Vilja að flugmenn noti „negative“ í stað „not“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2019 11:04 Báðar flugvélarnar voru þá í 700 feta hæð og þegar minnst var voru 185 metrar á milli þeirra. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að flugmenn notist frekar við orðið „negative“ í stað orðsins „not“ í samskiptum sínum við hvora aðra og flugumferðarstjóra. Ástæðan er sú að negative skiljist betur og byggir tillagan á atviki frá því í fyrra þegar tvær flugvélar skullu næstum því saman í lofti. Önnur flugvélin er skráð á Keili og hin er skráð á Isavia.Atvikið átti sér stað þann 26. nóvember í fyrra og var málinu lokað þann 8. ágúst síðastliðinn. Ríkisútvarpið sagði frá tillögum nefndarinnar í gærkvöldi.Flugvélarnar skullu næstum því saman þegar flugmenn þeirra beggja voru í sjónaðflugi fyrir flugbraut 13. Flugumferðarstjórinn hafði samband við flugmann flugvélar Keilis og spurði hvort hann sæi flugumferðina. „India Foxtrot Bravo, do you have traffic in sight turning final on RWY King2?“ Flugmaðurinn svaraði og sagðist ekki sjá hana: „Traffic is not in sight – India Fotrot Bravo.“ Flugumferðarstjórinn taldi sig hafa heyrt flugmann Keilis segja að hann sæi umferðina og á upptökum reyndist erfitt að greina orðið „not“. Því ráðlagði hann flugmanninum ekki frekar í bili. Þegar flugmaður flugvélar Isavia bað um leyfi til lendingar hafði hinni flugvélinni verið flogið í veg fyrir hana. Báðar flugvélarnar voru þá í 700 feta hæð og þegar minnst var voru 185 metrar á milli þeirra. Vegna þessa máls vill RNSA beina því til flugmanna að notast frekar við „Negative“ heldur en orðið „not“. Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að flugmenn notist frekar við orðið „negative“ í stað orðsins „not“ í samskiptum sínum við hvora aðra og flugumferðarstjóra. Ástæðan er sú að negative skiljist betur og byggir tillagan á atviki frá því í fyrra þegar tvær flugvélar skullu næstum því saman í lofti. Önnur flugvélin er skráð á Keili og hin er skráð á Isavia.Atvikið átti sér stað þann 26. nóvember í fyrra og var málinu lokað þann 8. ágúst síðastliðinn. Ríkisútvarpið sagði frá tillögum nefndarinnar í gærkvöldi.Flugvélarnar skullu næstum því saman þegar flugmenn þeirra beggja voru í sjónaðflugi fyrir flugbraut 13. Flugumferðarstjórinn hafði samband við flugmann flugvélar Keilis og spurði hvort hann sæi flugumferðina. „India Foxtrot Bravo, do you have traffic in sight turning final on RWY King2?“ Flugmaðurinn svaraði og sagðist ekki sjá hana: „Traffic is not in sight – India Fotrot Bravo.“ Flugumferðarstjórinn taldi sig hafa heyrt flugmann Keilis segja að hann sæi umferðina og á upptökum reyndist erfitt að greina orðið „not“. Því ráðlagði hann flugmanninum ekki frekar í bili. Þegar flugmaður flugvélar Isavia bað um leyfi til lendingar hafði hinni flugvélinni verið flogið í veg fyrir hana. Báðar flugvélarnar voru þá í 700 feta hæð og þegar minnst var voru 185 metrar á milli þeirra. Vegna þessa máls vill RNSA beina því til flugmanna að notast frekar við „Negative“ heldur en orðið „not“.
Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira