Vill aðkomu fagfjárfesta að flugvellinum Davíð Stefánsson skrifar 18. september 2019 07:30 Konurnar voru að koma frá Belgíu þegar þær voru stöðvaðar á Keflavíkurflugvelli í lok ágúst. Vísir/vilhelm Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf., telur að skoða ætti aðkomu fjárfesta að félaginu til að tryggja fagþekkingu í rekstri og fyrirhugaðri uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. „Ég tel skynsamlegt að horfa með jákvæðum augum til þess að sækja viðbótarfjármögnun með viðbótarhlutafé,“ segir Sveinbjörn í viðtali við Markaðinn. Hann telur æskilegt að það fjármagn komi frá fagfjárfestum. „Ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta í alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur.“ Í kortunum kunna að vera talsverðar skipulagsbreytingar á Isavia. Forstjórinn segir að huga verði að því að skilja samkeppnishluta félagsins frá öðrum þáttum. „Við verðum líka að viðurkenna þá staðreynd að rekstur Keflavíkurflugvallar er sú eining sem ber langmestu áhættuna og er í raun eina einingin sem getur haft veruleg neikvæð áhrif á eigin fé Isavia. Það þarf því að meðhöndla þá áhættu í samræmi við það,“ segir hann en segir að ekki sé tímabært að svo stöddu að útlista í smáatriðum hvað í því felst. Hann segir að áhugasamir flugfjárfestar hafi verið í sambandi við Isavia. „Við tökum vel á móti öllum og það fá allir kynningu á því sem við erum að gera. Það er mikill áhugi á að koma að fjármögnun slíkra innviðaverkefna. Það er okkar mat að það sé ekki stórkostlega erfitt að fá inn fjárfesta í verkefnin sem fram undan eru á Keflavíkurflugvelli.“ Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir um 30 milljarða króna framkvæmdum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Sveinbjörn segir þetta vera risavaxin verkefni. „Í peningum verður fjárhæðin vel norðan við hundrað milljarða króna þegar uppbyggingaráætlunin er fullframkvæmd.“ Sveinbjörn segir mun meiri verðmæti felast í því fyrir Isavia að fá inn fagfjárfesta sem hafa þekkingu á rekstri flugvalla en í fjármununum sem slíkum. „Það er auðveldara að sækja fjármagnið en þekkinguna. En ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta á alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur. Við höfum á tiltölulega fáum árum vaxið úr litlum flugvelli í alþjóðlegan flugvöll með öllum þeim tækifærum og áskorunum sem því fylgir,“ segir hann. Að sögn Sveinbjörns hefur stjórn Isavia ekki rætt þetta sérstaklega. Þeir viti þó af heimsóknum áhugasamra fjárfesta. Aðspurður um hvort einhver vinna í þessa veru sé í gangi í fjármálaráðuneytinu telur hann svo ekki vera. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf., telur að skoða ætti aðkomu fjárfesta að félaginu til að tryggja fagþekkingu í rekstri og fyrirhugaðri uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. „Ég tel skynsamlegt að horfa með jákvæðum augum til þess að sækja viðbótarfjármögnun með viðbótarhlutafé,“ segir Sveinbjörn í viðtali við Markaðinn. Hann telur æskilegt að það fjármagn komi frá fagfjárfestum. „Ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta í alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur.“ Í kortunum kunna að vera talsverðar skipulagsbreytingar á Isavia. Forstjórinn segir að huga verði að því að skilja samkeppnishluta félagsins frá öðrum þáttum. „Við verðum líka að viðurkenna þá staðreynd að rekstur Keflavíkurflugvallar er sú eining sem ber langmestu áhættuna og er í raun eina einingin sem getur haft veruleg neikvæð áhrif á eigin fé Isavia. Það þarf því að meðhöndla þá áhættu í samræmi við það,“ segir hann en segir að ekki sé tímabært að svo stöddu að útlista í smáatriðum hvað í því felst. Hann segir að áhugasamir flugfjárfestar hafi verið í sambandi við Isavia. „Við tökum vel á móti öllum og það fá allir kynningu á því sem við erum að gera. Það er mikill áhugi á að koma að fjármögnun slíkra innviðaverkefna. Það er okkar mat að það sé ekki stórkostlega erfitt að fá inn fjárfesta í verkefnin sem fram undan eru á Keflavíkurflugvelli.“ Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir um 30 milljarða króna framkvæmdum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Sveinbjörn segir þetta vera risavaxin verkefni. „Í peningum verður fjárhæðin vel norðan við hundrað milljarða króna þegar uppbyggingaráætlunin er fullframkvæmd.“ Sveinbjörn segir mun meiri verðmæti felast í því fyrir Isavia að fá inn fagfjárfesta sem hafa þekkingu á rekstri flugvalla en í fjármununum sem slíkum. „Það er auðveldara að sækja fjármagnið en þekkinguna. En ef það kæmi hér inn erlendur fjárfestir sem sérhæfir sig í að fjárfesta á alþjóðlegum flugvöllum þá kemur með honum mikil þekking sem væri mjög jákvæð fyrir okkur. Við höfum á tiltölulega fáum árum vaxið úr litlum flugvelli í alþjóðlegan flugvöll með öllum þeim tækifærum og áskorunum sem því fylgir,“ segir hann. Að sögn Sveinbjörns hefur stjórn Isavia ekki rætt þetta sérstaklega. Þeir viti þó af heimsóknum áhugasamra fjárfesta. Aðspurður um hvort einhver vinna í þessa veru sé í gangi í fjármálaráðuneytinu telur hann svo ekki vera.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira