Reglur um kaupauka hygla stóru viðskiptabönkunum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. september 2019 07:45 Stefán Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Arctice Finance. Arctica Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance telur ekki ástæðu til að takmarka kaupaukagreiðslur verðbréfafyrirtækja og viðskiptabanka með sama hætti. Fyrirhugað frumvarp um kaupaukagreiðslur gangi lengra en efni standi til. Þetta kemur fram í umsögn Arctica Finance um frumvarpsdrög sem byggja á Evróputilskipuninni MiFID2 og reglugerðinni MiFIR. Íslenska verðbréfafyrirtækið bendir á að frumvarpið feli í sér mun meiri takmarkanir á kaupaukagreiðslum en gert er ráð fyrir í tilskipuninni. Þannig heimili önnur Norðurlönd mun meira svigrúm við greiðslu kaupauka þó að reglurnar byggi á sömu tilskipun. Stjórnendur Arctica Finance segja jafnframt óeðlilegt að minni fjármálafyrirtæki lúti sömu reglum og kerfislega mikilvæg fyrirtæki. „Minni fjármálafyrirtæki eru ekki kerfislega mikilvæg og ljóst er að ríkið muni ekki hlaupa undir bagga með þeim ef að kreppir í efnahagslífinu og því útilokað að ríkissjóður eða almenningur verði fyrir beinum eða óbeinum kostnaði af kaupaukagreiðslum þeirra fyrirtækja,“ segir í umsögninni. Þá eigi smærri fjármálafyrirtæki undir högg að sækja í samkeppni við stóru viðskiptabankana sem hafa meira svigrúm til að koma til móts við launakröfur starfsmanna. „Kaupaukareglurnar eru sérstaklega íþyngjandi gagnvart smærri fjármálafyrirtækjum sem eiga ekki kost á að halda grunnlaunum starfsmanna niðri en umbuna í stað starfsmönnum í takt við árangur fyrirtækisins.“ Fjármálaeftirlitið sektaði Arctica Finance um 72 milljónir árið 2017 vegna greiðslna sem verðbréfafyrirtækið innti af hendi til tiltekinna starfsmanna sinna á árunum 2012 til 2015. Héraðsdómur lækkaði stjórnvaldssektina úr 72 milljónum króna í 24 milljónir króna og þannig bar íslenska ríkinu að endurgreiða 48 milljónir króna með dráttarvöxtum. Arctica hafði krafist ógildingar á ákvörðuninni og áfrýjaði dómnum. – þfh Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance telur ekki ástæðu til að takmarka kaupaukagreiðslur verðbréfafyrirtækja og viðskiptabanka með sama hætti. Fyrirhugað frumvarp um kaupaukagreiðslur gangi lengra en efni standi til. Þetta kemur fram í umsögn Arctica Finance um frumvarpsdrög sem byggja á Evróputilskipuninni MiFID2 og reglugerðinni MiFIR. Íslenska verðbréfafyrirtækið bendir á að frumvarpið feli í sér mun meiri takmarkanir á kaupaukagreiðslum en gert er ráð fyrir í tilskipuninni. Þannig heimili önnur Norðurlönd mun meira svigrúm við greiðslu kaupauka þó að reglurnar byggi á sömu tilskipun. Stjórnendur Arctica Finance segja jafnframt óeðlilegt að minni fjármálafyrirtæki lúti sömu reglum og kerfislega mikilvæg fyrirtæki. „Minni fjármálafyrirtæki eru ekki kerfislega mikilvæg og ljóst er að ríkið muni ekki hlaupa undir bagga með þeim ef að kreppir í efnahagslífinu og því útilokað að ríkissjóður eða almenningur verði fyrir beinum eða óbeinum kostnaði af kaupaukagreiðslum þeirra fyrirtækja,“ segir í umsögninni. Þá eigi smærri fjármálafyrirtæki undir högg að sækja í samkeppni við stóru viðskiptabankana sem hafa meira svigrúm til að koma til móts við launakröfur starfsmanna. „Kaupaukareglurnar eru sérstaklega íþyngjandi gagnvart smærri fjármálafyrirtækjum sem eiga ekki kost á að halda grunnlaunum starfsmanna niðri en umbuna í stað starfsmönnum í takt við árangur fyrirtækisins.“ Fjármálaeftirlitið sektaði Arctica Finance um 72 milljónir árið 2017 vegna greiðslna sem verðbréfafyrirtækið innti af hendi til tiltekinna starfsmanna sinna á árunum 2012 til 2015. Héraðsdómur lækkaði stjórnvaldssektina úr 72 milljónum króna í 24 milljónir króna og þannig bar íslenska ríkinu að endurgreiða 48 milljónir króna með dráttarvöxtum. Arctica hafði krafist ógildingar á ákvörðuninni og áfrýjaði dómnum. – þfh
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira