Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2019 15:14 Sigtryggur Ari þorði ekki að fara með byssur sínar út í bíl vegna lífvarða Pence og þurfti því að fresta för sinni austur á land. fbl/Sigtryggur Ari „Já, það er óþarfi að espa þessa kalla,“ segir Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari á Fréttablaðinu. Allt þjóðfélagið er meira og minna í uppnámi nú þegar varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, er hér að hitta mann og annan. Mikill viðbúnaður er, þyrlur og leyniskyttur gráar fyrir járnum. Sem svo varð til þess að Sigtryggur Ari þurfti að fresta för sinni. Hann er á leið austur á land, á hreindýraveiðar og þarf vitaskuld að fara með byssur sínar út í bíl. „Ég bý í Laugarnesi. Pence er á fundi í næstu götu. Það hangir þyrla yfir húsinu mínu og ekki glæta að ég setji vopnin út í bíl fyrr en þetta er liðið hjá. Ekki séns,“ segir Sigtryggur Ari á Facebook og hefur þetta öðrum þræði í flimtingum. „Mér var um og ó,“ segir Sigtryggur Ari í samtali við Vísi. Hann lét sig samt hafa það að beina myndavél sinni að þyrlunni. „Ég veit alveg hvað til míns friðar heyrir. Ég er þaulreyndur í svona prjáli og hef starfað lengi á hliðarlínunni með myndavélina,“ segir ljósmyndarinn og telur ekki vert að storka lífvörðum Pence. En, þetta varð til að fresta för hans austur um klukkutíma. Þegar Vísir ræddi við Sigtrygg Ara var hann kominn út á hlað, búinn að koma búnaði sínum fyrir í farartækinu og þess albúinn að aka af stað austur á bóginn. Heimsókn Mike Pence Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
„Já, það er óþarfi að espa þessa kalla,“ segir Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari á Fréttablaðinu. Allt þjóðfélagið er meira og minna í uppnámi nú þegar varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, er hér að hitta mann og annan. Mikill viðbúnaður er, þyrlur og leyniskyttur gráar fyrir járnum. Sem svo varð til þess að Sigtryggur Ari þurfti að fresta för sinni. Hann er á leið austur á land, á hreindýraveiðar og þarf vitaskuld að fara með byssur sínar út í bíl. „Ég bý í Laugarnesi. Pence er á fundi í næstu götu. Það hangir þyrla yfir húsinu mínu og ekki glæta að ég setji vopnin út í bíl fyrr en þetta er liðið hjá. Ekki séns,“ segir Sigtryggur Ari á Facebook og hefur þetta öðrum þræði í flimtingum. „Mér var um og ó,“ segir Sigtryggur Ari í samtali við Vísi. Hann lét sig samt hafa það að beina myndavél sinni að þyrlunni. „Ég veit alveg hvað til míns friðar heyrir. Ég er þaulreyndur í svona prjáli og hef starfað lengi á hliðarlínunni með myndavélina,“ segir ljósmyndarinn og telur ekki vert að storka lífvörðum Pence. En, þetta varð til að fresta för hans austur um klukkutíma. Þegar Vísir ræddi við Sigtrygg Ara var hann kominn út á hlað, búinn að koma búnaði sínum fyrir í farartækinu og þess albúinn að aka af stað austur á bóginn.
Heimsókn Mike Pence Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00