Viðskipti innlent

Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tvær konur og fimm karlar úr íslensku viðskiptalífi sitja fundinn með Pence.
Tvær konur og fimm karlar úr íslensku viðskiptalífi sitja fundinn með Pence. Vísir
Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. Fundurinn hefst í Höfða klukkan 14:30 eftir að Pence og Karen kona hans hafa fengið sér kaffisopa með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid forsetafrú.

Eftirfarandi fulltrúar úr íslensku viðskiptalífi sitja fundinn með Pence:

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Þá verða einnig fulltrúar úr bandarísku viðskiptalífi en ekki hafa fengist upplýsingar að svo stöddu um hverjir það verða.

Öll nýjustu tíðindi af heimsókn Pence má finna í Vaktinni á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×