Innlent

Halli Reynis látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halli Reynis var vinsæll trúbador á skemmtunum og öldurhúsum landsins.
Halli Reynis var vinsæll trúbador á skemmtunum og öldurhúsum landsins.
Tónlistarmaðurinn Haraldur Reynisson, betur þekktur sem Halli Reynis, féll frá um helgina. Haraldur hefur verið áberandi í tónlistarlífi Íslendinga undanfarna áratugi en hann hefði fagnað 53 ára afmæli í desember. Undanfarin ár hefur hann sinnt starfi tónmenntakennara við Ölduselsskóla.

Haraldur ólst upp í Reykjavík en var ættaður úr Dölunum. Lærði hann sín fyrstu gítargrip ungur að aldri.

„Árið 1986 reyndist nokkuð afdrifaríkt fyrir Halla, sem þá var 19 ára. Þá lenti hann í slysi sem kostaði mikla viðveru heima. Halli hafði í nokkur ár verið að semja texta og ljóð og það vantaði bara eitt púsl í myndina en það var að hann gæti spilað á gítar. Hann notaði tækifærið og lærði á gítar hjá mömmu sinni í veikindum sínum,“ sagði í umfjöllun á RÚV árið 2014 þegar hann tók þátt í Söngvakeppninni með laginu Vinátta.

Gítarinn var hans besti vinur. Fyrsta plata hans kom út árið 1993 en alls gaf Halli út átta sólóplötur auk þess að eiga lög á plötum annarra listamanna.


Tengdar fréttir

Birna Sif Bjarnadóttir er látin

Birna Sif Bjarnadóttir, skólastjóri Ölduselsskóla í Breiðholti í Reykjavík, er látin. Birna Sif varð bráðkvödd á heimili sínu fimmtudaginn 27. júní aðeins 37 ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×