Átroðningur í Námafjalli sérstaklega áberandi í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 14:45 Greinilegur slóði hefur myndast í hlíð Námafjalls fyrir ofan hverasvæðið. Myndin var tekin 21. ágúst. Vísir/Kjartan Áberandi slóði eftir ferðamenn setur nú svip sinn á Námafjall í Skútustaðahreppi þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi takmarkað umferð um jarðhitasvæðið í sumar. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir troðninginn myndast nær hvert sumar en hann sé sérstaklega áberandi í ár. Leirhverasvæðið við Námafjall er á meðal vinsælli ferðamannastaða á Norðausturlandi. Umhverfisstofnun takmarkaði umferð um svæðið í byrjun ágúst, meðal annars vegna ágangsins. Takmörkunin var framlengd 16. ágúst og verður í gildi út nóvember. Þrátt fyrir að merkt gönguleið sé í Námafjalli hafa ferðamenn traðkað niður slóða í hlíðinni fyrir ofan hverasvæðið. Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það svæði hafi verið girt af með kaðlagirðingu uppi á fjallinu. Hún hafi hins vegar látið undan þar sem enginn hafi í raun séð um svæðið í nokkur ár. Kaðallinn hafi slitnað og legið niðri. Þá hafi ferðamenn byrjað að ganga þar niður. „Maður getur ekki beinlínis agnúast yfir því. Ef innviðir eru ekki í lagi fer fólk þar sem það á ekki að fara. Það er bara þannig,“ segir Davíð Örvar. Ummerkin um ferðamennina eru sérstaklega ljót í ár vegna þess hversu votur jarðvegurinn hefur verið. Ferðamennirnir hafa því skilið eftir sig dýpri spor en áður. Eftir að umferð var takmörkuð í ágúst segir Davíð Örvar að kaðlagirðingar og aðrar afmarkanir hafi verið lagaðar. Sporin taki nokkurn tíma að mást af og séu því ennþá áberandi í hlíðinni. Þau hverfi hins vegar eftir veturinn og leysingar næsta vor. „Þá þurfa afmarkanir og kaðlar að vera uppistandandi svo þetta gerist ekki aftur,“ segir hann.Skilti frá Umhverfisstofnun um takmörkun á umferð eru áberandi við Námafjall. Það stöðvar þó ekki alla ferðamenn í að hætta sér inn á afgirt svæði.Vísir/KjartanKaðlarnir gagnast aðeins að vissu marki Námafjall er í einkaeigu og hefur verið á ábyrgð landeigenda eftir að friðlýsingu Mývatns- og Laxársvæðis var breytt árið 2004. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með svæðinu á meðan takmarkanir eru í gildi. Á meðan svo er fer landvörður á milli Námafjalls, Vítis og Leirhnjúks, að sögn Davíðs Örvars. Þegar blaðamaður átti leið um hverasvæðið í þarsíðustu viku bar á því að ferðamenn færu inn á afmörkuð svæði til að taka af sér myndir við hverina þrátt fyrir að skilti um takmarkanir Umhverfisstofnunar á umferð væru á áberandi stöðum. Enginn landvörður eða aðrir starfsmenn voru á svæðinu. „Á endanum gera kaðlarnir bara visst mikið gagn. Flestir virða svona takmarkanir en svo þarf bara að vera landvarsla. Það er það besta sem við getum notað á svona náttúruverndarsvæðum,“ segir Davíð Örvar. Hann telur þó betri nýtingu á fjármunum að hafa einn landvörð sem fer á milli svæðanna þriggja þar sem takmarkanir eru í gildi en að binda hann á einum stað. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Áberandi slóði eftir ferðamenn setur nú svip sinn á Námafjall í Skútustaðahreppi þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi takmarkað umferð um jarðhitasvæðið í sumar. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir troðninginn myndast nær hvert sumar en hann sé sérstaklega áberandi í ár. Leirhverasvæðið við Námafjall er á meðal vinsælli ferðamannastaða á Norðausturlandi. Umhverfisstofnun takmarkaði umferð um svæðið í byrjun ágúst, meðal annars vegna ágangsins. Takmörkunin var framlengd 16. ágúst og verður í gildi út nóvember. Þrátt fyrir að merkt gönguleið sé í Námafjalli hafa ferðamenn traðkað niður slóða í hlíðinni fyrir ofan hverasvæðið. Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það svæði hafi verið girt af með kaðlagirðingu uppi á fjallinu. Hún hafi hins vegar látið undan þar sem enginn hafi í raun séð um svæðið í nokkur ár. Kaðallinn hafi slitnað og legið niðri. Þá hafi ferðamenn byrjað að ganga þar niður. „Maður getur ekki beinlínis agnúast yfir því. Ef innviðir eru ekki í lagi fer fólk þar sem það á ekki að fara. Það er bara þannig,“ segir Davíð Örvar. Ummerkin um ferðamennina eru sérstaklega ljót í ár vegna þess hversu votur jarðvegurinn hefur verið. Ferðamennirnir hafa því skilið eftir sig dýpri spor en áður. Eftir að umferð var takmörkuð í ágúst segir Davíð Örvar að kaðlagirðingar og aðrar afmarkanir hafi verið lagaðar. Sporin taki nokkurn tíma að mást af og séu því ennþá áberandi í hlíðinni. Þau hverfi hins vegar eftir veturinn og leysingar næsta vor. „Þá þurfa afmarkanir og kaðlar að vera uppistandandi svo þetta gerist ekki aftur,“ segir hann.Skilti frá Umhverfisstofnun um takmörkun á umferð eru áberandi við Námafjall. Það stöðvar þó ekki alla ferðamenn í að hætta sér inn á afgirt svæði.Vísir/KjartanKaðlarnir gagnast aðeins að vissu marki Námafjall er í einkaeigu og hefur verið á ábyrgð landeigenda eftir að friðlýsingu Mývatns- og Laxársvæðis var breytt árið 2004. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með svæðinu á meðan takmarkanir eru í gildi. Á meðan svo er fer landvörður á milli Námafjalls, Vítis og Leirhnjúks, að sögn Davíðs Örvars. Þegar blaðamaður átti leið um hverasvæðið í þarsíðustu viku bar á því að ferðamenn færu inn á afmörkuð svæði til að taka af sér myndir við hverina þrátt fyrir að skilti um takmarkanir Umhverfisstofnunar á umferð væru á áberandi stöðum. Enginn landvörður eða aðrir starfsmenn voru á svæðinu. „Á endanum gera kaðlarnir bara visst mikið gagn. Flestir virða svona takmarkanir en svo þarf bara að vera landvarsla. Það er það besta sem við getum notað á svona náttúruverndarsvæðum,“ segir Davíð Örvar. Hann telur þó betri nýtingu á fjármunum að hafa einn landvörð sem fer á milli svæðanna þriggja þar sem takmarkanir eru í gildi en að binda hann á einum stað.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira