Eli Manning búinn að missa byrjunarliðssætið sitt til nýliðans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 19:30 Eli Manning Getty/ Sarah Stier Eli Manning verður ekki leikstjórnandi New York Giants liðsins í þriðju umferð NFL-deildarinnar um næstu helgi. Þjálfari Giants gaf það út í dag að hann væri búinn að skipta um leikstjórnanda. Nýliðinn Daniel Jones kemur inn í byrjunarliðið fyrir Eli Manning sem hefur verið aðalleikstjórnandi félagsins í fimmtán ár. New York Giants hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu og aðeins skorað 15,5 stig að meðaltali í leik í þeim.BREAKING: Daniel Jones named Giants starting QB as Eli Manning heads to the bench https://t.co/rE6OAI5HWu@PLeonardNYDNpic.twitter.com/zG1wuV7tI5 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) September 17, 2019Eli Manning er orðinn 38 ára gamall og hefur spilað með New York Giants liðinu frá 2004. Hann var lykilmaður þegar liðið vann NFL-titilinn 2007 og 2011. Manning var maður leiksins í báðum Super Bowl leikjunum. Eli Manning byrjaði 210 leiki í röð frá 2004 til 2017 en vann aftur sæti í byrjunarliðinu tímabilið 2017 eftir að hafa verið settur út úr liðinu í einn leik. „Ég talaði við Eli í morgun og sagði honum að ég ætlaði að gera þessa breytingu. Hann var auðvitað vonsvikinn eins og mátti búast við en sagði jafnfratm að hann yrði eins og alltaf, góður liðsfélagi. Eli ætlar að hjálpa Daniel að undirbúa sig og hjálpa með því liðinu að vinna leiki,“ sagði Pat Shurmur, þjálfari New York Giants, í yfirlýsingu frá félaginu. Menn hafa verið að bíða eftir að Eli Manning missi sæti sitt enda hefur frammistaða hans ekki verið sannfærandi síðustu ár. Það breytir því ekki að hann átti magnaðan feril með New York Giants og er besti leikstjórnandinn í sögu félagsins með öll helstu metin.The Giants have named rookie Daniel Jones their starting QB, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/7LRDokvlyw — Sporting News (@sportingnews) September 17, 2019Daniel Jones er 22 ára eða sextán árum yngri en Manning. Giants valdi hann númer sex í nýliðavalinu í ár og hann stóð sig mjög vel með liðinu á undirbúningstímabilinu. NFL Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Eli Manning verður ekki leikstjórnandi New York Giants liðsins í þriðju umferð NFL-deildarinnar um næstu helgi. Þjálfari Giants gaf það út í dag að hann væri búinn að skipta um leikstjórnanda. Nýliðinn Daniel Jones kemur inn í byrjunarliðið fyrir Eli Manning sem hefur verið aðalleikstjórnandi félagsins í fimmtán ár. New York Giants hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu og aðeins skorað 15,5 stig að meðaltali í leik í þeim.BREAKING: Daniel Jones named Giants starting QB as Eli Manning heads to the bench https://t.co/rE6OAI5HWu@PLeonardNYDNpic.twitter.com/zG1wuV7tI5 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) September 17, 2019Eli Manning er orðinn 38 ára gamall og hefur spilað með New York Giants liðinu frá 2004. Hann var lykilmaður þegar liðið vann NFL-titilinn 2007 og 2011. Manning var maður leiksins í báðum Super Bowl leikjunum. Eli Manning byrjaði 210 leiki í röð frá 2004 til 2017 en vann aftur sæti í byrjunarliðinu tímabilið 2017 eftir að hafa verið settur út úr liðinu í einn leik. „Ég talaði við Eli í morgun og sagði honum að ég ætlaði að gera þessa breytingu. Hann var auðvitað vonsvikinn eins og mátti búast við en sagði jafnfratm að hann yrði eins og alltaf, góður liðsfélagi. Eli ætlar að hjálpa Daniel að undirbúa sig og hjálpa með því liðinu að vinna leiki,“ sagði Pat Shurmur, þjálfari New York Giants, í yfirlýsingu frá félaginu. Menn hafa verið að bíða eftir að Eli Manning missi sæti sitt enda hefur frammistaða hans ekki verið sannfærandi síðustu ár. Það breytir því ekki að hann átti magnaðan feril með New York Giants og er besti leikstjórnandinn í sögu félagsins með öll helstu metin.The Giants have named rookie Daniel Jones their starting QB, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/7LRDokvlyw — Sporting News (@sportingnews) September 17, 2019Daniel Jones er 22 ára eða sextán árum yngri en Manning. Giants valdi hann númer sex í nýliðavalinu í ár og hann stóð sig mjög vel með liðinu á undirbúningstímabilinu.
NFL Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira