Ekkert gerist við urðun á sorpi: Forstjóri gramsar í gömlu rusli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2019 19:45 Þrjátíu ára gömul símaskrá, þrjátíu ára gamlar buxur, umbúðir undan áleggi og fleira og fleira fundust í þrjátíu ára gömlum ruslahaug þegar Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins fór ofan í hann til að gramsa í gömlu rusli. Hann vill leggja niður alla urðunarstaði landsins enda segir hann að urðun geri ekki neitt fyrir sorpið. „Þetta er úr Kaupfélagi Árnesinga, símanúmerið er 983366, ég veit ekki hvenær þetta var urðað. Hér er einhver góður úrgangur, þetta er búið að vera hér í þrjátíu ár, Ný mjólk, við getum séð innihaldið, það hefur lítið breyst á þessum þrjátíu árum, það gerist ekki neitt allan þennan tíma,“ segir Jón þegar hann fór yfir hluta af því rusli, sem var urðað fyrir þrjátíu árum á gömlum ruslahaugum í Hrísmýri á Selfossi en þar var sorp urðað til ársins 1990. Sorpið lítur nánast alveg eins út í dag og það var sett þarna niður fyrir fyrir öllum þessum árum. Jón fann t.d. buxur, sem voru nánast eins og nýjar. Hann segir að svona urðunarstaðir séu út um allt land og nú sé enn verið að urða mikið magn af sorpi á fimmtán stöðum á landinu. „Við verðum að sýna dug og hætta þessu,“ segir Jón. Mikið af allskonar plasti kom upp úr holunni, allt sem var urðað fyrir þrjátíu árum eða lengra síðan.Magnús HlynurEn af hverju er þetta svona?„Það halda allir að þetta sé ódýrasta leiðin, grafa holu, setja vandamálið ofan í og grafa vandamálið niðri en það kemur alltaf upp að lokum.“ Öll vinna Jóns Þóris og starfsfólks hans hjá Íslenska Gámafélaginu gengur í dag út á að flokka sorp, það sem er ekki hægt að flokka er flutt erlendis í brennslu. „Við teljum að það sé besti kosturinn í dag. Það getur vel verið að það sé hægt að búa til brennslu á Íslandi, þá er það bara frábært en við þurfum að gera þetta núna, ekki eftir tíu ár.“ Gömul símaskrá leyndist í holunni hjá Jóni, ótrúlega heilleg og hægt að lesa nöfnin og símanúmerin. Eimskip var til dæmis með símanúmerið 61800 og 61200 var símanúmerið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga.Skilti með upplýsingum hjá Íslenska Gámafélaginu í Hrísmýri á SelfossiMagnús HlynurEn hvað getum við gert til að koma sorpmálum landsins í eins gott stand og mögulegt er? „Við þurfum að fá styrka aðstoð frá yfirvöldum, sem sagt skýrar reglur hvernig eigi að gera hlutina, síðan verður við að fylgja þeim eftir og öll að taka þátt í þeirri vakningu sem er komin, að framkvæma hlutina, sem við erum að tala um,“ segir forstjóri Íslenska Gámafélagsins. Árborg Umhverfismál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Sjá meira
Þrjátíu ára gömul símaskrá, þrjátíu ára gamlar buxur, umbúðir undan áleggi og fleira og fleira fundust í þrjátíu ára gömlum ruslahaug þegar Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins fór ofan í hann til að gramsa í gömlu rusli. Hann vill leggja niður alla urðunarstaði landsins enda segir hann að urðun geri ekki neitt fyrir sorpið. „Þetta er úr Kaupfélagi Árnesinga, símanúmerið er 983366, ég veit ekki hvenær þetta var urðað. Hér er einhver góður úrgangur, þetta er búið að vera hér í þrjátíu ár, Ný mjólk, við getum séð innihaldið, það hefur lítið breyst á þessum þrjátíu árum, það gerist ekki neitt allan þennan tíma,“ segir Jón þegar hann fór yfir hluta af því rusli, sem var urðað fyrir þrjátíu árum á gömlum ruslahaugum í Hrísmýri á Selfossi en þar var sorp urðað til ársins 1990. Sorpið lítur nánast alveg eins út í dag og það var sett þarna niður fyrir fyrir öllum þessum árum. Jón fann t.d. buxur, sem voru nánast eins og nýjar. Hann segir að svona urðunarstaðir séu út um allt land og nú sé enn verið að urða mikið magn af sorpi á fimmtán stöðum á landinu. „Við verðum að sýna dug og hætta þessu,“ segir Jón. Mikið af allskonar plasti kom upp úr holunni, allt sem var urðað fyrir þrjátíu árum eða lengra síðan.Magnús HlynurEn af hverju er þetta svona?„Það halda allir að þetta sé ódýrasta leiðin, grafa holu, setja vandamálið ofan í og grafa vandamálið niðri en það kemur alltaf upp að lokum.“ Öll vinna Jóns Þóris og starfsfólks hans hjá Íslenska Gámafélaginu gengur í dag út á að flokka sorp, það sem er ekki hægt að flokka er flutt erlendis í brennslu. „Við teljum að það sé besti kosturinn í dag. Það getur vel verið að það sé hægt að búa til brennslu á Íslandi, þá er það bara frábært en við þurfum að gera þetta núna, ekki eftir tíu ár.“ Gömul símaskrá leyndist í holunni hjá Jóni, ótrúlega heilleg og hægt að lesa nöfnin og símanúmerin. Eimskip var til dæmis með símanúmerið 61800 og 61200 var símanúmerið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga.Skilti með upplýsingum hjá Íslenska Gámafélaginu í Hrísmýri á SelfossiMagnús HlynurEn hvað getum við gert til að koma sorpmálum landsins í eins gott stand og mögulegt er? „Við þurfum að fá styrka aðstoð frá yfirvöldum, sem sagt skýrar reglur hvernig eigi að gera hlutina, síðan verður við að fylgja þeim eftir og öll að taka þátt í þeirri vakningu sem er komin, að framkvæma hlutina, sem við erum að tala um,“ segir forstjóri Íslenska Gámafélagsins.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Sjá meira