Innlent

Fyrrverandi forsetaframbjóðandi aðstoðar Lilju á ný

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hrannar Pétursson.
Hrannar Pétursson. Mynd/Aðsend
Hrannar Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Hrannar var aðstoðarmaður Lilju þegar hún gegndi embætti utanríkisráðherra 2016-2017.

Þá hefur Hrannar einnig starfað í forsætisráðuneytinu. Hann var framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá Vodafone, upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík og fréttamaður á Ríkisútvarpinu.

Undanfarin ár hefur Hrannar starfað sjálfstætt, m.a. við rekstrar- og almannatengslaráðgjöf. Árið 2016 bauð Hrannar sig fram til forseta Íslands en dró framboð sitt að endingu til baka.

Fyrir er Hafþór Eide Hafþórsson aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra. Í ágúst var tilkynnt að Jón Pétur Zimsen, sem einnig var aðstoðarmaður Lilju, myndi láta af störfum og snúa aftur til starfa í Réttarholtsskóla, þar sem hann var skólastjóri.


Tengdar fréttir

Hafþór aðstoðar Lilju

Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hann hefur þegar hafið störf.

Jón Pétur aðstoðar Lilju

Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×