Ágúst að vonar munurinn verði ekki svo mikill á Val og Fram í vetur Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 3. september 2019 22:00 Gústi messar yfir sínum stelpum í kvöld. vísir/daníel Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að liðið sé töluvert eftir á eins og staðan er núna og að liðið þurfi að nýta tímann vel til að vinna í sínum málum. „Ég vissi það alveg fyrir fram að þetta yrði erfitt, Fram er í fyrsta lagi með feikilega öflugt lið og svo vantaði leikmenn inní okkar hóp. Við erum að reyna að slípa liðið saman og með mikið af ungum leikmönnum í stórum hlutverkum, sem stóðu sig reyndar, margar hverjar, mjög vel í dag.“ sagði Gústi sem hrósaði ungu leikmönnum liðsins fyrir sína frammistöðu í 13 marka tapi liðsins gegn Fram í Meistarakeppni HSÍ. „Þetta tekur bara tíma, við erum aðeins á eftir en munum nota tímann núna fram til áramóta að pússa liðið saman.“ Það vantaði stórskyttur liðsins, þær Díönu Dögg Magnúsdóttir og Lovísu Thompson í liðið í dag en Gústi vill þó ekki meina að það sé svona svakalegur munur á liðinu þegar þær vanti. Leikur liðsins hafi heilt yfir bara gengið illa í dag. „Auðvitað munar gríðarlega mikið um þær en ekki svona mikið. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður í dag, markvarslan var mjög slök og við fengum lítið af hraðaupphlaupum. Við áttum bara undir högg að sækja,“ sagði Gústi og bætir því við að hann voni innilega að munurinn verði ekki svona mikill á liði Vals og Fram í vetur. „Ég ætla að vona ekki, en við þurfum við að vinna í okkar málum og það er margt sem við þurfum að bæta. Við þurfum að nota tímann vel og vonandi hægt að rólega náum við að slípa okkar leik.“ Valur spilar mætir sænska liðinu, Skuru IK, í Evrópukeppni EHF um helgina, en eitt er víst að Gústi þarf að fá töluvert betri frammistöðu frá sínum stelpum í þeim leikjum „Já, það er margt sem þarf að laga fyrir það, við þurfum bara að reyna að vinna í okkar málum og nota þá daga sem við höfum til að hvíla okkar og koma ferskar til leiks á föstudaginn.“ En telur Gústi að Díana Dögg og Lovísa Thompson verði með um helgina? „Það er rosalega erfitt að segja til um það en ég er ekkert rosalega bjartsýnn á það, því miður.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00 Steinunn Björns: Þetta endar vonandi betur en síðasta vetur Það var létt yfir Steinunni Björnsdóttur í leikslok eftir stórsigur á þreföldum meisturum Vals. 3. september 2019 21:28 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Sjá meira
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að liðið sé töluvert eftir á eins og staðan er núna og að liðið þurfi að nýta tímann vel til að vinna í sínum málum. „Ég vissi það alveg fyrir fram að þetta yrði erfitt, Fram er í fyrsta lagi með feikilega öflugt lið og svo vantaði leikmenn inní okkar hóp. Við erum að reyna að slípa liðið saman og með mikið af ungum leikmönnum í stórum hlutverkum, sem stóðu sig reyndar, margar hverjar, mjög vel í dag.“ sagði Gústi sem hrósaði ungu leikmönnum liðsins fyrir sína frammistöðu í 13 marka tapi liðsins gegn Fram í Meistarakeppni HSÍ. „Þetta tekur bara tíma, við erum aðeins á eftir en munum nota tímann núna fram til áramóta að pússa liðið saman.“ Það vantaði stórskyttur liðsins, þær Díönu Dögg Magnúsdóttir og Lovísu Thompson í liðið í dag en Gústi vill þó ekki meina að það sé svona svakalegur munur á liðinu þegar þær vanti. Leikur liðsins hafi heilt yfir bara gengið illa í dag. „Auðvitað munar gríðarlega mikið um þær en ekki svona mikið. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður í dag, markvarslan var mjög slök og við fengum lítið af hraðaupphlaupum. Við áttum bara undir högg að sækja,“ sagði Gústi og bætir því við að hann voni innilega að munurinn verði ekki svona mikill á liði Vals og Fram í vetur. „Ég ætla að vona ekki, en við þurfum við að vinna í okkar málum og það er margt sem við þurfum að bæta. Við þurfum að nota tímann vel og vonandi hægt að rólega náum við að slípa okkar leik.“ Valur spilar mætir sænska liðinu, Skuru IK, í Evrópukeppni EHF um helgina, en eitt er víst að Gústi þarf að fá töluvert betri frammistöðu frá sínum stelpum í þeim leikjum „Já, það er margt sem þarf að laga fyrir það, við þurfum bara að reyna að vinna í okkar málum og nota þá daga sem við höfum til að hvíla okkar og koma ferskar til leiks á föstudaginn.“ En telur Gústi að Díana Dögg og Lovísa Thompson verði með um helgina? „Það er rosalega erfitt að segja til um það en ég er ekkert rosalega bjartsýnn á það, því miður.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00 Steinunn Björns: Þetta endar vonandi betur en síðasta vetur Það var létt yfir Steinunni Björnsdóttur í leikslok eftir stórsigur á þreföldum meisturum Vals. 3. september 2019 21:28 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00
Steinunn Björns: Þetta endar vonandi betur en síðasta vetur Það var létt yfir Steinunni Björnsdóttur í leikslok eftir stórsigur á þreföldum meisturum Vals. 3. september 2019 21:28