Vél á vegum Icelandair þurfti að lenda óvænt á flugvellinum í Dublin á Írlandi í nótt vegna veikinda farþega. Um varð ræða flug Icelandair frá Alicante á Spáni til Íslands fyrir ferðaskrifstofuna Vita, sem er dótturfyrirtæki Icelandair.
Átti farþegaþotan að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 23:50 í gærkvöldi en var lent þar þremur og hálfum klukkutímum síðar, klukkan 03:24.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við Vísi að millilenda þurfti í Dublin vegna veikinda farþega. Hún gat ekki tjáð sig frekar um málið.
