Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. september 2019 18:45 Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. Hjúkrunarfræðingurinn Elín Tryggvadóttir skrifaði í gær pistil um ástandið á bráðamóttökunni á föstudag. Í heildina voru því 77 manns á bráðamóttökunni sem er með rúm fyrir 36. Þetta sé nýtt met. „Við fáum yfir hundrað mannst hérna á sólarhring. Þetta fúnkerar ekki,“ segir Elín. Þegar Elín kannaði stöðuna áður en hún mætti á kvöldvakt á föstudag leið henni ekki vel. „Mig langaði bara til að hringja mig inn veika,“ segir Elín. Allt starfsfólk bráðamóttökunnar sé langþreytt á ástandinu. Rúm og bekkir séu lagðir þar sem þeir eigi ekki að vera. „Brunavörnum er ábótavant og það yrði stórhættulegt ef það myndi kvikna í. Það er súrefni hérna í öllum veggjum og þetta yrði ein eldsprengja. Þá fara sýkingavarnir algjörlega út um gluggann,“ segir Elín. Þá sé verið að brjóta á friðhelgi einkalífs sjúklinganna. „Við erum að ræða við fólk um heilsufar þeirra á göngunum. Spurja fólk um líkamsstarfsemi á göngunum og fletta fólk hérna úr fötunum til að taka hjartalínurit og það er gert hérna á ganginum. Þetta er svo mikil vanvirðing en við getum ekki gert þetta öðruvísi,“ segir Elín. Elín sem hefur starfað á spítalanum í 20 ár segir að ástandið hafi aldrei verið verra. Hún sér fram á að það versni enda fáist ekki hjúkrunarfræðingar til að starfa á spítalnum. Ráðamenn verði að vakna. „Ég var einu sinni búin að bjóða Bjarna Benediktssyni að koma til okkar og hann svaraði ekki en boðið stendur ennþá Bjarni, þú mátt koma og kíkja til okkar,“ segir Elín. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. Hjúkrunarfræðingurinn Elín Tryggvadóttir skrifaði í gær pistil um ástandið á bráðamóttökunni á föstudag. Í heildina voru því 77 manns á bráðamóttökunni sem er með rúm fyrir 36. Þetta sé nýtt met. „Við fáum yfir hundrað mannst hérna á sólarhring. Þetta fúnkerar ekki,“ segir Elín. Þegar Elín kannaði stöðuna áður en hún mætti á kvöldvakt á föstudag leið henni ekki vel. „Mig langaði bara til að hringja mig inn veika,“ segir Elín. Allt starfsfólk bráðamóttökunnar sé langþreytt á ástandinu. Rúm og bekkir séu lagðir þar sem þeir eigi ekki að vera. „Brunavörnum er ábótavant og það yrði stórhættulegt ef það myndi kvikna í. Það er súrefni hérna í öllum veggjum og þetta yrði ein eldsprengja. Þá fara sýkingavarnir algjörlega út um gluggann,“ segir Elín. Þá sé verið að brjóta á friðhelgi einkalífs sjúklinganna. „Við erum að ræða við fólk um heilsufar þeirra á göngunum. Spurja fólk um líkamsstarfsemi á göngunum og fletta fólk hérna úr fötunum til að taka hjartalínurit og það er gert hérna á ganginum. Þetta er svo mikil vanvirðing en við getum ekki gert þetta öðruvísi,“ segir Elín. Elín sem hefur starfað á spítalanum í 20 ár segir að ástandið hafi aldrei verið verra. Hún sér fram á að það versni enda fáist ekki hjúkrunarfræðingar til að starfa á spítalnum. Ráðamenn verði að vakna. „Ég var einu sinni búin að bjóða Bjarna Benediktssyni að koma til okkar og hann svaraði ekki en boðið stendur ennþá Bjarni, þú mátt koma og kíkja til okkar,“ segir Elín.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira