Innlent

Nokkur lægðagangur í kringum landið næstu daga

Birgir Olgeirsson skrifar
Líkur eru á talsverðri úrkomu á laugardag.
Líkur eru á talsverðri úrkomu á laugardag. Veður.is
Í dag er útlit fyrir lítilsháttar vætu víða um land, en þó verður líklega þurrt og jafnvel bjart á Austfjörðum fram eftir degi. Næstu daga er nokkur lægðagangur í kringum landið með hlýindum og talsverðri rigningu en bjartviðri norðaustantil. Á mánudag er útlit fyrir skammvina norðanátt og svalt veður, einkum norðantil.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og rigning sunnan og vestanlands annars þurrt að kalla. Úrkomuminna um kvöldið. Hiti 7 til 13 stig.

Á föstudag:

Vestlæg átt 3-10 m/s og lítilsháttar væta með köflum á Suðurlandi annars þurrt að kalla en sums staðar léttskýjað norðantil. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Gengur í sunnan 8-15 m/s. Talsverð rigning um landið sunnan og vestanvert en úrkomuminna norðaustantil. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðanlands.

Á sunnudag:

Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað með köflum og skúrir vestantil en léttir til norðaustan og austanlands. Hiti 7 til 13 stig.

Á mánudag:

Útlit fyrir norðlæga átt með vætu og kólnandi veðri fyrir norðan, en skúrir og milt sunnan heiða.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með rigningu og hlýindum en lengst af þurrviðri norðaustantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×