Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Ari Brynjólfsson skrifar 19. september 2019 06:45 Formaður segir byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi vera langt komna. Fréttablaðið/Anton Brink Tryggja þarf að stjórnarmenn í byggðasamlögum á borð við Sorpu sitji lengur en eitt kjörtímabil. Um þetta eru viðmælendur Fréttablaðsins sem þekkja vel til slíkra mála sammála. Samþykkt var í borgarstjórn á þriðjudagskvöld að Reykjavíkurborg ábyrgist 990 milljóna króna lán til Sorpu til að klára byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi. Núverandi stjórn Sorpu tók við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra, í vetur voru lagðar fram fjórar framvinduskýrslur um framkvæmdina. Í janúar sagði Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, stjórninni að verkið væri á áætlun miðað við útboð. Tvær aðrar slíkar kynningar fóru fram í apríl og maí. Í júlí síðastliðnum kom svo fram að ekki var gert ráð fyrir 719 milljóna kostnaði í tækjabúnað og 637 milljónum króna í jarðvinnu. Alls gerir þetta tæplega 1,4 milljarða króna.Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ.„Stjórnin samþykkti á síðasta fundi að fela mér og varaformanni stjórnar að fá óháðan aðila til að taka út starfsemi félagsins. Það er stjórnarfundur á föstudaginn í næstu viku, ég geri ráð fyrir að leggja fram tillögu þar að lútandi,“ segir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu. Verkið sé klárað að þremur fjórðu og því kemur ekki til greina af hans hálfu að stöðva framkvæmdir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er óánægja meðal bæjarfulltrúa með stjórnleysi innan Sorpu. Er það vegna þess að skipt sé svo oft um stjórn að enginn nema framkvæmdastjóri hafi í raun yfirsýn yfir öll verkefnin. Er það upplifun eins viðmælenda Fréttablaðsins að stjórnin virki frekar eins og nefnd sem taki við skilaboðum frá eigendum og framkvæmdastjóra. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF/Viðreisnar í Kópavogi, hefur lagt fram tillögu um að neyðarstjórn taki við verkefninu. „Það þarf sérfræðinga í mannvirkjagerð til að klára þetta verkefni og svo til að fara ofan í kjölinn á áætlunum og allri ákvarðanatöku í fyrirtækinu. Verkið er ekki búið og því getur það hæglega gerst að kostnaðurinn aukist enn frekar.“ Þar að auki vill hún endurskoða fyrirkomulag byggðasamlaga í heild.Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu.Undir þetta taka fleiri bæjarfulltrúar flokksins, þar á meðal Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. „Það eru bara fulltrúar meirihlutans í stjórnunum, síðan eru það bæjarstjórarnir sem taka ákvarðanirnar sem eigendur,“ segir Sara. „Með núverandi fyrirkomulagi koma þessi mál aldrei beint inn á borð til okkar, nema þá bara í gegnum fundargerðir á bæjarstjórnarfundum þar sem þær renna ljúft í gegn. Þar mætti þeim fulltrúa sem á sæti í þessum stjórna renna blóðið til skyldunnar og vera betur upplýsandi þegar eins umfangsmikil mál dúkka upp og Sorpumálið er.“ Birkir Jón segir það ekki vænlegt að skipa neyðarstjórn yfir Sorpu. „Framkvæmdirnar eru á áætlun, það sem menn hafa sett út á er hvernig staðið var að málum í upphafi. Mér finnst rétt að halda því í þeim farvegi sem það er í, enda ganga verklegir hlutar vel.“ Það sem skiptir meira máli að mati Birkis er að það sé stöðugleiki í stjórnarsetu. „Það er mjög mikilvægt að þekking í stjórn félags fari ekki út á einu augabragði á fjögurra ára fresti,“ segir Birkir. „Það er margt annað við stjórn félagsins sem þarf að skoða, sem ég á von á að sjá í úttektinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Tryggja þarf að stjórnarmenn í byggðasamlögum á borð við Sorpu sitji lengur en eitt kjörtímabil. Um þetta eru viðmælendur Fréttablaðsins sem þekkja vel til slíkra mála sammála. Samþykkt var í borgarstjórn á þriðjudagskvöld að Reykjavíkurborg ábyrgist 990 milljóna króna lán til Sorpu til að klára byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi. Núverandi stjórn Sorpu tók við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra, í vetur voru lagðar fram fjórar framvinduskýrslur um framkvæmdina. Í janúar sagði Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, stjórninni að verkið væri á áætlun miðað við útboð. Tvær aðrar slíkar kynningar fóru fram í apríl og maí. Í júlí síðastliðnum kom svo fram að ekki var gert ráð fyrir 719 milljóna kostnaði í tækjabúnað og 637 milljónum króna í jarðvinnu. Alls gerir þetta tæplega 1,4 milljarða króna.Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ.„Stjórnin samþykkti á síðasta fundi að fela mér og varaformanni stjórnar að fá óháðan aðila til að taka út starfsemi félagsins. Það er stjórnarfundur á föstudaginn í næstu viku, ég geri ráð fyrir að leggja fram tillögu þar að lútandi,“ segir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu. Verkið sé klárað að þremur fjórðu og því kemur ekki til greina af hans hálfu að stöðva framkvæmdir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er óánægja meðal bæjarfulltrúa með stjórnleysi innan Sorpu. Er það vegna þess að skipt sé svo oft um stjórn að enginn nema framkvæmdastjóri hafi í raun yfirsýn yfir öll verkefnin. Er það upplifun eins viðmælenda Fréttablaðsins að stjórnin virki frekar eins og nefnd sem taki við skilaboðum frá eigendum og framkvæmdastjóra. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF/Viðreisnar í Kópavogi, hefur lagt fram tillögu um að neyðarstjórn taki við verkefninu. „Það þarf sérfræðinga í mannvirkjagerð til að klára þetta verkefni og svo til að fara ofan í kjölinn á áætlunum og allri ákvarðanatöku í fyrirtækinu. Verkið er ekki búið og því getur það hæglega gerst að kostnaðurinn aukist enn frekar.“ Þar að auki vill hún endurskoða fyrirkomulag byggðasamlaga í heild.Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu.Undir þetta taka fleiri bæjarfulltrúar flokksins, þar á meðal Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. „Það eru bara fulltrúar meirihlutans í stjórnunum, síðan eru það bæjarstjórarnir sem taka ákvarðanirnar sem eigendur,“ segir Sara. „Með núverandi fyrirkomulagi koma þessi mál aldrei beint inn á borð til okkar, nema þá bara í gegnum fundargerðir á bæjarstjórnarfundum þar sem þær renna ljúft í gegn. Þar mætti þeim fulltrúa sem á sæti í þessum stjórna renna blóðið til skyldunnar og vera betur upplýsandi þegar eins umfangsmikil mál dúkka upp og Sorpumálið er.“ Birkir Jón segir það ekki vænlegt að skipa neyðarstjórn yfir Sorpu. „Framkvæmdirnar eru á áætlun, það sem menn hafa sett út á er hvernig staðið var að málum í upphafi. Mér finnst rétt að halda því í þeim farvegi sem það er í, enda ganga verklegir hlutar vel.“ Það sem skiptir meira máli að mati Birkis er að það sé stöðugleiki í stjórnarsetu. „Það er mjög mikilvægt að þekking í stjórn félags fari ekki út á einu augabragði á fjögurra ára fresti,“ segir Birkir. „Það er margt annað við stjórn félagsins sem þarf að skoða, sem ég á von á að sjá í úttektinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira