Liðin mættust á Ólympíuleikvanginum í Munchen þann 1. september en Englendingar voru sterkari á öllum sviðum fótboltans.
#OnThisDay in 2001, Germany lost 5-1 to England in World Cup Qualifying. pic.twitter.com/F9JWmVP4Q1
— DW Sports (@dw_sports) September 1, 2019
Michael Owen, þá framherji Liverpool, var funheitur í liði Englands og skoraði þrjú mörk en hin mörkin skoruðu Steven Gerrard og Emil Heskey.
Þeir voru allir á mála hjá Liverpool er leikurinn var spilaður fyrir framan 63 þúsund manns í Munchen en Carsten Jancker kom Þýskalandi yfir í leiknum.