Tíðablóð í auglýsingum í góðu lagi í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 10:31 Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna. Opinber nefnd sem afgreiðir kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið reglur með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn. Fyrirtækið sýndi í síðasta mánuði auglýsingar sem sýna hvernig konur upplifa tíðir. Þær auglýsingar innihéldu meðal annars myndefni af ungri konu fjarlægja blóðugt dömubindi úr brókum sínum og konu í sturtu þar sem tíðablóð rann niður læri hennar. Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna, samkvæmt ABC News í Ástralíu. Þónokkrir sem sendu inn kvartanir sögðu auglýsingarnar vera „ógeðslegar“ og kvartanir sneru einnig að því að auglýsingarnar væru óviðeigandi, óþarfar, móðgandi, óhugnanlegar og ekki við hæfi barna.Einn sem kvartaði sagði að „seyting líkamsvessa“ ætti ekki að sjást í sjónvarpsauglýsingum. Einn sagði þær vera ógeðslegar og lítillækkandi gagnvart konum. Aðrir kvörtuðu yfir því að auglýsingarnar, sem voru sýndar eftir klukkan sjö á kvöldin, hafi leitt til þess að börn spurðu út í tíðir. „Ég er miður mín yfir því að Libra hafi ákveðið hvenær ég ræddi við sjö ára dóttur mína um tíðir,“ kvartaði einn aðili. Annar sagði myndefni auglýsinganna ekki eiga heima í sjónvarpi, sama á hvaða tíma þær væru sýndar. „Að sýna blæðandi stúlkur er rangt, hvaða tíma dags sem er,“ sagði sá. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að engar reglur hafi verið brotnar. Það að einhverjum væri illa við blóð félli ekki undir reglur varðandi auglýsingar. Nefndin sagði auglýsingarnar lið í herferð sem ætlað væri að sýna að tíðir væru eðlilegur hluti af tilverunni. Forsvarsmenn Asaleo Care segja rannsóknir fyrirtækisins sýna fram á að konur upplifðu mikla fordóma gagnvart tíðum og flestar þeirra legðu mikið á sig til að hylma yfir tíðir sínar.Hér má sjá eina af auglýsingunum sem um ræðir og svo lengri útgáfu sem Asaleo Care birti á eingöngu á netinu. Ástralía Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Opinber nefnd sem afgreiðir kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið reglur með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn. Fyrirtækið sýndi í síðasta mánuði auglýsingar sem sýna hvernig konur upplifa tíðir. Þær auglýsingar innihéldu meðal annars myndefni af ungri konu fjarlægja blóðugt dömubindi úr brókum sínum og konu í sturtu þar sem tíðablóð rann niður læri hennar. Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna, samkvæmt ABC News í Ástralíu. Þónokkrir sem sendu inn kvartanir sögðu auglýsingarnar vera „ógeðslegar“ og kvartanir sneru einnig að því að auglýsingarnar væru óviðeigandi, óþarfar, móðgandi, óhugnanlegar og ekki við hæfi barna.Einn sem kvartaði sagði að „seyting líkamsvessa“ ætti ekki að sjást í sjónvarpsauglýsingum. Einn sagði þær vera ógeðslegar og lítillækkandi gagnvart konum. Aðrir kvörtuðu yfir því að auglýsingarnar, sem voru sýndar eftir klukkan sjö á kvöldin, hafi leitt til þess að börn spurðu út í tíðir. „Ég er miður mín yfir því að Libra hafi ákveðið hvenær ég ræddi við sjö ára dóttur mína um tíðir,“ kvartaði einn aðili. Annar sagði myndefni auglýsinganna ekki eiga heima í sjónvarpi, sama á hvaða tíma þær væru sýndar. „Að sýna blæðandi stúlkur er rangt, hvaða tíma dags sem er,“ sagði sá. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að engar reglur hafi verið brotnar. Það að einhverjum væri illa við blóð félli ekki undir reglur varðandi auglýsingar. Nefndin sagði auglýsingarnar lið í herferð sem ætlað væri að sýna að tíðir væru eðlilegur hluti af tilverunni. Forsvarsmenn Asaleo Care segja rannsóknir fyrirtækisins sýna fram á að konur upplifðu mikla fordóma gagnvart tíðum og flestar þeirra legðu mikið á sig til að hylma yfir tíðir sínar.Hér má sjá eina af auglýsingunum sem um ræðir og svo lengri útgáfu sem Asaleo Care birti á eingöngu á netinu.
Ástralía Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira