Arnar Þór sér marga framtíðar A-landsliðsmenn í U21-hópnum og stefnir með liðið á stórmót Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2019 22:00 Karlalandsliðið í fótbolta spilar á laugardag en á morgun hefst undankeppni Evrópumóts leikmanna 21 árs og yngri. Ísland og Lúxemborg mætast á Víkingsvellinum klukkan 16 á morgun, beint á Stöð 2 Sport, en leikurinn er fyrsti mótsleikur í nýrri undankeppni EM 2021. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru nýtt þjálfarateymi íslenska landsliðsins og Arnar er brattur fyrir komandi keppni. „Við setjum þetta upp þannig að við viljum að strákarnir þori að koma fram og segja að við ætlum að vinna. Það er ósköp einfalt,“ sagði Arnar í samtali við nafna sinn, Björnsson, á æfingu liðsins í Víkinni í dag. „Ef við viljum búa til A-landsliðsmenn framtíðar með leikmönnum úr U21-árs landsliðinu þá þurfum við að þora að stíga upp og þora að vinna leiki. Það er ákveðinn vani að venjast því að vera ekki alltaf þessi „underdog“ og geta tekið leiki í okkar hendum og stjórnað þeim.“U21 árs landslið karla mætir Lúxemborg á föstudag í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 17:00. Miðasala er í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7xhttps://t.co/Xl3Xt7xb8u Allir á völlinn!#fyririsland — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 5, 2019 „Ég var að ræða við Eið Smára í gær að við höfum séð góða og jákvæða þróun á okkar leikmönnum síðan að við tókum við í mars. Við erum búnir að fylgjast með mörgum leikjum í sumar og það eru margir að taka skrefið sem til þarf að komast á hærra level.“ Arnari líst vel á komandi undankeppni og leikmannahópinn. Hann segir stefnan sé sett á stórmót með þetta lið. „Ég er nánast pottþéttur á því að það eru margir framtíðar A-landsliðsmenn í þessum hópi og við leggjum upp með það að komast á lokamót með yngri landsliðin því það er einnig mikilvægt fyrir A-landsliðið.“ „Við ætlum að stefna á það að komast sem lengst og svo verður það að koma í ljós hvar skipið strandar en göngum út frá því að við ströndum ekkert og getum farið langt,“ sagði kokhraustur Arnar. Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Karlalandsliðið í fótbolta spilar á laugardag en á morgun hefst undankeppni Evrópumóts leikmanna 21 árs og yngri. Ísland og Lúxemborg mætast á Víkingsvellinum klukkan 16 á morgun, beint á Stöð 2 Sport, en leikurinn er fyrsti mótsleikur í nýrri undankeppni EM 2021. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru nýtt þjálfarateymi íslenska landsliðsins og Arnar er brattur fyrir komandi keppni. „Við setjum þetta upp þannig að við viljum að strákarnir þori að koma fram og segja að við ætlum að vinna. Það er ósköp einfalt,“ sagði Arnar í samtali við nafna sinn, Björnsson, á æfingu liðsins í Víkinni í dag. „Ef við viljum búa til A-landsliðsmenn framtíðar með leikmönnum úr U21-árs landsliðinu þá þurfum við að þora að stíga upp og þora að vinna leiki. Það er ákveðinn vani að venjast því að vera ekki alltaf þessi „underdog“ og geta tekið leiki í okkar hendum og stjórnað þeim.“U21 árs landslið karla mætir Lúxemborg á föstudag í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 17:00. Miðasala er í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7xhttps://t.co/Xl3Xt7xb8u Allir á völlinn!#fyririsland — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 5, 2019 „Ég var að ræða við Eið Smára í gær að við höfum séð góða og jákvæða þróun á okkar leikmönnum síðan að við tókum við í mars. Við erum búnir að fylgjast með mörgum leikjum í sumar og það eru margir að taka skrefið sem til þarf að komast á hærra level.“ Arnari líst vel á komandi undankeppni og leikmannahópinn. Hann segir stefnan sé sett á stórmót með þetta lið. „Ég er nánast pottþéttur á því að það eru margir framtíðar A-landsliðsmenn í þessum hópi og við leggjum upp með það að komast á lokamót með yngri landsliðin því það er einnig mikilvægt fyrir A-landsliðið.“ „Við ætlum að stefna á það að komast sem lengst og svo verður það að koma í ljós hvar skipið strandar en göngum út frá því að við ströndum ekkert og getum farið langt,“ sagði kokhraustur Arnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira