Hverju gæti hugarfar grósku breytt? Ragnheiður Aradóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Hugarfar er magnað fyrirbæri. Það er eitt kraftmesta verkfæri sem við manneskjurnar höfum og það magnaða við það er að við höfum vald yfir hugarfarinu okkar. Það krefst þó nokkurrar þjálfunar að hafa gott vald yfir eigin hugarfari. Í jákvæðri sálfræði er sérstaklega fjallað um tvennslags hugarfar. Annars vegar hugarfar festu og hins vegar hugarfar grósku. Hugarfar þitt hefur áhrif á hvernig þú lifir lífi þínu, segir Carol S. Dweck höfundur metsölubókarinnar Mindset. Hugarfar festu byggir á því að eiginleikar okkar og hæfileikar séu fasti sem við getum ekki breytt. Þannig leiðir hugarfar festu til þess að fólk forðast áskoranir, sér hindranir sem óyfirstíganlegar og gefst auðveldlega upp. Það álítur að það að þurfa að reyna á sig hafi ekki tilgang, líta á gagnrýni sem niðurrif og finnst þeim virkilega ógnað af þeim sem eru betri eða ná árangri. Mögulega öfundast þeir út í þá sem ná árangri og gera lítið úr þeim. Útkoman er því oft að þetta fólk nýtir ekki hæfileika sína til að ná þeim árangri og þeirri lífsfyllingu sem það gæti náð. Það er mikil sóun á hæfileikum og lífshamingju. Hugarfar grósku byggir á því að eiginleikar okkar séu breytanlegir þ.e. að við getum haft áhrif á þá. Þeir sem hafa þetta hugarfar fagna áskorunum, finnst gaman að takast á við þær, sjá tilgang í að leggja eitthvað á sig og sjá það sem leiðina að árangri og vellíðan. Viðkomandi tekur leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og hlustar eftir tækifærum til að læra og bæta sig. Sá sem er með hugarfar grósku sækir í og nærist í nærveru þeirra sem ná árangri og lítur á árangur sem smitandi. Útkoman er því oft að þetta fólk nær meiri ánægju og árangri út úr lífinu því það nýtir hæfileika sína vel, öðlast meiri lífsfyllingu og er hamingjusamara. Hvað hefur þetta allt með árangur fyrirtækja að gera? Árangur fyrirtækja byggir að stærstum hluta á mannauði fyrirtækisins því það er sú breyta sem getur skapað fyrirtæki samkeppnisforskot. Helgun í starfi skiptir þar sköpum. Hvað er helgun og hvernig tengist hún hugarfari grósku? Helgun í starfi er orðin forgangsfókus hjá stjórnendum í hinu hraða hagkerfi nútímans, stjórnendur vita að helgun í starfi hefur mikil áhrif á árangur starfsmanna og að hún er nauðsynleg til vaxtar og þess að lifa af í samkeppninni. Niðurstöður af rannsókn á vegum Harward Business Review sýna að helgun í starfi hefur áhrif á frumkvæði og lausnamiðaða hugsun starfsmanna sem hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja. Af þessu má draga þá ályktun að fólk með gróskuhugarfar gefst síður upp, sér ný tækifæri og hugsar út fyrir boxið. Mögulega má draga þá ályktun að þeir sem hafa hugarfar grósku séu líklegri til að vera helgaðir í starfi og huga jafnframt að eigin velferð. Með þjálfun má efla og fjölga þeim sem hafa hugarfar grósku að leiðarljósi. Draga má þá ályktun að hugarfar grósku á meðal starfsfólks gæti því breytt árangri fyrirtækis úr því að vera góður í að vera framúrskarandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hugarfar er magnað fyrirbæri. Það er eitt kraftmesta verkfæri sem við manneskjurnar höfum og það magnaða við það er að við höfum vald yfir hugarfarinu okkar. Það krefst þó nokkurrar þjálfunar að hafa gott vald yfir eigin hugarfari. Í jákvæðri sálfræði er sérstaklega fjallað um tvennslags hugarfar. Annars vegar hugarfar festu og hins vegar hugarfar grósku. Hugarfar þitt hefur áhrif á hvernig þú lifir lífi þínu, segir Carol S. Dweck höfundur metsölubókarinnar Mindset. Hugarfar festu byggir á því að eiginleikar okkar og hæfileikar séu fasti sem við getum ekki breytt. Þannig leiðir hugarfar festu til þess að fólk forðast áskoranir, sér hindranir sem óyfirstíganlegar og gefst auðveldlega upp. Það álítur að það að þurfa að reyna á sig hafi ekki tilgang, líta á gagnrýni sem niðurrif og finnst þeim virkilega ógnað af þeim sem eru betri eða ná árangri. Mögulega öfundast þeir út í þá sem ná árangri og gera lítið úr þeim. Útkoman er því oft að þetta fólk nýtir ekki hæfileika sína til að ná þeim árangri og þeirri lífsfyllingu sem það gæti náð. Það er mikil sóun á hæfileikum og lífshamingju. Hugarfar grósku byggir á því að eiginleikar okkar séu breytanlegir þ.e. að við getum haft áhrif á þá. Þeir sem hafa þetta hugarfar fagna áskorunum, finnst gaman að takast á við þær, sjá tilgang í að leggja eitthvað á sig og sjá það sem leiðina að árangri og vellíðan. Viðkomandi tekur leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og hlustar eftir tækifærum til að læra og bæta sig. Sá sem er með hugarfar grósku sækir í og nærist í nærveru þeirra sem ná árangri og lítur á árangur sem smitandi. Útkoman er því oft að þetta fólk nær meiri ánægju og árangri út úr lífinu því það nýtir hæfileika sína vel, öðlast meiri lífsfyllingu og er hamingjusamara. Hvað hefur þetta allt með árangur fyrirtækja að gera? Árangur fyrirtækja byggir að stærstum hluta á mannauði fyrirtækisins því það er sú breyta sem getur skapað fyrirtæki samkeppnisforskot. Helgun í starfi skiptir þar sköpum. Hvað er helgun og hvernig tengist hún hugarfari grósku? Helgun í starfi er orðin forgangsfókus hjá stjórnendum í hinu hraða hagkerfi nútímans, stjórnendur vita að helgun í starfi hefur mikil áhrif á árangur starfsmanna og að hún er nauðsynleg til vaxtar og þess að lifa af í samkeppninni. Niðurstöður af rannsókn á vegum Harward Business Review sýna að helgun í starfi hefur áhrif á frumkvæði og lausnamiðaða hugsun starfsmanna sem hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja. Af þessu má draga þá ályktun að fólk með gróskuhugarfar gefst síður upp, sér ný tækifæri og hugsar út fyrir boxið. Mögulega má draga þá ályktun að þeir sem hafa hugarfar grósku séu líklegri til að vera helgaðir í starfi og huga jafnframt að eigin velferð. Með þjálfun má efla og fjölga þeim sem hafa hugarfar grósku að leiðarljósi. Draga má þá ályktun að hugarfar grósku á meðal starfsfólks gæti því breytt árangri fyrirtækis úr því að vera góður í að vera framúrskarandi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun