Hvetur fólk til að borða diska og hnífapör Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. september 2019 06:45 Bartosz Wojcik flutti til Íslands fyrir 10 árum og ætlaði aðeins að vera hér í eitt ár. Hann hefur starfað sem kokkur á ýmsum stöðum. Fréttablaðið/Valli „Hugmyndin er ekki flókin. Hún er bara sú að minnka úrgang sem myndast við neyslu á mat,“ segir Bartosz Wójcik, eigandi Eco Ísland. Fyrirtækið selur umhverfisvænan borðbúnað og matarílát sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni og eru æt. Bartosz flutti til Íslands frá Póllandi fyrir 10 árum og ætlaði sér að vinna hér á landi í eitt sumar en líkaði dvölin svo vel að hér er hann enn. „Ég hef unnið sem kokkur á ýmsum veitingastöðum hér í Reykjavík síðastliðin sjö ár og í þeirri vinnu sér maður vel allan þann úrgang sem fellur til við framreiðslu, matargerð og neyslu matvæla,“ segir Bartosz. „Ólíkt Donald Trump hef ég áhyggjur af hlýnun jarðar. Sem betur fer hefur sá hópur fólks sem er umhugað um umhverfið og ástand jarðarinnar stækkað ört síðastliðin ár og ég er í þeim hópi. Svo hefur það að búa í hreinasta landi heims haft áhrif á það hvernig ég hugsa um umhverfið og út frá því ákvað ég að einbeita mér meira að umhverfismálum,“ segir Bartosz.Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög hratt niður.„Vörurnar eru umhverfisvænar, ekki einungis vegna þess að þær eru framleiddar úr lífrænum og niðurbrjótanlegum efnum heldur er framleiðsluferlið líka þannig að það hefur ekki mikil áhrif á umhverfið,“ segir Bartosz. Vörurnar eru framleiddar úr hveitiklíði og vatni, en úr einu tonni af hveitiklíði og litlu magni af vatni verða til um 10.000 diskar, skálar og hnífapör sem brotna niður í umhverfinu á 30 dögum. „Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög fljótt niður,“ segir Bartosz. „Svo er hægt að gera enn betur og borða bara hnífapörin og boxin undir matinn,“ bætir hann við og brosir. „Það er nefnilega þannig að þetta er allt ætt og þolir bæði ofn og örbylgjuofn. Þú getur jafnvel bakað köku í diskunum og borðað svo allt upp til agna, sem þýðir ekkert rusl,“ segir Bartosz. Aðspurður hvort ætur og umhverfisvænn borðbúnaður sé eitthvað sem vantar í veitingageirann á Íslandi segir hann að það sé ekki spurning. „Ég held að það sé þörf á umhverfisvænni kosti í öllum matvælaiðnaði. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að við öll séum meðvituð um og reynum að gera okkar besta.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Hugmyndin er ekki flókin. Hún er bara sú að minnka úrgang sem myndast við neyslu á mat,“ segir Bartosz Wójcik, eigandi Eco Ísland. Fyrirtækið selur umhverfisvænan borðbúnað og matarílát sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni og eru æt. Bartosz flutti til Íslands frá Póllandi fyrir 10 árum og ætlaði sér að vinna hér á landi í eitt sumar en líkaði dvölin svo vel að hér er hann enn. „Ég hef unnið sem kokkur á ýmsum veitingastöðum hér í Reykjavík síðastliðin sjö ár og í þeirri vinnu sér maður vel allan þann úrgang sem fellur til við framreiðslu, matargerð og neyslu matvæla,“ segir Bartosz. „Ólíkt Donald Trump hef ég áhyggjur af hlýnun jarðar. Sem betur fer hefur sá hópur fólks sem er umhugað um umhverfið og ástand jarðarinnar stækkað ört síðastliðin ár og ég er í þeim hópi. Svo hefur það að búa í hreinasta landi heims haft áhrif á það hvernig ég hugsa um umhverfið og út frá því ákvað ég að einbeita mér meira að umhverfismálum,“ segir Bartosz.Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög hratt niður.„Vörurnar eru umhverfisvænar, ekki einungis vegna þess að þær eru framleiddar úr lífrænum og niðurbrjótanlegum efnum heldur er framleiðsluferlið líka þannig að það hefur ekki mikil áhrif á umhverfið,“ segir Bartosz. Vörurnar eru framleiddar úr hveitiklíði og vatni, en úr einu tonni af hveitiklíði og litlu magni af vatni verða til um 10.000 diskar, skálar og hnífapör sem brotna niður í umhverfinu á 30 dögum. „Allir diskarnir, skálarnar og hnífapörin brotna mjög fljótt niður,“ segir Bartosz. „Svo er hægt að gera enn betur og borða bara hnífapörin og boxin undir matinn,“ bætir hann við og brosir. „Það er nefnilega þannig að þetta er allt ætt og þolir bæði ofn og örbylgjuofn. Þú getur jafnvel bakað köku í diskunum og borðað svo allt upp til agna, sem þýðir ekkert rusl,“ segir Bartosz. Aðspurður hvort ætur og umhverfisvænn borðbúnaður sé eitthvað sem vantar í veitingageirann á Íslandi segir hann að það sé ekki spurning. „Ég held að það sé þörf á umhverfisvænni kosti í öllum matvælaiðnaði. Þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt að við öll séum meðvituð um og reynum að gera okkar besta.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira