Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. september 2019 13:14 Beinaleifar rostunga hafa fundist aðallega á Suðvesturland, Vesturlandi og Vestfjörðum. Einn algengasti fundarstaðurinn er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar skolast stundum bein, tennur og hausar á land eftir þungt brimrót Vísir/getty Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. Niðurstaðan kyndir undir tilgátu manna um að upphaflega hafi landnám Íslands tengst rostungaveiðum. Niðurstöður rannóknarinnar birtist í tímaritinu Molecular Biology and Evolution. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður náttúruminjasafns Íslands segir að rannsókninn byggi á greiningu á beinaleifum sem fundust víðsvegar um landið. Greining á aldri beinanna með geislakoli sýndu ennfremur að íslenski rostungsstofninn var hér allt frá því fyrir um 700 árum fyrir Krist og fram til 1200 árum eftir Krist. Flest sýnanna voru frá því fyrir landnám. „Þetta er orðið bara býsna stórt safn af beinum. Við réðumst í rannsókn þar sem tekin voru lífsýni úr skögultönnunum og erfðaefni í hvatberunum rannsakað og greint. Við getum borið erfðaefnið saman við erfðaefni úr rostungsstofnum annars staðar í Norður-Atlantshafi,“ segir Hilmar.Verðmæt verslunarvara á Víkingaöld Niðurstaðan er sú að hér var séríslenskur stofn, erfðafræðilega aðgreinanlegur frá öðrum stofnum. Hann hefur líklega lifað hér í nokkur þúsund ár en leið undir lok fljótlega upp úr landnámi. Aðspurður hvernig stofninn dó út segir Hilmar. „Rostungar voru mjög eftirsótt dýr á Víkingaöld en aðrir þættir gætu nú hafa ýtt undir þetta, það er að segja, náttúrulegir umhverfisþættir og á þessum tíma fór nú hlýnandi, það er að segja í kringum landnáms- og þjóðveldisöldina. Svo var einnig töluvert um eldgos og öskufall sem gæti hafa sett strik í reikninginn." Líklegasta skýringin sé þó sú að of hart hafi verið sótt í stofninn. „Afurðir rostunganna voru feikilega eftirsóttar, ekki bara tennurnar sem þóttu konungsgersemar heldur einnig feitin eða lýsið úr þeim, það var meðal annars notað til að verja víkingaskipin fyrir óværu sem sækir í viðinn, borar sér göt í viðinn og gerir skipin óþétt en einnig húðin og úr henni var unnið svarðreipið sem var sterkasta reip þess tíma og var nauðsynlegt í hernaði til að halda seglum föstum á skipum. Svo var náttúrulega kjötið einnig nýtt,“ útskýrir Hilmar.Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum.H.J. MalmquistLeystu loks ráðgátuna um rostungana Er rannsóknin ekki stór áfangi? Er ekki draumur hvers vísinda- og fræðimanns að geta varpað ljósi á fortíðina? „Jú, þetta eru náttúrulega mjög athyglisverðar niðurstöður. Tilvist rostunganna hér á landi hefur valdið mönnum vangaveltum um langan tíma. Við höfum sagnir og örnefni um þá hérna áður fyrr, í kringum landnám og fram á Þjóðveldisöldina, fram á 13. öld en það er fyrst núna sem það er staðfest að það hafi verið séríslenskur stofn,“ Það sé þó auðvitað dapurlegt að stofninn hefði dáið út. „En það er svosem ekki fyrsta dæmið. Við höfum dæmi um hvalategundir sem voru hérna en eru ekki lengur eins og sandlægju, og geirfuglinn fór á 19. öld þannig að þetta er svona í takti við það sem þekkist með stór spendýr sem eru hægfara og sérstaklega á landi og auðvelt er að veiða eins og geirfuglinn var og hugsanlega rostungurinn,“ segir Hilmar. Dýr Vísindi Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. Niðurstaðan kyndir undir tilgátu manna um að upphaflega hafi landnám Íslands tengst rostungaveiðum. Niðurstöður rannóknarinnar birtist í tímaritinu Molecular Biology and Evolution. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður náttúruminjasafns Íslands segir að rannsókninn byggi á greiningu á beinaleifum sem fundust víðsvegar um landið. Greining á aldri beinanna með geislakoli sýndu ennfremur að íslenski rostungsstofninn var hér allt frá því fyrir um 700 árum fyrir Krist og fram til 1200 árum eftir Krist. Flest sýnanna voru frá því fyrir landnám. „Þetta er orðið bara býsna stórt safn af beinum. Við réðumst í rannsókn þar sem tekin voru lífsýni úr skögultönnunum og erfðaefni í hvatberunum rannsakað og greint. Við getum borið erfðaefnið saman við erfðaefni úr rostungsstofnum annars staðar í Norður-Atlantshafi,“ segir Hilmar.Verðmæt verslunarvara á Víkingaöld Niðurstaðan er sú að hér var séríslenskur stofn, erfðafræðilega aðgreinanlegur frá öðrum stofnum. Hann hefur líklega lifað hér í nokkur þúsund ár en leið undir lok fljótlega upp úr landnámi. Aðspurður hvernig stofninn dó út segir Hilmar. „Rostungar voru mjög eftirsótt dýr á Víkingaöld en aðrir þættir gætu nú hafa ýtt undir þetta, það er að segja, náttúrulegir umhverfisþættir og á þessum tíma fór nú hlýnandi, það er að segja í kringum landnáms- og þjóðveldisöldina. Svo var einnig töluvert um eldgos og öskufall sem gæti hafa sett strik í reikninginn." Líklegasta skýringin sé þó sú að of hart hafi verið sótt í stofninn. „Afurðir rostunganna voru feikilega eftirsóttar, ekki bara tennurnar sem þóttu konungsgersemar heldur einnig feitin eða lýsið úr þeim, það var meðal annars notað til að verja víkingaskipin fyrir óværu sem sækir í viðinn, borar sér göt í viðinn og gerir skipin óþétt en einnig húðin og úr henni var unnið svarðreipið sem var sterkasta reip þess tíma og var nauðsynlegt í hernaði til að halda seglum föstum á skipum. Svo var náttúrulega kjötið einnig nýtt,“ útskýrir Hilmar.Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum.H.J. MalmquistLeystu loks ráðgátuna um rostungana Er rannsóknin ekki stór áfangi? Er ekki draumur hvers vísinda- og fræðimanns að geta varpað ljósi á fortíðina? „Jú, þetta eru náttúrulega mjög athyglisverðar niðurstöður. Tilvist rostunganna hér á landi hefur valdið mönnum vangaveltum um langan tíma. Við höfum sagnir og örnefni um þá hérna áður fyrr, í kringum landnám og fram á Þjóðveldisöldina, fram á 13. öld en það er fyrst núna sem það er staðfest að það hafi verið séríslenskur stofn,“ Það sé þó auðvitað dapurlegt að stofninn hefði dáið út. „En það er svosem ekki fyrsta dæmið. Við höfum dæmi um hvalategundir sem voru hérna en eru ekki lengur eins og sandlægju, og geirfuglinn fór á 19. öld þannig að þetta er svona í takti við það sem þekkist með stór spendýr sem eru hægfara og sérstaklega á landi og auðvelt er að veiða eins og geirfuglinn var og hugsanlega rostungurinn,“ segir Hilmar.
Dýr Vísindi Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent