Aðstæður á Bahamaeyjum erfiðar fyrir björgunarteymi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 3. september 2019 23:21 Notast hefur verið við sæþotur til að koma fólki í öruggt skjól. ap/Ramon Espinosa Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. Þúsundir heimila séu annað hvort alvarlega skemmd eða í rústum, sjúkrahús séu í heljargreipum og fólk sé fast uppi á háaloftum húsa. Fellibylurinn Dorian hélt áfram að valda tjóni á Bahamaeyjum í dag og í morgun þó styrkur hans hafi minnkað til muna og telst nú þriðja stigs fellibylur. Ríkisstjóri Georgíu-ríkis Bandaríkjanna hefur fyrirskipað allsherjar rýmingu strandlengjunnar og í nágrannaríkjunum hefur fólk verið að undirbúa sig fyrir storminn. Bahamaeyjar eru á floti, íbúar sitja víða fastir vegna flóða, fjöldi er særður og í það minnsta fimm eru látin vegna þriðja stigs fellibylsins Dorian sem hékk enn yfir eyjunum í morgun.Sjálfboðaliði leitar eiganda hunds sem hann bjargaði.ap/Ramon EspinosaSamkvæmt bandarísku fellibyljamiðstöðinni NHC er búist við því að Dorian gangi ekki á land í Flórída, eins og áður hafði verið óttast um. Stormurinn á hins vegar að þokast með fram strandlengjunni í kvöld og vera kominn upp að Georgíu undir morgun. Þaðan heldur Dorian áfram til Suður- og Norður-Karólínu þar sem íbúar hafa verið í óða önn að undirbúa sig. „Hér ríkir alger sundrung. Ástandið er svo slæmt að það minnir helst á heimsenda. Það lítur út eins og hér hafi sprungið sprengja,“ sagði Lia Head-Rigby, sjálfboðaliði í samtökum sem sjá um björgunaraðgerðir eftir fellibylji. Lia flaug yfir eyjuna Abaco sem er ein verst leikna eyjan. „Við getum ekki reist á ný það sem var þarna áður. Við þurfum að byrja frá grunni.“ Hún segir samstarfsmann sinn á Abaco hafa sagt sér að „margir fleiri væru látnir“ og að verið væri að safna líkunum saman.Björgunarstarf hefur gengið hægt þar sem aðstæður eru enn of slæmar fyrir björgunarteymi en vindurinn nær enn um 60 m/s. Í gær náði hann hátt í 90 m/s. Enn rignir mikið á eyjunum og þarf fólk víða að vaða vatn upp að öxlum til að komast ferða sinna. „Við upplifum nú sögulegan harmleik víða á Norður-Bahamaeyjum. Við einbeitum okkur nú að leit, björgun og endurheimt,“ sagði Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, fyrr í dag. Seint á þriðjudagskvöld fóru björgunarteymi að koma fólki í öruggt skjól á Grand Bahama með aðstoð sæþota, báta og jafnvel risavaxinna jarðýta, sem ferjuðu börn og fullorðna í skóflunni. Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Dorian orðinn fjórða stigs fellibylur Fellibylurinn Dorian, sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn er orðinn fjórða stigs fellibylur og því metinn gríðarlega hættulegur. 31. ágúst 2019 09:04 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Björgunarteymi á Bahamaeyjum hafa varað við því að ástandið sé afar slæmt og að mikil þörf sé á erlendri mannúðaraðstoð. Þúsundir heimila séu annað hvort alvarlega skemmd eða í rústum, sjúkrahús séu í heljargreipum og fólk sé fast uppi á háaloftum húsa. Fellibylurinn Dorian hélt áfram að valda tjóni á Bahamaeyjum í dag og í morgun þó styrkur hans hafi minnkað til muna og telst nú þriðja stigs fellibylur. Ríkisstjóri Georgíu-ríkis Bandaríkjanna hefur fyrirskipað allsherjar rýmingu strandlengjunnar og í nágrannaríkjunum hefur fólk verið að undirbúa sig fyrir storminn. Bahamaeyjar eru á floti, íbúar sitja víða fastir vegna flóða, fjöldi er særður og í það minnsta fimm eru látin vegna þriðja stigs fellibylsins Dorian sem hékk enn yfir eyjunum í morgun.Sjálfboðaliði leitar eiganda hunds sem hann bjargaði.ap/Ramon EspinosaSamkvæmt bandarísku fellibyljamiðstöðinni NHC er búist við því að Dorian gangi ekki á land í Flórída, eins og áður hafði verið óttast um. Stormurinn á hins vegar að þokast með fram strandlengjunni í kvöld og vera kominn upp að Georgíu undir morgun. Þaðan heldur Dorian áfram til Suður- og Norður-Karólínu þar sem íbúar hafa verið í óða önn að undirbúa sig. „Hér ríkir alger sundrung. Ástandið er svo slæmt að það minnir helst á heimsenda. Það lítur út eins og hér hafi sprungið sprengja,“ sagði Lia Head-Rigby, sjálfboðaliði í samtökum sem sjá um björgunaraðgerðir eftir fellibylji. Lia flaug yfir eyjuna Abaco sem er ein verst leikna eyjan. „Við getum ekki reist á ný það sem var þarna áður. Við þurfum að byrja frá grunni.“ Hún segir samstarfsmann sinn á Abaco hafa sagt sér að „margir fleiri væru látnir“ og að verið væri að safna líkunum saman.Björgunarstarf hefur gengið hægt þar sem aðstæður eru enn of slæmar fyrir björgunarteymi en vindurinn nær enn um 60 m/s. Í gær náði hann hátt í 90 m/s. Enn rignir mikið á eyjunum og þarf fólk víða að vaða vatn upp að öxlum til að komast ferða sinna. „Við upplifum nú sögulegan harmleik víða á Norður-Bahamaeyjum. Við einbeitum okkur nú að leit, björgun og endurheimt,“ sagði Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, fyrr í dag. Seint á þriðjudagskvöld fóru björgunarteymi að koma fólki í öruggt skjól á Grand Bahama með aðstoð sæþota, báta og jafnvel risavaxinna jarðýta, sem ferjuðu börn og fullorðna í skóflunni.
Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Dorian orðinn fjórða stigs fellibylur Fellibylurinn Dorian, sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn er orðinn fjórða stigs fellibylur og því metinn gríðarlega hættulegur. 31. ágúst 2019 09:04 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00
Dorian orðinn fjórða stigs fellibylur Fellibylurinn Dorian, sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn er orðinn fjórða stigs fellibylur og því metinn gríðarlega hættulegur. 31. ágúst 2019 09:04