Fótbolti

Daníel Leó kallaður inn í landsliðið í stað Sverris Inga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel Leó hefur leikið með Ålesund undanfarin fjögur ár.
Daníel Leó hefur leikið með Ålesund undanfarin fjögur ár. vísir/getty
Daníel Leó Grétarsson, leikmaður Ålesund í norsku B-deildinni, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020.

Grindvíkingurinn kemur inn í hópinn fyrir Sverri Inga Ingason, leikmann PAOK.

Daníel, sem er 23 ára, hefur ekki leikið A-landsleik en á 16 leiki að baki með yngri landsliðunum.

Hann hefur leikið með Ålesund síðan 2015 en hann kom til liðsins frá Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×