Rakarastofa og bíósalur í nýrri geggjaðri æfingaaðstöðu Golden State Warriors Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 10:30 Nýr búningsklefi Golden State Warriors. Mynd/Warriors.com Chase Center er nýjasta íþróttahöllin í NBA-deildinni í körfubolta en Golden State Warriors liðið er flutt í þessa nýju höll í San Francisco og spilar þar 2019-20 tímabilið. Það er ekki aðeins höllin sjálf sem er geggjuð. Það er nefnilega allt til alls í Chase Center höllinni því auk sjálfs salarins þar sem leikirnir fara fram og pláss er fyrir átján þúsund áhorfendur og ótal svítur þá er öll æfingaaðstaða Golden State Warriors einnig í byggingunni. Æfingamiðstöðin hefur fengið nafnið Biofreeze Center og Golden State Warriors var að kynna það fyrir bandarískum fjölmiðlum í gær.The facility features: ° Two full-length basketball courts + six hoops 4,000-square-foot weight room Training and treatment areas with a sauna Cryo treatment chamber + hydro room with float tanks Team locker room + lounge Barbershop and theater pic.twitter.com/8W1VkPDXiK — Front Office Sports (@frntofficesport) September 18, 2019Það er svo sannarlega allt í boði í æfingamiðstöðinni sem var sett saman út frá bæði hæstu stöðlum sem og nýjustu tækni. Leikmenn Golden State Warriors ættu að geta sótt sér þar alla þá þjónustu sem þeir þurfa til að halda við skrokkum sínum á löngu og erfiðu tímabili. Í æfingamiðstöðinni eru tveir æfingavellir með sex körfum en það er einnig bíósalur þar sem leikmenn Warriors geta bæði horft á myndbönd með væntanlegum mótherjum eða nýjustu kvikmyndirnar.the @warriors studio team makes me look goooooood! like what you see, Twitter friends? pic.twitter.com/WiW7AhkMs7 — Biofreeze Performance Center (@dubs_training) September 19, 2019 Þarna er líka 372 fermetra lyftingarsalur búinn öllum tækjum og tólum og eftir æfingar geta leikmenn sótt sér alla hugsanlega meðferð eins og með að fara í frystiklefa, flotlaugar eða gufubað. Síðasta en ekki síst þá geta leikmenn einnig farið í klippingu í miðstöðinni því þar er rakarastofa. Leikmenn Golden State Warriors þurfa því ekki að leita mikið út fyrir Biofreeze Center á tímabilinu. Það má ekki gleyma búningsklefa Golden State Warriors liðsins sem er hannaður eins og virðingarvottur til gömlu Oracle Arena í Oakland sem félagið er nú að yfirgefa. Íslandsvinurinn Stephen Curry hitti Rachel Nichols á ESPN í Biofreeze Center og fór með hana í smá skoðunarferð eins og sjá má hér fyrir neðan.Steph Curry takes me on an exclusive tour of the new Biofreeze Center, where the Warriors will practice this year, and it's INSANE (facial recognition technology! sleep pods!). We also talk his MVP hopes, KD's departure, and the 2020 Olympics (he's in). pic.twitter.com/LN8aVC1vGh — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 18, 2019 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Chase Center er nýjasta íþróttahöllin í NBA-deildinni í körfubolta en Golden State Warriors liðið er flutt í þessa nýju höll í San Francisco og spilar þar 2019-20 tímabilið. Það er ekki aðeins höllin sjálf sem er geggjuð. Það er nefnilega allt til alls í Chase Center höllinni því auk sjálfs salarins þar sem leikirnir fara fram og pláss er fyrir átján þúsund áhorfendur og ótal svítur þá er öll æfingaaðstaða Golden State Warriors einnig í byggingunni. Æfingamiðstöðin hefur fengið nafnið Biofreeze Center og Golden State Warriors var að kynna það fyrir bandarískum fjölmiðlum í gær.The facility features: ° Two full-length basketball courts + six hoops 4,000-square-foot weight room Training and treatment areas with a sauna Cryo treatment chamber + hydro room with float tanks Team locker room + lounge Barbershop and theater pic.twitter.com/8W1VkPDXiK — Front Office Sports (@frntofficesport) September 18, 2019Það er svo sannarlega allt í boði í æfingamiðstöðinni sem var sett saman út frá bæði hæstu stöðlum sem og nýjustu tækni. Leikmenn Golden State Warriors ættu að geta sótt sér þar alla þá þjónustu sem þeir þurfa til að halda við skrokkum sínum á löngu og erfiðu tímabili. Í æfingamiðstöðinni eru tveir æfingavellir með sex körfum en það er einnig bíósalur þar sem leikmenn Warriors geta bæði horft á myndbönd með væntanlegum mótherjum eða nýjustu kvikmyndirnar.the @warriors studio team makes me look goooooood! like what you see, Twitter friends? pic.twitter.com/WiW7AhkMs7 — Biofreeze Performance Center (@dubs_training) September 19, 2019 Þarna er líka 372 fermetra lyftingarsalur búinn öllum tækjum og tólum og eftir æfingar geta leikmenn sótt sér alla hugsanlega meðferð eins og með að fara í frystiklefa, flotlaugar eða gufubað. Síðasta en ekki síst þá geta leikmenn einnig farið í klippingu í miðstöðinni því þar er rakarastofa. Leikmenn Golden State Warriors þurfa því ekki að leita mikið út fyrir Biofreeze Center á tímabilinu. Það má ekki gleyma búningsklefa Golden State Warriors liðsins sem er hannaður eins og virðingarvottur til gömlu Oracle Arena í Oakland sem félagið er nú að yfirgefa. Íslandsvinurinn Stephen Curry hitti Rachel Nichols á ESPN í Biofreeze Center og fór með hana í smá skoðunarferð eins og sjá má hér fyrir neðan.Steph Curry takes me on an exclusive tour of the new Biofreeze Center, where the Warriors will practice this year, and it's INSANE (facial recognition technology! sleep pods!). We also talk his MVP hopes, KD's departure, and the 2020 Olympics (he's in). pic.twitter.com/LN8aVC1vGh — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 18, 2019
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira