Rúnar Kristinsson eftir að landa 27. Íslandsmeistaratitli KR: Ég er hrærður yfir þessu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2019 21:49 Kóngurinn í KR. vísir/bára „Ég veit það ekki, ég er hrærður yfir þessu. Mér finnst ótrúlega gaman að vinna hérna, að klára þetta sjálfir og vinna leikinn. Því þá var þetta aldrei nein spurning og við komum hingað til að vinna,“ sagði tárvotur Rúnar Kristinsson eftir 1-0 sigur KR á Val í kvöld. Sigurinn tryggði KR 27. Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu og er þetta í allavega annað skiptið sem KR fagnar titlinum á Hlíðarenda, heimavelli erkifjenda þeirra í Val. „Við komum hingað til að sækja, ætluðum okkur að pressa Val og ekki gefa þeim neinn tíma til að spila sinn leik. Við gerðum það alveg ofboðslega vel,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Rúnar var spurður út í hvað titillinn þýddi fyrir hann og KR en áður en hann kom í viðtal gekk hann á alla starfsmenn KR sem og leikmenn og knúsaði þá innilega, með tárin í augunum. „Tárin streyma bara hérna, þetta er ótrúlega gaman. Að koma til baka eftir að ég er búinn að vera úti í nokkur ár og gera þetta á tveimur árum, að búa til sigurlið í Vesturbænum. Mér finnst það ótrúlega gaman. Það er gott að vinna fyrir þennan klúbb og fyrir fólkið í Vesturbænum,“ sagði Rúnar með tárin í augunum. Hann hélt áfram. „Ég er ótrúlega stoltur af mér, Bjarna (Guðjónssyni), Stjána (Kristjáni Finnbogasyni, markmannsþjálfara), öllu teyminu mínu og ekki síst leikmönnunum sem eru tilbúnir að hlusta á okkur, fylgja okkar fyrirmælum og vinna eftir því sem við leggjum upp. Þetta er bara góð eining og eins og ég sagði við strákana í dag, sama og ég sagði fyrir fyrsta leikinn í deildinni, að ef við sýnum stuðningsmönnum okkar virkilega þykir vænt um klúbbinn okkar og merkið, förum í allar tæklingar ...“ Fleiri urðu þau orð ekki frá Rúnari að þessu sinni þar sem hann var rifinn úr viðtalinu af leikmönnum sínum og tolleraður. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur 0-1 KR | KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu 2019 KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu í 27.sinn eftir öruggan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Val. Pálmi Rafn Pálmason gerði sigurmarkið á 4. mínútu leiksins. 16. september 2019 21:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
„Ég veit það ekki, ég er hrærður yfir þessu. Mér finnst ótrúlega gaman að vinna hérna, að klára þetta sjálfir og vinna leikinn. Því þá var þetta aldrei nein spurning og við komum hingað til að vinna,“ sagði tárvotur Rúnar Kristinsson eftir 1-0 sigur KR á Val í kvöld. Sigurinn tryggði KR 27. Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu og er þetta í allavega annað skiptið sem KR fagnar titlinum á Hlíðarenda, heimavelli erkifjenda þeirra í Val. „Við komum hingað til að sækja, ætluðum okkur að pressa Val og ekki gefa þeim neinn tíma til að spila sinn leik. Við gerðum það alveg ofboðslega vel,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Rúnar var spurður út í hvað titillinn þýddi fyrir hann og KR en áður en hann kom í viðtal gekk hann á alla starfsmenn KR sem og leikmenn og knúsaði þá innilega, með tárin í augunum. „Tárin streyma bara hérna, þetta er ótrúlega gaman. Að koma til baka eftir að ég er búinn að vera úti í nokkur ár og gera þetta á tveimur árum, að búa til sigurlið í Vesturbænum. Mér finnst það ótrúlega gaman. Það er gott að vinna fyrir þennan klúbb og fyrir fólkið í Vesturbænum,“ sagði Rúnar með tárin í augunum. Hann hélt áfram. „Ég er ótrúlega stoltur af mér, Bjarna (Guðjónssyni), Stjána (Kristjáni Finnbogasyni, markmannsþjálfara), öllu teyminu mínu og ekki síst leikmönnunum sem eru tilbúnir að hlusta á okkur, fylgja okkar fyrirmælum og vinna eftir því sem við leggjum upp. Þetta er bara góð eining og eins og ég sagði við strákana í dag, sama og ég sagði fyrir fyrsta leikinn í deildinni, að ef við sýnum stuðningsmönnum okkar virkilega þykir vænt um klúbbinn okkar og merkið, förum í allar tæklingar ...“ Fleiri urðu þau orð ekki frá Rúnari að þessu sinni þar sem hann var rifinn úr viðtalinu af leikmönnum sínum og tolleraður.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur 0-1 KR | KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu 2019 KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu í 27.sinn eftir öruggan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Val. Pálmi Rafn Pálmason gerði sigurmarkið á 4. mínútu leiksins. 16. september 2019 21:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Umfjöllun: Valur 0-1 KR | KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu 2019 KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu í 27.sinn eftir öruggan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Val. Pálmi Rafn Pálmason gerði sigurmarkið á 4. mínútu leiksins. 16. september 2019 21:30