Aðeins dró þó úr hækkunum eftir að Trump Bandaríkjaforseti heimilaði að gengið yrði á varabirgðir Bandaríkjamanna. Stjórnvöld í Bandaríkjunum kenna Íran um árásirnar en þar á bæ saka menn Bandaríkjamenn á móti um blekkingar.
Í tísti í nótt sagði Trump forseti að sterkar vísbendingar væru um sökudólginn og að Bandaríkjamenn væru í startholunum með aðgerðir, aðeins sé beðið viðbragða frá stjórnvöldum í Sádi-Arabíu um hvert framhaldið verði. Sádar eru stærsti útflutningsaðili olíu í heiminum og flytja um sjö milljón tunnur daglega. Varabirgðir þeirra námu í júní 188 milljónum tunna.
Saudi Arabia oil supply was attacked. There is reason to believe that we know the culprit, are locked and loaded depending on verification, but are waiting to hear from the Kingdom as to who they believe was the cause of this attack, and under what terms we would proceed!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2019