Ungstirni Arsenal var ekki að dreyma og er komið í franska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 10:30 Matteo Guendouzi nýtur þess að vera kominn í franska A-landsliðið. Getty/Anthony Dibon Þjálfari 21 árs landsliðs Frakka freistaðist til að stríða aðeins Arsenal manninum Mattéo Guendouzi þegar kom að því að tilkynna stráknum að hann væri kominn í A-landsliðið í fyrsta sinn. Matteo Guendouzi kom inn í hóp heimsmeistaranna fyrir Paul Pogba sem er meiddur. Frakkar eru eins og kunnugt er í sama riðli og við Íslendingar í undankeppni EM 2020. Matteo Guendouzi fékk að vita af vali sínu eftir nágrannaslaginn á móti Tottenham um helgina. Hann hélt þá að hann yrði með 21 árs landsliðinu í landsleikjafríinu en fljótlega kom annað í ljós. Guendouzi sagði söguna á bak við þessa stóru stund þegar hann frétti að hann væri kominn í franska landsliðið og hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem kom inn á heimasíðu franska landsliðsins.Nope, you're definitely not dreaming, @MatteoGuendouzi! The @Arsenal midfielder reacts to his first senior call-up, replacing Paul Pogba in the squad ??#FiersdetreBleuspic.twitter.com/7QAHP0HG1O — French Team ?? (@FrenchTeam) September 2, 2019Sylvain Ripoll, þjálfari franska 21 árs landsliðsins, fór í heimsókn til Matteo Guendouzi og sagði honum fréttirnar. Guendouzi var sofandi og svaraði ekki fyrr en þjálfarinn hringdi í hann. Það gaf Ripoll tækifæri til að finna upp á smá prakkarastriki. „Hann sagði við mig: Matteo, komdu hérna, við þurfum að tala svolítið saman. Hann sagði svo: Ég er mjög hrifinn af þér sem leikmanni en þú verður að fara.,“ lýsir Matteo Guendouzi. Hann hélt um tíma að hann væri að missa sæti sitt í 21 árs landsliðinu. „Ég svaraði: Hvað meinar þú að ég þurfi að fara? Hvað ertu að segjaÐ Hann svaraði þá: Þú verður með franska A-landsliðinu. Ég trúði þessu ekki í fyrstu. Ég var sofandi þegar hann kom og ég hélt ég væri enn að dreyma,“ sagði Guendouzi léttur. Guendouzi bætti við að Sylvain Ripoll gæti kannski betur lýst viðbrögðum sínum en þessi tuttugu ára miðjumaður var augljóslega í skýjunum með að vera kominn í franska A-landsliðið í fyrsta sinn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Þjálfari 21 árs landsliðs Frakka freistaðist til að stríða aðeins Arsenal manninum Mattéo Guendouzi þegar kom að því að tilkynna stráknum að hann væri kominn í A-landsliðið í fyrsta sinn. Matteo Guendouzi kom inn í hóp heimsmeistaranna fyrir Paul Pogba sem er meiddur. Frakkar eru eins og kunnugt er í sama riðli og við Íslendingar í undankeppni EM 2020. Matteo Guendouzi fékk að vita af vali sínu eftir nágrannaslaginn á móti Tottenham um helgina. Hann hélt þá að hann yrði með 21 árs landsliðinu í landsleikjafríinu en fljótlega kom annað í ljós. Guendouzi sagði söguna á bak við þessa stóru stund þegar hann frétti að hann væri kominn í franska landsliðið og hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem kom inn á heimasíðu franska landsliðsins.Nope, you're definitely not dreaming, @MatteoGuendouzi! The @Arsenal midfielder reacts to his first senior call-up, replacing Paul Pogba in the squad ??#FiersdetreBleuspic.twitter.com/7QAHP0HG1O — French Team ?? (@FrenchTeam) September 2, 2019Sylvain Ripoll, þjálfari franska 21 árs landsliðsins, fór í heimsókn til Matteo Guendouzi og sagði honum fréttirnar. Guendouzi var sofandi og svaraði ekki fyrr en þjálfarinn hringdi í hann. Það gaf Ripoll tækifæri til að finna upp á smá prakkarastriki. „Hann sagði við mig: Matteo, komdu hérna, við þurfum að tala svolítið saman. Hann sagði svo: Ég er mjög hrifinn af þér sem leikmanni en þú verður að fara.,“ lýsir Matteo Guendouzi. Hann hélt um tíma að hann væri að missa sæti sitt í 21 árs landsliðinu. „Ég svaraði: Hvað meinar þú að ég þurfi að fara? Hvað ertu að segjaÐ Hann svaraði þá: Þú verður með franska A-landsliðinu. Ég trúði þessu ekki í fyrstu. Ég var sofandi þegar hann kom og ég hélt ég væri enn að dreyma,“ sagði Guendouzi léttur. Guendouzi bætti við að Sylvain Ripoll gæti kannski betur lýst viðbrögðum sínum en þessi tuttugu ára miðjumaður var augljóslega í skýjunum með að vera kominn í franska A-landsliðið í fyrsta sinn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn