Svona standa KR-ingar eftir helstu túlkunum á titlatölfræði íslenska fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 15:45 Óskar Örn Hauksson fagnar titlinum í gær. Vísir/Bára KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 27. skiptið á Hlíðarenda í gær og eru því komnir með fimm titla forskot á nágranna sína í Val á listanum yfir sigursælustu karlalið íslenska fótboltans. KR-ingar unnu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sumarið 1912 og hafa síðan bætt reglulega við Íslandsmeistaratitlum fyrir utan þriggja áratuga svartnætti frá 1968 til 1999. Í þessari tölu erum við að tala um alla Íslandsmeistaratitla, líka titla þegar deildin var aðeins skipuð örfáum liðum, spiluð var bara einföld umferð eða þegar Framarar unnu titilinn tvö ár í röð án þess að spila leik (1913-1914). Sumarið 1918 kepptu í fyrsta sinn fjögur félög um Íslandsmeistaratitilinn þegar Víkingar reyndu sig á móti Fram, KR og Val. Fyrsta fimm liða sumarið var 1926 þegar Eyjamenn komu aftur inn eftir að hafa bara verið með 1912. Deildin varð síðan fyrst sex liða liða deild sumarið 1946. Sjö lið voru fyrst í deildinni 1969 og ári síðar var deildin orðin átta liða. Deildin varð síðan að tíu liða deild 1977 og loks að tólf liða deild árið 2008. Það er athyglisvert að skoða titlasöfnun félaga ef aðeins væri teknir með titlar frá ákveðnum tímamótum í sögu Íslandsmótsins. Þar erum við að tala um atburði eins og þegar Knattspyrnusamband Íslands var stofnað, deildarkeppni var tekin upp eða fyrst var spiluð tvöföld umferð. Fleiri tímamót eru einnig tekin með á listunum sem má sjá alla hér fyrir neðan.Haustið 2003 fagnaði Sigursteinn Gíslason sínum níunda Íslandsmeistaratitli ásamt Magnúsi Sveini syni sínum.Vísir/einar ÓlasonFlestir Íslandsmeistaratitlar: 1. KR 27 2. Valur 22 3. Fram 18 3. ÍA 18 5. FH 8 6. Víkingur R. 5 7. Keflavík 4 8. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir stofnun KSÍ (1947-): 1. ÍA 18 2. KR 17 3. Valur 11 4. FH 8 5. Fram 6 6. Keflavík 4 7. Víkingur R. 3 7. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir deildarskipting var tekin upp (1955-): 1. ÍA 15 2. KR 13 3. Valur 11 4. FH 8 5. Fram 5 6. Keflavík 4 7. Víkingur R. 3 7. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir farið var að spila tvöfalda umferð (1959-): 1. ÍA 13 2. KR 12 3. Valur 10 4. FH 8 5. Fram 5 6. Keflavík 4 7. Víkingur R. 3 7. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1ÍA varð Íslandsmeistari árið 1994 með þá Sigurð Jónsson, Ólaf Þórðarson og Mihajlo Bibercic innanborðs.Vísir/Brynjar GautiFlestir Íslandsmeistaratitlar í nútíma fótbolta (1977-): 1. ÍA 9 2. FH 8 3. KR 7 3. Valur 7 5. Fram 3 5. Víkingur R. 3 5. ÍBV 3 8. KA 1 8. Breiðablik 1 8. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar síðan þriggja stiga regla var tekin upp (1984-): 1. FH 8 2. KR 7 2. ÍA 7 4. Valur 5 5. Fram 3 6. ÍBV 2 7. Víkingur R. 1 7. KA 1 7. Breiðablik 1 7. Stjarnan 1Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var tolleraður í gær.Vísir/BáraFlestir Íslandsmeistaratitlar í tólf liða deild (2008-): 1. FH 5 2. KR 3 3. Valur 2 4. Breiðablik 1 4. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir að Rúnar Kristinsson tók fyrst við KR (2010-): 1. KR 3 1. FH 3 3. Valur 2 4. Breiðablik 1 4. Stjarnan 1FH-ingar urðu síðast Íslandsmeistarar sumarið 2016.Vísir/ÞórdísFlestir Íslandsmeistaratitlar á 21. öldinni (2000-): 1. FH 8 2. KR 6 3. Valur 3 4. ÍA 1 4. Breiðablik 1 4. Stjarnan 1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 27. skiptið á Hlíðarenda í gær og eru því komnir með fimm titla forskot á nágranna sína í Val á listanum yfir sigursælustu karlalið íslenska fótboltans. KR-ingar unnu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sumarið 1912 og hafa síðan bætt reglulega við Íslandsmeistaratitlum fyrir utan þriggja áratuga svartnætti frá 1968 til 1999. Í þessari tölu erum við að tala um alla Íslandsmeistaratitla, líka titla þegar deildin var aðeins skipuð örfáum liðum, spiluð var bara einföld umferð eða þegar Framarar unnu titilinn tvö ár í röð án þess að spila leik (1913-1914). Sumarið 1918 kepptu í fyrsta sinn fjögur félög um Íslandsmeistaratitilinn þegar Víkingar reyndu sig á móti Fram, KR og Val. Fyrsta fimm liða sumarið var 1926 þegar Eyjamenn komu aftur inn eftir að hafa bara verið með 1912. Deildin varð síðan fyrst sex liða liða deild sumarið 1946. Sjö lið voru fyrst í deildinni 1969 og ári síðar var deildin orðin átta liða. Deildin varð síðan að tíu liða deild 1977 og loks að tólf liða deild árið 2008. Það er athyglisvert að skoða titlasöfnun félaga ef aðeins væri teknir með titlar frá ákveðnum tímamótum í sögu Íslandsmótsins. Þar erum við að tala um atburði eins og þegar Knattspyrnusamband Íslands var stofnað, deildarkeppni var tekin upp eða fyrst var spiluð tvöföld umferð. Fleiri tímamót eru einnig tekin með á listunum sem má sjá alla hér fyrir neðan.Haustið 2003 fagnaði Sigursteinn Gíslason sínum níunda Íslandsmeistaratitli ásamt Magnúsi Sveini syni sínum.Vísir/einar ÓlasonFlestir Íslandsmeistaratitlar: 1. KR 27 2. Valur 22 3. Fram 18 3. ÍA 18 5. FH 8 6. Víkingur R. 5 7. Keflavík 4 8. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir stofnun KSÍ (1947-): 1. ÍA 18 2. KR 17 3. Valur 11 4. FH 8 5. Fram 6 6. Keflavík 4 7. Víkingur R. 3 7. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir deildarskipting var tekin upp (1955-): 1. ÍA 15 2. KR 13 3. Valur 11 4. FH 8 5. Fram 5 6. Keflavík 4 7. Víkingur R. 3 7. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir farið var að spila tvöfalda umferð (1959-): 1. ÍA 13 2. KR 12 3. Valur 10 4. FH 8 5. Fram 5 6. Keflavík 4 7. Víkingur R. 3 7. ÍBV 3 9. KA 1 9. Breiðablik 1 9. Stjarnan 1ÍA varð Íslandsmeistari árið 1994 með þá Sigurð Jónsson, Ólaf Þórðarson og Mihajlo Bibercic innanborðs.Vísir/Brynjar GautiFlestir Íslandsmeistaratitlar í nútíma fótbolta (1977-): 1. ÍA 9 2. FH 8 3. KR 7 3. Valur 7 5. Fram 3 5. Víkingur R. 3 5. ÍBV 3 8. KA 1 8. Breiðablik 1 8. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar síðan þriggja stiga regla var tekin upp (1984-): 1. FH 8 2. KR 7 2. ÍA 7 4. Valur 5 5. Fram 3 6. ÍBV 2 7. Víkingur R. 1 7. KA 1 7. Breiðablik 1 7. Stjarnan 1Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var tolleraður í gær.Vísir/BáraFlestir Íslandsmeistaratitlar í tólf liða deild (2008-): 1. FH 5 2. KR 3 3. Valur 2 4. Breiðablik 1 4. Stjarnan 1Flestir Íslandsmeistaratitlar eftir að Rúnar Kristinsson tók fyrst við KR (2010-): 1. KR 3 1. FH 3 3. Valur 2 4. Breiðablik 1 4. Stjarnan 1FH-ingar urðu síðast Íslandsmeistarar sumarið 2016.Vísir/ÞórdísFlestir Íslandsmeistaratitlar á 21. öldinni (2000-): 1. FH 8 2. KR 6 3. Valur 3 4. ÍA 1 4. Breiðablik 1 4. Stjarnan 1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira