Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson skrifar 14. september 2019 07:45 Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Borgarnesi í vikunni. Bönd þessara ríkja hafa styrkst með hverju ári. Umræður um alþjóða- og öryggismál einkenndu fundinn sem og málefni norðurslóða og Evrópumál. Fernt stendur upp úr: Í fyrsta lagi sterkur vilji Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðanna til nánara samstarfs á sviði varnar- og öryggismála. Á tímum kalda stríðsins forðuðust menn að ræða slík mál á vettvangi norræns samstarfs. Það hefur breyst mjög. Þetta öryggissamstarf hlýtur að byggja á sterkri varnargetu Bandaríkjanna. Öryggi norrænna þjóða kallar enn á sterkt Atlantshafssamstarf. Í öðru lagi er ástæða til að fagna samstöðu ríkjanna um framkvæmd tillagna úr svokallaðri Stoltenberg-skýrslu frá 2009 þar sem dregin var upp framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ráðherrarnir hyggjast skila áætlun um framhald þeirrar mikilvægu vinnu í lok október. Í skýrslunni var vikið að þeim þætti öryggismála er lýtur að björgunar- og viðbragðsþjónustu vegna síaukinnar umferðar skipa og einnig kveðið á um aukið samstarf strandgæslna. Lagt var til að stofnuð yrði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun. Það hefur ekki gengið eftir. Aukin björgunar- og viðbragðsgeta á norðurslóðum er ekki síst mikilvæg fyrir Ísland. Viðbrögð við bráðamengun eða stórslysum á stórum farþegaskipum kalla á mannafla og tæki sem einungis fæst með samstarfi við nágranna okkar og vinaþjóðir. Í þriðja lagi dró fundurinn fram mikilvægi þess að þjóðirnar vinni nánar saman að netöryggismálum og vörnum gegn tölvuárásum. Utanríkisráðherra Danmerkur tók dæmi af tölvuárásum nettröllaiðju í Pétursborg. Einungis með samstarfi geti Norðurlönd varið eigið frelsi. Undir þessar öryggisógnir tók meðal annars fulltrúi Eistlands sem minnti á að tölvuárás á eina þjóð geti haft alvarleg áhrif á aðrar þjóðir. Eystrasaltsþjóðirnar hafa lagt talsverða vinnu í netvarnir gagnvart nágrannanum í austri. Í fjórða lagi var minnt á að loftslagsmál eru orðin mikilvægur þáttur í þjóðaröryggi. Það var gert með sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna um loftslagsaðgerðir. Það er ekki síst á norðurslóðum sem loftslagsbreytingar kunna að hafa alvarleg og raskandi áhrif. Kolefnislosun á heimsvísu í nýjum hæðum krefur okkur um afdráttarlausari aðgerðir í loftslagsmálum. Náið samstarf Íslands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin er okkur afar mikilvægt. Það er ærið verkefni að standa vörð um norræn gildi og styrkja stöðu réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda sem víða eiga undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Borgarnesi í vikunni. Bönd þessara ríkja hafa styrkst með hverju ári. Umræður um alþjóða- og öryggismál einkenndu fundinn sem og málefni norðurslóða og Evrópumál. Fernt stendur upp úr: Í fyrsta lagi sterkur vilji Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðanna til nánara samstarfs á sviði varnar- og öryggismála. Á tímum kalda stríðsins forðuðust menn að ræða slík mál á vettvangi norræns samstarfs. Það hefur breyst mjög. Þetta öryggissamstarf hlýtur að byggja á sterkri varnargetu Bandaríkjanna. Öryggi norrænna þjóða kallar enn á sterkt Atlantshafssamstarf. Í öðru lagi er ástæða til að fagna samstöðu ríkjanna um framkvæmd tillagna úr svokallaðri Stoltenberg-skýrslu frá 2009 þar sem dregin var upp framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ráðherrarnir hyggjast skila áætlun um framhald þeirrar mikilvægu vinnu í lok október. Í skýrslunni var vikið að þeim þætti öryggismála er lýtur að björgunar- og viðbragðsþjónustu vegna síaukinnar umferðar skipa og einnig kveðið á um aukið samstarf strandgæslna. Lagt var til að stofnuð yrði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun. Það hefur ekki gengið eftir. Aukin björgunar- og viðbragðsgeta á norðurslóðum er ekki síst mikilvæg fyrir Ísland. Viðbrögð við bráðamengun eða stórslysum á stórum farþegaskipum kalla á mannafla og tæki sem einungis fæst með samstarfi við nágranna okkar og vinaþjóðir. Í þriðja lagi dró fundurinn fram mikilvægi þess að þjóðirnar vinni nánar saman að netöryggismálum og vörnum gegn tölvuárásum. Utanríkisráðherra Danmerkur tók dæmi af tölvuárásum nettröllaiðju í Pétursborg. Einungis með samstarfi geti Norðurlönd varið eigið frelsi. Undir þessar öryggisógnir tók meðal annars fulltrúi Eistlands sem minnti á að tölvuárás á eina þjóð geti haft alvarleg áhrif á aðrar þjóðir. Eystrasaltsþjóðirnar hafa lagt talsverða vinnu í netvarnir gagnvart nágrannanum í austri. Í fjórða lagi var minnt á að loftslagsmál eru orðin mikilvægur þáttur í þjóðaröryggi. Það var gert með sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna um loftslagsaðgerðir. Það er ekki síst á norðurslóðum sem loftslagsbreytingar kunna að hafa alvarleg og raskandi áhrif. Kolefnislosun á heimsvísu í nýjum hæðum krefur okkur um afdráttarlausari aðgerðir í loftslagsmálum. Náið samstarf Íslands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin er okkur afar mikilvægt. Það er ærið verkefni að standa vörð um norræn gildi og styrkja stöðu réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda sem víða eiga undir högg að sækja.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun