 1975 lýsti Bougainville einhliða yfir sjálfstæði. Önnur ríki viðurkenndu þó ekki sjálfstæði eyjunnar og varð hún hluti hins nýja ríkis, Papúa Nýju-Gíneu, innan sex mánaða.Átök vegna koparnámunnar Árið 1960 fundu ástralskir jarðfræðingar stóra koparnámu, Panguna-námuna, á eyjunni austanverðri og þremur árum síðar hóf Bougainville Copper Limited (BCL) þar vinnslu. BCL var í eigu ástralskra stórfyrirtækja, Conzinc Rio Tinto og Broken Hill Corporation, og var stór hluti eyjaskeggja ekki ánægður með vinnsluna og það sem þeir litu á sem arðrán ástralskra stórfyrirtækja. Frá Panguna-námunni á Bougainville.WikipediaÁrið 1988 blossuðu svo upp vopnuð átök milli Byltingarhers Bougainville og stjórnarhers Papúa Nýju-Gíneu eftir að byltingarherinn lokaði námunni með valdi og áströlsku fyrirtækin höfðu sig á brott. Borgarastríðið stóð í um áratug og áætla áströlsk stjórnvöld að milli 15 og 20 þúsund manns hafi látið lífið í þeim. Árið 1997 var hins vegar samið um vopnahlé og ári síðar hófust friðarviðræður fyrir milligöngu ný-sjálenskra stjórnvalda. Friðarsamkomulagið var kynnt árið 2001 sem leiddi til þess að eyjan fékk sérstaka heimastjórn og varð eina hérað Papúa Nýju-Gíneu til að vera með eigið löggjafarþing. Samkvæmt friðarsamkomulaginu frá 2001 átti einnig að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Bougainville fyrir árið 2020.Panguna-koparnáman.GettyAukin sjálfstjórn eða sjálfstæði? Samkomulag náðist á síðasta ári um hvað skuli spurt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þar verður annars vegar spurt hvort íbúar Bougainville vilji „aukna sjálfstjórn“ eða „sjálfstæði“. Er það um margt áhugavert þar sem kjósendum er ekki boðið upp að valkost sem felur í sér óbreytt ástand. Áhrifamenn í Papúa Nýju-Gíneu óttast margir að atkvæðagreiðslan á Bougainville kunni að gefa sjálfstæðissinnum og hreyfingum í öðrum eyjum og héröðum landsins byr undir báða vængi. Á Bougainville er hins vegar rætt um hvort opna eigi koparnámuna á ný og hefur forseti Bougainville lagt til breytingar á lögum um námavinnslu sem myndu fela í sér aukna hlutdeild landeigenda í allri vinnslu. Talið er að enn sé hægt að sækja gríðarlegt magn kopars í Panguna-námuna. Eyjaskeggjar óttast þó margir að sagan kunni að endurtaka sig og valda nýjum vopnuðum átökum, fari svo að náman verði opnuð á ný. Sporin hræði. Þjóðarkvæðagreiðslan um hvort að Bougainville skuli fá aukna sjálfstjórn eða lýsa yfir sjálfstæði fer fram þann 23. nóvember næstkomandi.
Fréttaskýringar Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira