Kominn ár á eftir áætlun Benedikt Bóas. skrifar 6. september 2019 09:00 Laugardalsvöllur. Getty/Oliver Hardt Á morgun leikur íslenska landsliðið leik í undankeppni EM við Moldóvu á um 60 ára gömlum úr sér gengnum Laugardalsvelli. Það er ekki enn uppselt á leikinn en samkvæmt frétt fótbolta.net á miðvikudag voru um 2.000 sæti laus. Nýr Laugardalsvöllur hefur verið í deiglunni lengi. Ofboðslegt tap er af honum á hverju ár eins og greint hefur verið frá. Ýmislegt hefur verið sagt en ekkert hefur enn gerst. Í skýrslu KPMG sem kynnt var í borgarráði Reykjavíkurborgar þann 10. apríl í fyrra kemur fram að nýr völlur eigi að rísa vorið 2021. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það mun ekki nást. Þó snögg séum, þá tel ég að það gangi ekki eftir,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, léttur. Í fundargerð KSÍ frá því í júní kemur fram að undirbúningsfélag um framtíð Laugardalsvallar hafi hist í fyrsta sinn. Félagið var skipað í kjölfar starfshóps sem ríkið og Reykjavíkurborg með KSÍ skipaði um uppbyggingu Laugardalsvallar. Í fundargerð borgarráðs frá 12. apríl kemur fram að borgarráð samþykkti félagið sem heitir Þjóðarleikvangur ehf. Guðni segir að góður gangur sé í störfum félagsins sem leitt er af Árna Geir Pálssyni. „Það er fundað vikulega og góður gangur í félaginu. Ég er ánægður með það því það hafði dregist að hefja þessa vinnu. Það er verið að vanda sig og það er ljóst að þessari vinnu lýkur á næsta ári og þá er endanlega kominn tími á að taka ákvörðun í málinu.“Á morgun mun íslenska landsliðið ganga inn á hið forna mannvirki í Laugardal. Fréttablaðið/AntonStarfshópurinn kynnti tvo kosti þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli. Annars vegar opinn knattspyrnuvöll sem rúmaði 17.500 manns í sæti í stúkum umhverfis völlinn og hins vegar fjölnotaleikvang með opnanlegu þaki og 20.000 sætum. Sá völlur myndi einnig gera aðstöðu til viðburðahalds á Íslandi betri og þar af leiðandi gefa færi á auknum tekjum vegna annarra viðburða sem ella gætu ekki farið fram á Íslandi. Guðni segir að undirbúningsfélagið sé ekki að binda sig niður við stærð vallanna. Ef önnur stærð eða gerð valla komi upp þá sé það skoðað, eins og allt annað. Það sé jú verið að vanda til verka. „Völlurinn og aðstaðan fyrir áhorfendur, fatlaða, fjölmiðlafólk og leikmenn stenst ekki kröfur nútímans. Völlurinn er líka barn síns tíma. Tímarnir hafa breyst og kröfurnar eru meiri. Sú staðreynd að þurfa að byrja og ljúka riðlakeppninni á útivelli því við getum ekki spilað hér heima er dragbítur á okkar árangri. Þessi árangur okkar, EM 2016 og HM 2018 það var mikil lyftistöng, ekki bara fyrir fótboltann heldur íslenskt samfélag í heild.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Á morgun leikur íslenska landsliðið leik í undankeppni EM við Moldóvu á um 60 ára gömlum úr sér gengnum Laugardalsvelli. Það er ekki enn uppselt á leikinn en samkvæmt frétt fótbolta.net á miðvikudag voru um 2.000 sæti laus. Nýr Laugardalsvöllur hefur verið í deiglunni lengi. Ofboðslegt tap er af honum á hverju ár eins og greint hefur verið frá. Ýmislegt hefur verið sagt en ekkert hefur enn gerst. Í skýrslu KPMG sem kynnt var í borgarráði Reykjavíkurborgar þann 10. apríl í fyrra kemur fram að nýr völlur eigi að rísa vorið 2021. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það mun ekki nást. Þó snögg séum, þá tel ég að það gangi ekki eftir,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, léttur. Í fundargerð KSÍ frá því í júní kemur fram að undirbúningsfélag um framtíð Laugardalsvallar hafi hist í fyrsta sinn. Félagið var skipað í kjölfar starfshóps sem ríkið og Reykjavíkurborg með KSÍ skipaði um uppbyggingu Laugardalsvallar. Í fundargerð borgarráðs frá 12. apríl kemur fram að borgarráð samþykkti félagið sem heitir Þjóðarleikvangur ehf. Guðni segir að góður gangur sé í störfum félagsins sem leitt er af Árna Geir Pálssyni. „Það er fundað vikulega og góður gangur í félaginu. Ég er ánægður með það því það hafði dregist að hefja þessa vinnu. Það er verið að vanda sig og það er ljóst að þessari vinnu lýkur á næsta ári og þá er endanlega kominn tími á að taka ákvörðun í málinu.“Á morgun mun íslenska landsliðið ganga inn á hið forna mannvirki í Laugardal. Fréttablaðið/AntonStarfshópurinn kynnti tvo kosti þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli. Annars vegar opinn knattspyrnuvöll sem rúmaði 17.500 manns í sæti í stúkum umhverfis völlinn og hins vegar fjölnotaleikvang með opnanlegu þaki og 20.000 sætum. Sá völlur myndi einnig gera aðstöðu til viðburðahalds á Íslandi betri og þar af leiðandi gefa færi á auknum tekjum vegna annarra viðburða sem ella gætu ekki farið fram á Íslandi. Guðni segir að undirbúningsfélagið sé ekki að binda sig niður við stærð vallanna. Ef önnur stærð eða gerð valla komi upp þá sé það skoðað, eins og allt annað. Það sé jú verið að vanda til verka. „Völlurinn og aðstaðan fyrir áhorfendur, fatlaða, fjölmiðlafólk og leikmenn stenst ekki kröfur nútímans. Völlurinn er líka barn síns tíma. Tímarnir hafa breyst og kröfurnar eru meiri. Sú staðreynd að þurfa að byrja og ljúka riðlakeppninni á útivelli því við getum ekki spilað hér heima er dragbítur á okkar árangri. Þessi árangur okkar, EM 2016 og HM 2018 það var mikil lyftistöng, ekki bara fyrir fótboltann heldur íslenskt samfélag í heild.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira