Trudeau man ekki hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2019 22:45 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur þurft að svara fyrir hneykslismál undanfarið. vísir/getty Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, treystir sér ekki til að segja til um hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart. Hann geti ekki munað það enda hafi hann ekki munað eftir þeim þremur tilvikum sem fjölmiðlar hafa fjallað um í gær og í dag. Tvær myndir og eitt myndband hafa birst í fjölmiðlum af forsætisráðherranum þar sem hann hefur litað andlitið svart. Myndbandið er frá tíunda áratugnum þegar Trudeau var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Önnur myndin er frá 2001 og hin frá því hann var í gagnfræðaskóla. Trudeau baðst afsökunar á myndinni frá 2001 í nótt og í dag baðst hann aftur afsökunar eftir að hin myndin og myndbandið voru birt. Málið þykir vandræðalegt fyrir Trudeau enda hefur hann sem stjórnmálamaður komið fram sem sá sem berst fyrir félagslegu réttlæti og fjölbreytileika í samfélaginu. Það þykir hins vegar rasískt þegar hvítt fólk málar andlitið á sér svart.Trudeau ávarpaði fjölmiðla í Winnipeg í dag. „Að mála andlitið á sér svart, sama hvert samhengið er eða aðstæðurnar, er alltaf óásættanlegt vegna þeirrar rasísku sögu sem tengist slíkum gjörningi. Ég hefði átt að skilja þetta þá og ég hefði aldrei átt að gera þetta,“ sagði Trudeau. Bætti hann við að hann hefði brugðist mörgum og bað um fyrirgefningu. Sagði forsætisráðherrann að það að hann hefði ekki áttað sig á því hversu særandi þetta væri fyrir þá sem búa við mismunun á hverjum væri vegna mikillar forréttindablindu hans. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku fóru að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikilla vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau í aðdraganda þingkosninga í Kanada sem fara fram þann 21. október. Hefur hann verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega af spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið. Kanada Tengdar fréttir Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00 Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, treystir sér ekki til að segja til um hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart. Hann geti ekki munað það enda hafi hann ekki munað eftir þeim þremur tilvikum sem fjölmiðlar hafa fjallað um í gær og í dag. Tvær myndir og eitt myndband hafa birst í fjölmiðlum af forsætisráðherranum þar sem hann hefur litað andlitið svart. Myndbandið er frá tíunda áratugnum þegar Trudeau var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Önnur myndin er frá 2001 og hin frá því hann var í gagnfræðaskóla. Trudeau baðst afsökunar á myndinni frá 2001 í nótt og í dag baðst hann aftur afsökunar eftir að hin myndin og myndbandið voru birt. Málið þykir vandræðalegt fyrir Trudeau enda hefur hann sem stjórnmálamaður komið fram sem sá sem berst fyrir félagslegu réttlæti og fjölbreytileika í samfélaginu. Það þykir hins vegar rasískt þegar hvítt fólk málar andlitið á sér svart.Trudeau ávarpaði fjölmiðla í Winnipeg í dag. „Að mála andlitið á sér svart, sama hvert samhengið er eða aðstæðurnar, er alltaf óásættanlegt vegna þeirrar rasísku sögu sem tengist slíkum gjörningi. Ég hefði átt að skilja þetta þá og ég hefði aldrei átt að gera þetta,“ sagði Trudeau. Bætti hann við að hann hefði brugðist mörgum og bað um fyrirgefningu. Sagði forsætisráðherrann að það að hann hefði ekki áttað sig á því hversu særandi þetta væri fyrir þá sem búa við mismunun á hverjum væri vegna mikillar forréttindablindu hans. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku fóru að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikilla vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau í aðdraganda þingkosninga í Kanada sem fara fram þann 21. október. Hefur hann verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega af spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið.
Kanada Tengdar fréttir Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00 Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00
Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03
Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49