Komst í spretthlaupslandslið Bandaríkjanna aðeins tíu mánuðum eftir barnsburð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 09:00 Allyson Felix er ein af sigursælustu frjálsíþróttakonum sögunnar. Getty/Patrick Smith/ Sexfaldi Ólympíumeistarinn Allyson Felix var valinn í HM-hóp Bandaríkjamanna fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Doha í Katar 27. september til 6. október. Allyson Felix mun taka þátt í níunda heimsmeistaramótinu í röð og setja með því met en þetta stóð ansi tæpt hjá henni að þessu sinni. Hinn 33 ára gamla Allyson Felix varð nefnilega móðir í fyrsta sinn fyrir aðeins tíu mánuðum síðar. Hún átti barnið með keisaraskurði.Six-time Olympic champion Allyson Felix has been selected in the #USA team for the World Athletics Championships for a record ninth consecutive time More: https://t.co/vKKD7MCluJpic.twitter.com/NJmJPCh6Rw — BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2019 Barneign Allyson Felix vakti sérstaka athygli þegar hún skrifaði opið bréf til íþróttavöruframleiðandans Nike og hafði það í gegn að íþróttakonur missi ekki styrktarsamninga sína þegar þær verða óléttar. Allyson Felix verður í boðhlaupssveitinni í 4 x 400 metra hlaupinu. Hún reyndi að vinna sér þátttökurétt í 400 metra hlaupinu í úrtökumótinu í Des Moines í Iowa í júlí en náði því ekki. Alls var 141 frjálsíþróttamaður valinn í bandaríska landsliðið, átta þeirra hafa orðið heimsmeistarar áður og þrettán unnu gull á ÓL í Ríó fyrir þremur árum. Auk Allyson Felix eru heimsmeistararnir Tori Bowie, Kori Carter, Emma Coburn, Phyllis Francis, Justin Gatlin, Sam Kendricks, Brittany Reese og Christian Taylor í hóp Bandaríkjamanna. Allyson Felix hefur unnið alls ellefu gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á heimsmeistaramótum sínum í gegnum tíðina. Hún tók fyrst þátt á HM í Saint-Denis í Frakklandi 2003 en þá var hún aðeins sautján ára gömul. Fyrstu verðlaunin vann hún í 200 metra hlaupi á HM í Helsinki 2005 (gull) en hún vann þrenn verðlaun (2 gull og 1 brons) á síðasta HM sem fór fram í London fyrir tveimur árum. Hinn 37 ára gamli Justin Gatlin er einn af heimsmeisturunum en tognun hans í 100 metra hlaupi í Zagreb 3. september síðastliðinn var ekki alvarlega. Gatlin vann gull í 100 metra hlaupi á HM í London en það var púað á hann í verðlaunaafhendingunni þar sem Gatlin hefur fallið oftar en einu sinni á lyfjaprófi á ferlinum.Olympian Allyson Felix is a champion through and through pic.twitter.com/oCStDkGiJc — Business Insider (@businessinsider) September 16, 2019 Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Sjá meira
Sexfaldi Ólympíumeistarinn Allyson Felix var valinn í HM-hóp Bandaríkjamanna fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Doha í Katar 27. september til 6. október. Allyson Felix mun taka þátt í níunda heimsmeistaramótinu í röð og setja með því met en þetta stóð ansi tæpt hjá henni að þessu sinni. Hinn 33 ára gamla Allyson Felix varð nefnilega móðir í fyrsta sinn fyrir aðeins tíu mánuðum síðar. Hún átti barnið með keisaraskurði.Six-time Olympic champion Allyson Felix has been selected in the #USA team for the World Athletics Championships for a record ninth consecutive time More: https://t.co/vKKD7MCluJpic.twitter.com/NJmJPCh6Rw — BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2019 Barneign Allyson Felix vakti sérstaka athygli þegar hún skrifaði opið bréf til íþróttavöruframleiðandans Nike og hafði það í gegn að íþróttakonur missi ekki styrktarsamninga sína þegar þær verða óléttar. Allyson Felix verður í boðhlaupssveitinni í 4 x 400 metra hlaupinu. Hún reyndi að vinna sér þátttökurétt í 400 metra hlaupinu í úrtökumótinu í Des Moines í Iowa í júlí en náði því ekki. Alls var 141 frjálsíþróttamaður valinn í bandaríska landsliðið, átta þeirra hafa orðið heimsmeistarar áður og þrettán unnu gull á ÓL í Ríó fyrir þremur árum. Auk Allyson Felix eru heimsmeistararnir Tori Bowie, Kori Carter, Emma Coburn, Phyllis Francis, Justin Gatlin, Sam Kendricks, Brittany Reese og Christian Taylor í hóp Bandaríkjamanna. Allyson Felix hefur unnið alls ellefu gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á heimsmeistaramótum sínum í gegnum tíðina. Hún tók fyrst þátt á HM í Saint-Denis í Frakklandi 2003 en þá var hún aðeins sautján ára gömul. Fyrstu verðlaunin vann hún í 200 metra hlaupi á HM í Helsinki 2005 (gull) en hún vann þrenn verðlaun (2 gull og 1 brons) á síðasta HM sem fór fram í London fyrir tveimur árum. Hinn 37 ára gamli Justin Gatlin er einn af heimsmeisturunum en tognun hans í 100 metra hlaupi í Zagreb 3. september síðastliðinn var ekki alvarlega. Gatlin vann gull í 100 metra hlaupi á HM í London en það var púað á hann í verðlaunaafhendingunni þar sem Gatlin hefur fallið oftar en einu sinni á lyfjaprófi á ferlinum.Olympian Allyson Felix is a champion through and through pic.twitter.com/oCStDkGiJc — Business Insider (@businessinsider) September 16, 2019
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Sjá meira