Tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum upp á skólastyrk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 09:30 Spánverjinn Coque Lopez keppir í rafíþróttum. Getty/Jack Thomas Fjölmargir íslenskir íþróttamenn hafa komist til Bandaríkjanna á skólastyrk í gegnum tíðina vegna færni sinnar í íþróttum eins og fótbolta eða körfubolta. Nú geta öflugir íslenskir tölvuleikjaspilarar átt möguleika á því að fara sömu leið. Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum en það að spila tölvuleiki hefur lengi ekki eiga neitt skylt við íþróttir. Það er hins vegar mikið breytt í dag, bæði hér á landi og erlendis. Íslenskar rafíþróttir eru nú komnar undir einn hatt síðan að Rafíþróttasamtök Íslands voru stofnuð. Rafíþróttasamtök Íslands bauð upp á keppni í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur sem var stærsti rafíþróttaviðburður Íslands frá upphafi. En aftur af Bandaríkjunum og ástæðunni fyrir pælingum um mögulega skólastyrki fyrir íslenska tölvuleikjaspilara. Skólastyrkjum fyrir rafíþróttafólk hefur nefnilega fjölgað gríðarlega í bandarískum háskólum eins og sjá má hér fyrir neðan.200 schools now offer esports scholarships, giving gaming students a total of $15 million. https://t.co/hxxpXemBtO — Darren Rovell (@darrenrovell) September 18, 2019Þar kemur fram að tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum skólastyrk og setja samtals alls fimmtán milljónir Bandaríkjadala í þá styrki eða 1,8 milljarði íslenskra króna. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum en fyrir aðeins tveimur árum voru skólarnir 60 og upphæðin fjórar milljónir dollara. Árið 2014, fyrir aðeins fimm árum, var aðeins einn skóli sem bauð upp á skólastyrk fyrir rafíþróttafólk. Robert Morris University steig fyrsta skrefið árið 2014 en árið eftir voru skólarnir orðnir þrír og tveimur árum seinna voru þeir fimmtán. Í ár hefur skólunum síðan fjölgað um 140 eða úr 60 upp í 200. Rafíþróttir eru í miklum vexti í heiminum og vel heppnað heimsmeistaramót í Fortnite tölvuleiknum fyrr á þessu ári er gott dæmi um það. Hinn sextán ára gamli Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí og vann sér inn 3 milljónir Bandaríkjadala eða 372 milljónir íslenskra króna. Það gæti því orðið erfitt fyrir foreldra að halda því fram árið 2019 að börnin þeirra hafi ekkert upp úr tölvuleikjaspili í framtíðinni. Krakkarnir geta nú bæði unnið til stórra peningaverðlauna á rafíþróttamótum og einnig tryggt sér verðmæta skólastyrki.Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí.Getty/Mike Stobe Rafíþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sjá meira
Fjölmargir íslenskir íþróttamenn hafa komist til Bandaríkjanna á skólastyrk í gegnum tíðina vegna færni sinnar í íþróttum eins og fótbolta eða körfubolta. Nú geta öflugir íslenskir tölvuleikjaspilarar átt möguleika á því að fara sömu leið. Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum en það að spila tölvuleiki hefur lengi ekki eiga neitt skylt við íþróttir. Það er hins vegar mikið breytt í dag, bæði hér á landi og erlendis. Íslenskar rafíþróttir eru nú komnar undir einn hatt síðan að Rafíþróttasamtök Íslands voru stofnuð. Rafíþróttasamtök Íslands bauð upp á keppni í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur sem var stærsti rafíþróttaviðburður Íslands frá upphafi. En aftur af Bandaríkjunum og ástæðunni fyrir pælingum um mögulega skólastyrki fyrir íslenska tölvuleikjaspilara. Skólastyrkjum fyrir rafíþróttafólk hefur nefnilega fjölgað gríðarlega í bandarískum háskólum eins og sjá má hér fyrir neðan.200 schools now offer esports scholarships, giving gaming students a total of $15 million. https://t.co/hxxpXemBtO — Darren Rovell (@darrenrovell) September 18, 2019Þar kemur fram að tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum skólastyrk og setja samtals alls fimmtán milljónir Bandaríkjadala í þá styrki eða 1,8 milljarði íslenskra króna. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum en fyrir aðeins tveimur árum voru skólarnir 60 og upphæðin fjórar milljónir dollara. Árið 2014, fyrir aðeins fimm árum, var aðeins einn skóli sem bauð upp á skólastyrk fyrir rafíþróttafólk. Robert Morris University steig fyrsta skrefið árið 2014 en árið eftir voru skólarnir orðnir þrír og tveimur árum seinna voru þeir fimmtán. Í ár hefur skólunum síðan fjölgað um 140 eða úr 60 upp í 200. Rafíþróttir eru í miklum vexti í heiminum og vel heppnað heimsmeistaramót í Fortnite tölvuleiknum fyrr á þessu ári er gott dæmi um það. Hinn sextán ára gamli Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí og vann sér inn 3 milljónir Bandaríkjadala eða 372 milljónir íslenskra króna. Það gæti því orðið erfitt fyrir foreldra að halda því fram árið 2019 að börnin þeirra hafi ekkert upp úr tölvuleikjaspili í framtíðinni. Krakkarnir geta nú bæði unnið til stórra peningaverðlauna á rafíþróttamótum og einnig tryggt sér verðmæta skólastyrki.Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí.Getty/Mike Stobe
Rafíþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sjá meira