Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. september 2019 12:10 Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. Hún vill leggja áherslu á mannréttindavernd og segir málefni ríkislögreglustjóra og löggæslu í landinu líklega verða tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. Þórhildur Sunna sem er þingmaður Pírata var í morgun kjörin formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hefur hún þannig tekið við formennsku af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gegndi formennsku í nefndinni fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. Kveðst hún í formennsku sinni efla aðkomu nefndarinnar að því að styrkja mannréttindavernd á Íslandi. „Ég tel að það sé eitt af meginhlutverkum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem að hafa kannski ekki verið tekin alveg nógu föstum tökum, eða nógu skipulega. Það kemur kannski frekar upp af og til einhver atvik sem að nefndin þarf að skoða í staðinn fyrir að hafa þetta sem svona vinnureglu að fylgjast með hvernig mannréttindavernd er háttað á Íslandi,” segir Þórhildur Sunna. Þá komi vel til greina að málefni ríkislögreglustjóra verði tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu séð töluvert umrót í lögreglunni og töluvert innanmein, ef svo má að orði komast, birtast okkur undanfarið og það er eitthvað sem að mér finnst alveg fullt tilefni til að skoða hvort eigi heima hjá okkur,” segir Þórhildur Sunna. Næstu skref í þeim efnum verði líkindum ákveðin í samráði við nefndina í framhaldi af fundi dómsmálaráðherra með ríkislögreglustjóra sem hófst laust fyrir hádegi í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Forsætisnefnd Alþingis staðfesti í sumar niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur þingmanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Umrædd ummæli lét hún falla í Silfrinu á Rúv í fyrra þar sem hún sagði að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu vegna aksturskostnaðar. „Mér finnst reyndar að siðanefnd hafi dæmt sig töluvert úr leik með þessum úrskurði sínum. Þarna ákveður hún að þingmaður sem að nýtir sitt stjórnarskrárbundna tjáningarfrelsi hafi með því brotið siðareglur. Það er eitthvað sem að ég er algjörlega ósammála,” segir Þórhildur Sunna. Hún telji ekki að niðurstaða nefndarinnar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur eigi að koma í veg fyrir formennsku hennar í nefndinni. Alþingi Lögreglan Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. Hún vill leggja áherslu á mannréttindavernd og segir málefni ríkislögreglustjóra og löggæslu í landinu líklega verða tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. Þórhildur Sunna sem er þingmaður Pírata var í morgun kjörin formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hefur hún þannig tekið við formennsku af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gegndi formennsku í nefndinni fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. Kveðst hún í formennsku sinni efla aðkomu nefndarinnar að því að styrkja mannréttindavernd á Íslandi. „Ég tel að það sé eitt af meginhlutverkum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem að hafa kannski ekki verið tekin alveg nógu föstum tökum, eða nógu skipulega. Það kemur kannski frekar upp af og til einhver atvik sem að nefndin þarf að skoða í staðinn fyrir að hafa þetta sem svona vinnureglu að fylgjast með hvernig mannréttindavernd er háttað á Íslandi,” segir Þórhildur Sunna. Þá komi vel til greina að málefni ríkislögreglustjóra verði tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu séð töluvert umrót í lögreglunni og töluvert innanmein, ef svo má að orði komast, birtast okkur undanfarið og það er eitthvað sem að mér finnst alveg fullt tilefni til að skoða hvort eigi heima hjá okkur,” segir Þórhildur Sunna. Næstu skref í þeim efnum verði líkindum ákveðin í samráði við nefndina í framhaldi af fundi dómsmálaráðherra með ríkislögreglustjóra sem hófst laust fyrir hádegi í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Forsætisnefnd Alþingis staðfesti í sumar niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur þingmanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Umrædd ummæli lét hún falla í Silfrinu á Rúv í fyrra þar sem hún sagði að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu vegna aksturskostnaðar. „Mér finnst reyndar að siðanefnd hafi dæmt sig töluvert úr leik með þessum úrskurði sínum. Þarna ákveður hún að þingmaður sem að nýtir sitt stjórnarskrárbundna tjáningarfrelsi hafi með því brotið siðareglur. Það er eitthvað sem að ég er algjörlega ósammála,” segir Þórhildur Sunna. Hún telji ekki að niðurstaða nefndarinnar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur eigi að koma í veg fyrir formennsku hennar í nefndinni.
Alþingi Lögreglan Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira