Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2019 11:30 Á myndinni sést regnbogaarmband Elizu vel en Guðni ber Kraftsarmbandið og regnbogaarmbandið á hægri hendi. hari Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. Þetta kemur fram í svari embættis forseta Íslands við fyrirspurn Vísis. Það vakti athygli þegar Guðni og Eliza Reid, forsetafrú, hittu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og Karen Pence, eiginkonu hans, í Höfða í gær að þau skyldu bera regnbogaarmband. Sérstaklega var tekið eftir armböndunum vegna þess að Pence hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja stein í götu réttindabaráttu hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Hann greiddi til dæmis atkvæði gegn því á Bandaríkjaþingi árið 2007 að sett yrðu lög sem bönnuðu mismunun gagnvart hinsegin fólki á vinnustöðum. Þá hefur Pence sagt að það vera hinsegin sé val og að það að hindra hjónabönd samkynhneigðra sé ekki mismunun heldur sé með því verið að framfylgja hugmynd guðs. Vísi lék forvitni á að vita hvort að forseti Íslands hefði sett regnbogaarmbandið upp sérstaklega í tilefni fundarins með Pence í gær til að sýna samstöðu með hinsegin fólki. Í svari frá forsetaembættinu segir að skömmu eftir embættistöku hafi Guðna verið gefið regnbogaarmband. Síðan þá hefur hann borið þannig armband sem og armband frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Forseti Íslands gaf að öðru leyti ekki kost á viðtali um fund sinn með varaforseta Bandaríkjanna. Forseti Íslands Heimsókn Mike Pence Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. Þetta kemur fram í svari embættis forseta Íslands við fyrirspurn Vísis. Það vakti athygli þegar Guðni og Eliza Reid, forsetafrú, hittu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og Karen Pence, eiginkonu hans, í Höfða í gær að þau skyldu bera regnbogaarmband. Sérstaklega var tekið eftir armböndunum vegna þess að Pence hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja stein í götu réttindabaráttu hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Hann greiddi til dæmis atkvæði gegn því á Bandaríkjaþingi árið 2007 að sett yrðu lög sem bönnuðu mismunun gagnvart hinsegin fólki á vinnustöðum. Þá hefur Pence sagt að það vera hinsegin sé val og að það að hindra hjónabönd samkynhneigðra sé ekki mismunun heldur sé með því verið að framfylgja hugmynd guðs. Vísi lék forvitni á að vita hvort að forseti Íslands hefði sett regnbogaarmbandið upp sérstaklega í tilefni fundarins með Pence í gær til að sýna samstöðu með hinsegin fólki. Í svari frá forsetaembættinu segir að skömmu eftir embættistöku hafi Guðna verið gefið regnbogaarmband. Síðan þá hefur hann borið þannig armband sem og armband frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Forseti Íslands gaf að öðru leyti ekki kost á viðtali um fund sinn með varaforseta Bandaríkjanna.
Forseti Íslands Heimsókn Mike Pence Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09