Viðskipti erlent

Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Við opnun asíumarkaða í nótt lækkaði verðið síðan örlítið eftir hinar miklu hækkanir í gær.
Við opnun asíumarkaða í nótt lækkaði verðið síðan örlítið eftir hinar miklu hækkanir í gær. AP/Ahn Young-joon
Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent á mörkuðum í gær og hefur Brentolían ekki hækkað jafnmikið á einum degi í um þrjátíu ár. Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent.

Brent hráolían hækkaði fyrst í stað um tuttugu prósent en aðeins dró úr hækkuninni þegar leið á daginn eftir að bandaríkjastjórn gaf út heimild til að ganga á varabirgðir landsins, reynist það nauðsyn. Bandarískar olíuvísitölur hækkuðu svipað mikið í gær. Við opnun asíumarkaða í nótt lækkaði verðið síðan örlítið eftir hinar miklu hækkanir í gær.


Tengdar fréttir

Olíufélög bregðast við haldist heimsmarkaðsverð óbreytt

Íslensku olíufélögin segjast munu þurfa að hækka verð til neytenda ef skörp hækkun heimsmarkaðsverðs verður viðvarandi. Hækkunin muni þó ekki verða 20 prósent, eins og á mörkuðum erlendis, því að stór hluti verðsins sé föst gjöld. Heimsmarkaðsverðir hefur meiri áhrif á útgerðir og flugfélög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×