„Ég var eina konan í úrslitunum mínum á ÓL í Ríó“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 15:30 McKenna Dahl. Mynd/paralympic.org Foreldrum McKennu Dahl var sagt að hún ætti aldrei að geta gengið, talað eða lesið en hún hefur sett stefnuna á gull á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó á næsta ári. McKenna Dahl varð fyrsta bandaríska konan til að vinna verðlaun í skotíþróttum á leikunum á Ríó 2016 en hún fékk þá bronsverðlaun í keppni með loftriffli af tíu metra færi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel hjá henni síðan en McKenna Dahl hefur engu að síður sett stefnuna á það að vinna verðlaun á ÓL í Tókýó 2020. Hún byrjaði tólf ára gömul að skjóta en hafði upphaflega keppt í hjólastólakörfubolta. Hún valdi skotíþróttina af því að það var einstaklingsíþrótt. Breska ríkisútvarpið fjallaði um McKenna Dahl á vef sínum með myndbandi sem má sjá hér. „Þegar ég keppti í úrslitunum í Ríó þá var ég eina konan og líka yngsti keppandinn. Það var áhugaverð staða fyrir mig að fara inn í úrslitin vitandi það að ég var bara að fara keppa við karlmenn og svo var líka langyngst líka,“ sagði McKenna Dahl. „Foreldrarnir mínir gátu komið til Ríó og séð mig keppa. Þegar ég keppti um bronsið þá gat mamma hjálpað mér með hárið og ég fékk faðmlag frá pabba,“ sagði McKenna en það var faðir hennar sem setti upp skotaðstöðu fyrir hana í garðinum á heimili þeirra í Seattle. „Ég væri ekki hér án þeirra,“ sagði McKenna Dahl.Dahl McKenna wins the first EVER female shooting medal for Team USA! #bronze#Rio2016#Paralympic Moment of the day! https://t.co/ZcLKTIBQ81 — Shooting Para Sport (@ShootingPara) September 14, 2016 „Þegar ég fæddist þá var sagt við foreldra mína að ég myndi aldrei getað gengið, talað, lesið eða haldið í við jafnaldra mína. Ég var sex ára gömul þegar ég fór í búðir fyrir fötluð börn og einn af umsjónarmaður þeirra hafði verið í hernum. Hann bauð upp á það að fara að skjóta á útiskotsvæði á morganna. Ég fékk þá að skjóta með stóru krökkunum og féll alveg fyrir því,“ sagði McKenna Dahl. „Ég er mjög spennt fyrir að fá annan möguleika til að keppa fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikum og fá annað tækifæri til að komast upp á verðlaunapallinn. Ég sé fyrir mér að ég komist efst á pallinn í Tókýó,“ sagði McKenna Dahl. Ólympíuleikar Skotíþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Sjá meira
Foreldrum McKennu Dahl var sagt að hún ætti aldrei að geta gengið, talað eða lesið en hún hefur sett stefnuna á gull á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó á næsta ári. McKenna Dahl varð fyrsta bandaríska konan til að vinna verðlaun í skotíþróttum á leikunum á Ríó 2016 en hún fékk þá bronsverðlaun í keppni með loftriffli af tíu metra færi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel hjá henni síðan en McKenna Dahl hefur engu að síður sett stefnuna á það að vinna verðlaun á ÓL í Tókýó 2020. Hún byrjaði tólf ára gömul að skjóta en hafði upphaflega keppt í hjólastólakörfubolta. Hún valdi skotíþróttina af því að það var einstaklingsíþrótt. Breska ríkisútvarpið fjallaði um McKenna Dahl á vef sínum með myndbandi sem má sjá hér. „Þegar ég keppti í úrslitunum í Ríó þá var ég eina konan og líka yngsti keppandinn. Það var áhugaverð staða fyrir mig að fara inn í úrslitin vitandi það að ég var bara að fara keppa við karlmenn og svo var líka langyngst líka,“ sagði McKenna Dahl. „Foreldrarnir mínir gátu komið til Ríó og séð mig keppa. Þegar ég keppti um bronsið þá gat mamma hjálpað mér með hárið og ég fékk faðmlag frá pabba,“ sagði McKenna en það var faðir hennar sem setti upp skotaðstöðu fyrir hana í garðinum á heimili þeirra í Seattle. „Ég væri ekki hér án þeirra,“ sagði McKenna Dahl.Dahl McKenna wins the first EVER female shooting medal for Team USA! #bronze#Rio2016#Paralympic Moment of the day! https://t.co/ZcLKTIBQ81 — Shooting Para Sport (@ShootingPara) September 14, 2016 „Þegar ég fæddist þá var sagt við foreldra mína að ég myndi aldrei getað gengið, talað, lesið eða haldið í við jafnaldra mína. Ég var sex ára gömul þegar ég fór í búðir fyrir fötluð börn og einn af umsjónarmaður þeirra hafði verið í hernum. Hann bauð upp á það að fara að skjóta á útiskotsvæði á morganna. Ég fékk þá að skjóta með stóru krökkunum og féll alveg fyrir því,“ sagði McKenna Dahl. „Ég er mjög spennt fyrir að fá annan möguleika til að keppa fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikum og fá annað tækifæri til að komast upp á verðlaunapallinn. Ég sé fyrir mér að ég komist efst á pallinn í Tókýó,“ sagði McKenna Dahl.
Ólympíuleikar Skotíþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Sjá meira