„Við erum öll í einni keðju og ég er lásinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. september 2019 21:30 Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega. Veitur endurnýja nú stofnlagnir fyrir hita og vatnsveitu við þrjár götur á Álftanesi. Framkvæmdirnar hófust fyrir mánuði og áætlað er að þeim ljúki í október. Vegna framkvæmdanna hefur Suðurnesvegi verið lokað og því hefur umferð aukist mikið við Breiðamýri þar sem eru tveir leikskólar, grunnskóli , sundlaug og íþróttamiðstöð. Oddur Carl Thorarensen ritstjóri íbúar Álftaness segir íbúa hafa áhyggjur af umferð við helstu skóla og íþróttamiðstöð Álftaness.„Íbúar eru uggandi vegna framkvæmdanna þar sem lokunin við Suðurnesveg hefur þau áhrif að það er meira ekið framhjá skólunum og íþróttaaðstöðunni hérna. Þeir segja að þeir hafi ekki fengið svör frá Veitum þegar þeir hafa sent inn spurningar og óttast að framkvæmdirnar muni dragast of mikið. Það má hins vegar nefna að við erum afar ánægð með að ráðist hafi verið í framkvæmdirnar, segir Oddur Carl Thorarensen ritstjóri Fabebooksíðunnar Íbúar Álftaness. Oddur bendir á að hægt sé að aka aðra leið en framhjá skólunum. Sveinn Bjarnason eða Denni hefur verið gangbrautarvörður við skólanna í 14 ár tekur undir með Oddi. „Ég hef mælt báðar vegalengdir og það er alveg jafn langt fyrir ökumenn að fara hina leiðina. Áður en framkvæmdirnar hófust voru hér að meðaltali um 60 bílar að fara um á morgnanna en nú hef ég talið allt að 200 bíla. Þá eru of margir sem aka yfir hámarkshraða sem er 30 kílómetrar á klukkustund,“ segir Denni. Denni segir að samfélagið í heild beri ábyrgð á ferlinu. „Börnin, foreldrarnir, skólinn, ökumennirnir eru í raun ein keðja og í henni er ég lásinn og fylgi krökkunum yfir götuna. Það hefur komið fyrir að lásinn hefur veikst og þá verður keðjan bara að halda og gera engin mistök,“ segir Denni. Denni segir starfið afar gefandi. „Börnin eru alveg yndisleg, þau eru svo góð. Einu sinni veiktist ég og þá heyrði ég af stelpu sem hljóp heim til sín alveg í sjokki yfir að Denni væri ekki við gangbrautina. Þetta þótti mér vænt um. Þegar vorar þá koma yngstu börnin yfir götuna hjá mér með foreldrum sínum og þá eru þau eru eins og blóm,“ segir Denni. Denni sem var í fimm lögum af fatnaði segir að sér verði sjaldan kalt í starfinu, hann sé með skúr þar sem hann geti hlýjað sér eða sótt sér meiri föt. Umferðaröryggi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Íbúar á Álftanesi hafa áhyggjur af mikilli umferð um götu sem þrír skólar, sundlaug og íþróttahús liggja að. Veitur standa fyrir endurnýjun á lögnum og þurftu að tímabundið að loka vegi þar sem umferðin fer annars um. Denni gangbrautavörður stendur þó vaktina og bendir ökumönnum á að aka varlega. Veitur endurnýja nú stofnlagnir fyrir hita og vatnsveitu við þrjár götur á Álftanesi. Framkvæmdirnar hófust fyrir mánuði og áætlað er að þeim ljúki í október. Vegna framkvæmdanna hefur Suðurnesvegi verið lokað og því hefur umferð aukist mikið við Breiðamýri þar sem eru tveir leikskólar, grunnskóli , sundlaug og íþróttamiðstöð. Oddur Carl Thorarensen ritstjóri íbúar Álftaness segir íbúa hafa áhyggjur af umferð við helstu skóla og íþróttamiðstöð Álftaness.„Íbúar eru uggandi vegna framkvæmdanna þar sem lokunin við Suðurnesveg hefur þau áhrif að það er meira ekið framhjá skólunum og íþróttaaðstöðunni hérna. Þeir segja að þeir hafi ekki fengið svör frá Veitum þegar þeir hafa sent inn spurningar og óttast að framkvæmdirnar muni dragast of mikið. Það má hins vegar nefna að við erum afar ánægð með að ráðist hafi verið í framkvæmdirnar, segir Oddur Carl Thorarensen ritstjóri Fabebooksíðunnar Íbúar Álftaness. Oddur bendir á að hægt sé að aka aðra leið en framhjá skólunum. Sveinn Bjarnason eða Denni hefur verið gangbrautarvörður við skólanna í 14 ár tekur undir með Oddi. „Ég hef mælt báðar vegalengdir og það er alveg jafn langt fyrir ökumenn að fara hina leiðina. Áður en framkvæmdirnar hófust voru hér að meðaltali um 60 bílar að fara um á morgnanna en nú hef ég talið allt að 200 bíla. Þá eru of margir sem aka yfir hámarkshraða sem er 30 kílómetrar á klukkustund,“ segir Denni. Denni segir að samfélagið í heild beri ábyrgð á ferlinu. „Börnin, foreldrarnir, skólinn, ökumennirnir eru í raun ein keðja og í henni er ég lásinn og fylgi krökkunum yfir götuna. Það hefur komið fyrir að lásinn hefur veikst og þá verður keðjan bara að halda og gera engin mistök,“ segir Denni. Denni segir starfið afar gefandi. „Börnin eru alveg yndisleg, þau eru svo góð. Einu sinni veiktist ég og þá heyrði ég af stelpu sem hljóp heim til sín alveg í sjokki yfir að Denni væri ekki við gangbrautina. Þetta þótti mér vænt um. Þegar vorar þá koma yngstu börnin yfir götuna hjá mér með foreldrum sínum og þá eru þau eru eins og blóm,“ segir Denni. Denni sem var í fimm lögum af fatnaði segir að sér verði sjaldan kalt í starfinu, hann sé með skúr þar sem hann geti hlýjað sér eða sótt sér meiri föt.
Umferðaröryggi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira