Alexis Sanchez sér ekki eftir því að hafa farið í Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 07:30 Alexis Sanchez með Ole Gunnari Solskjær. Getty/Robbie Jay Barratt Alexis Sanchez var tilbúinn að segja að hann sjái eftir tíma sínum hjá Manchester United þrátt fyrir að lítið sem ekkert hafi gengið upp hjá Sílemanninum síðan hann fór frá Arsenal til United. Hinn þrítugi Alexis Sanchez er nú kominn til ítalska félagsins Internazionale á láni frá Manchester United en enska liðið þarf samt að greiða meirihluta mjög hárra launa hans. Alexis Sanchez var búinn að vera í nítján mánuði á Old Trafford en skoraði bara 5 mörk í 45 leikjum og var fyrir löngu kominn ofan í frystikistu hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær. „Ég er mjög ánægður með að hafa farið í Manchester United,“ sagði Alexis Sanchez við breska ríkisútvarpið en launatékka upp á 400 þúsund á pund á viku, 611 milljón króna, hjálpaði honum örugglega að gera tímann bærilegri.Alexis Sanchez says he did not get enough playing time to be successful at #MUFC. More: https://t.co/hkssSwt9Ccpic.twitter.com/6T2F8W5rOm — BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019„Ég hef alltaf sagt það. Þetta er félagið sem hefur unnið mest á England. Það var frábært að fara til Arsenal á sínum tíma og ég var ánægður þar. United var hins vegar að vaxa á þessum tíma og þeir voru að kaupa leikmenn til að vinna titla. Ég vildi ganga til liðs við þá og vinna allt. Ég sé ekki eftir að hafa farið þangað,“ sagði Alexis Sanchez. Alexis Sanchez skoraði aðeins 2 mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en stóð sig vel með landsliði Síle í sumar. „Ég er svo hamingjusamur þegar ég spila fyrir landsliðið mitt. Ég var hamingjusamur hjá Manchester United líka en ég sagði alltaf við vini mína: Ég vil fá að spila,“ sagði Sanchez. „Ef þeir leyfðu mér að spila þá reyndi ég mitt besta. Stundum spilaði ég í 60 mínútur en fékk síðan ekkert að spila í næsta leik án þess að vita af hverju,“ sagði Sanchez. Hann segir að blaðamaðurinn verði að spyrja yfirmenn sína hjá Manchester United meira út í það af hverju hann var settur út í kuldann. Þeir sem sáu Sanchez spila fyrir Manchester United gætu reyndar haft sína skoðun á því líka. Hann var bara allt annar leikmaður en þegar hann skoraði 80 mörk í 166 leikjum fyrir Arsenal. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Alexis Sanchez var tilbúinn að segja að hann sjái eftir tíma sínum hjá Manchester United þrátt fyrir að lítið sem ekkert hafi gengið upp hjá Sílemanninum síðan hann fór frá Arsenal til United. Hinn þrítugi Alexis Sanchez er nú kominn til ítalska félagsins Internazionale á láni frá Manchester United en enska liðið þarf samt að greiða meirihluta mjög hárra launa hans. Alexis Sanchez var búinn að vera í nítján mánuði á Old Trafford en skoraði bara 5 mörk í 45 leikjum og var fyrir löngu kominn ofan í frystikistu hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær. „Ég er mjög ánægður með að hafa farið í Manchester United,“ sagði Alexis Sanchez við breska ríkisútvarpið en launatékka upp á 400 þúsund á pund á viku, 611 milljón króna, hjálpaði honum örugglega að gera tímann bærilegri.Alexis Sanchez says he did not get enough playing time to be successful at #MUFC. More: https://t.co/hkssSwt9Ccpic.twitter.com/6T2F8W5rOm — BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019„Ég hef alltaf sagt það. Þetta er félagið sem hefur unnið mest á England. Það var frábært að fara til Arsenal á sínum tíma og ég var ánægður þar. United var hins vegar að vaxa á þessum tíma og þeir voru að kaupa leikmenn til að vinna titla. Ég vildi ganga til liðs við þá og vinna allt. Ég sé ekki eftir að hafa farið þangað,“ sagði Alexis Sanchez. Alexis Sanchez skoraði aðeins 2 mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en stóð sig vel með landsliði Síle í sumar. „Ég er svo hamingjusamur þegar ég spila fyrir landsliðið mitt. Ég var hamingjusamur hjá Manchester United líka en ég sagði alltaf við vini mína: Ég vil fá að spila,“ sagði Sanchez. „Ef þeir leyfðu mér að spila þá reyndi ég mitt besta. Stundum spilaði ég í 60 mínútur en fékk síðan ekkert að spila í næsta leik án þess að vita af hverju,“ sagði Sanchez. Hann segir að blaðamaðurinn verði að spyrja yfirmenn sína hjá Manchester United meira út í það af hverju hann var settur út í kuldann. Þeir sem sáu Sanchez spila fyrir Manchester United gætu reyndar haft sína skoðun á því líka. Hann var bara allt annar leikmaður en þegar hann skoraði 80 mörk í 166 leikjum fyrir Arsenal.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira