Landsátak í söfnun birkifræja: Landsmenn láti gott af sér leiða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2019 12:45 Landgræðsla ríkisins, Hekluskógar og Olís standa að landsátakinu. fréttablaðið/Daníel Rúnarsson Landsmenn eru hvattir til að nota haustið til að fara út og safna birkifræjum af birkitrjám og taka þannig þátt í að auka birkiskóga á Íslandi og binda þar með kolefni í andrúmsloftinu. Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru mjög mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu. „Það sem er í rauninni verið að gera er að byggja upp birkiskógana aftur en þeir eru ekki svipur hjá sjón frá því sem þeir eitt sin voru. Birki gegnir mörgum hlutverkum og þarna sjá menn fyrir sér ódýra aðferð til að rækta skóg og skila þá sínu í kolefnisátaki og bindingu kolefnis,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur segir að um landsátak sé að ræða. „Já, þessi mál ganga ekkert nema að landsmenn séu með. Það sem við sjáum við birkið er að það er auðvelt fyrir fólk að taka þátt og á góðum degi er þetta skemmtileg útivist með fjölskyldunni að fara og týna fræ.“ Hægt er að fá söfnunarpoka undir fræið á Olísstöðvum um allt land og stöðvarnar taka við pokunum að söfnun lokinni. Á pokunum, sem eru úr pappír, eru prentaðar upplýsingar um það hvernig best er að safna fræjum. Vorið 2020 verður fræjunum dreift víða um land. Guðmundur segir að allir geti tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með hópum sem gera þetta, það er mikil gleði og ánægja og þetta eru alltaf skemmtilegir útivistardagar, það finnst öllum notalegt að láta svona gott af sér leiða. Þetta er rosalega gott hópefli og fjölskylduskemmtun. Þetta er líka fyrir vinnustaði, fyrir félagasamtök, Rótarý, Lions eða einhver slík félagasamtök, að njóta góðs dags að hausti og taka þátt í svona átaki,“ segir Guðmundur.Heimasíða verkefnisins Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Landsmenn eru hvattir til að nota haustið til að fara út og safna birkifræjum af birkitrjám og taka þannig þátt í að auka birkiskóga á Íslandi og binda þar með kolefni í andrúmsloftinu. Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru mjög mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu. „Það sem er í rauninni verið að gera er að byggja upp birkiskógana aftur en þeir eru ekki svipur hjá sjón frá því sem þeir eitt sin voru. Birki gegnir mörgum hlutverkum og þarna sjá menn fyrir sér ódýra aðferð til að rækta skóg og skila þá sínu í kolefnisátaki og bindingu kolefnis,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur segir að um landsátak sé að ræða. „Já, þessi mál ganga ekkert nema að landsmenn séu með. Það sem við sjáum við birkið er að það er auðvelt fyrir fólk að taka þátt og á góðum degi er þetta skemmtileg útivist með fjölskyldunni að fara og týna fræ.“ Hægt er að fá söfnunarpoka undir fræið á Olísstöðvum um allt land og stöðvarnar taka við pokunum að söfnun lokinni. Á pokunum, sem eru úr pappír, eru prentaðar upplýsingar um það hvernig best er að safna fræjum. Vorið 2020 verður fræjunum dreift víða um land. Guðmundur segir að allir geti tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með hópum sem gera þetta, það er mikil gleði og ánægja og þetta eru alltaf skemmtilegir útivistardagar, það finnst öllum notalegt að láta svona gott af sér leiða. Þetta er rosalega gott hópefli og fjölskylduskemmtun. Þetta er líka fyrir vinnustaði, fyrir félagasamtök, Rótarý, Lions eða einhver slík félagasamtök, að njóta góðs dags að hausti og taka þátt í svona átaki,“ segir Guðmundur.Heimasíða verkefnisins
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira