Kvennalið Hauka í Olís-deildinni hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin sem eru fram undan í vetur.
Hin sænska Sara Odden hefur skrifað undir tveggja ára samning við Haukana en hún er hávaxin, rétthent skytta.
Odden var til reynslu hjá Haukum í byrjun mánaðarins og náði að heilla Hafnfirðinga. Hún lék með Tyresö í sænsku 2. deildinni á síðasta tímabili.
Hún er væntanleg aftur til landsins fljótlega og ætti að vera klár í leikinn gegn HK í 2. umferð Olís-deildar kvenna.
Handbolti