Juventus á eftir þremur leikmönnum Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 15:30 David de Gea and Eric Bailly eftir að hafa fengið á sig mark á móti Brighton & Hove Albion. Getty/Matthew Peters Þrír leikmenn Manchester United gætu allir verið á förum til Ítalíu næsta sumar en marka má fréttir frá Ítalíu. Ítalska félagið Juventus hefur verið duglegt að safna að sér leikmönnum síðustu misseri og er með svo mikla breidd að það var hvorki pláss fyrir Emre Can eða Mario Mandzukic í Meistaradeildarhóp liðsins. Ítalska stórblaðið Gazzetta Dello Sport slær því upp í dag eða Juventus vilji frá United leikmennina David de Gea, Eric Bailly og Nemanja Matic. Teamtalk segir frá.Juventus are reportedly keeping tabs on three Man Utd first-team stars ahead of next summer's transfer window.https://t.co/eYWYNl1k2G — TEAMtalk (@TEAMtalk) September 5, 2019 Það væri stór ákvörðun fyrir Manchester United að selja 28 ára markvörð (David de Gea) og 25 ára miðvörð (Eric Bailly) til ítalska félagsins en stuðningsmenn Manchester United myndu eflaust fagna sölunni á hinum 31 árs gamla serbneska miðjumanni Nemanja Matic. Juventus hefur lagt það í vana sinn að banka á dyrnar hjá leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar þegar samningur þeirra er að renna út. Liðið fékk síðast Aaron Ramsey á frjálsri sölu þegar samningur hans við Arsenal var á enda. Mikil óvissa er um framtíð David de Gea og hann gæti mögulega farið frá United strax í janúar. Hann er aðalmarkvörður Manchester United en gæti yfirgefið félagið á frjálsri sölu sumarið 2020. Eric Bailly hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli og hefur ekkert spilað síðan að hann meiddist alvarlega í leik á móti Tottenham á undirbúningstímabilinu. Koma Harry Maguire hefur séð til þess að það er ekki mikil framtíð fyrir hann hjá United. Ole Gunnar Solskjær hefur ekki viljað notað mikið Nemanja Matic á þessu tímabili og leikmaður eins og Scott McTominay er á undan hinum í goggunarröðinni. Matic gæti bæði farið í janúar eða í sumar en það er mjög ólíklegt að hann verði enn leikmaður Manchester United í byrjun 2020-21 tímabilisins. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Þrír leikmenn Manchester United gætu allir verið á förum til Ítalíu næsta sumar en marka má fréttir frá Ítalíu. Ítalska félagið Juventus hefur verið duglegt að safna að sér leikmönnum síðustu misseri og er með svo mikla breidd að það var hvorki pláss fyrir Emre Can eða Mario Mandzukic í Meistaradeildarhóp liðsins. Ítalska stórblaðið Gazzetta Dello Sport slær því upp í dag eða Juventus vilji frá United leikmennina David de Gea, Eric Bailly og Nemanja Matic. Teamtalk segir frá.Juventus are reportedly keeping tabs on three Man Utd first-team stars ahead of next summer's transfer window.https://t.co/eYWYNl1k2G — TEAMtalk (@TEAMtalk) September 5, 2019 Það væri stór ákvörðun fyrir Manchester United að selja 28 ára markvörð (David de Gea) og 25 ára miðvörð (Eric Bailly) til ítalska félagsins en stuðningsmenn Manchester United myndu eflaust fagna sölunni á hinum 31 árs gamla serbneska miðjumanni Nemanja Matic. Juventus hefur lagt það í vana sinn að banka á dyrnar hjá leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar þegar samningur þeirra er að renna út. Liðið fékk síðast Aaron Ramsey á frjálsri sölu þegar samningur hans við Arsenal var á enda. Mikil óvissa er um framtíð David de Gea og hann gæti mögulega farið frá United strax í janúar. Hann er aðalmarkvörður Manchester United en gæti yfirgefið félagið á frjálsri sölu sumarið 2020. Eric Bailly hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli og hefur ekkert spilað síðan að hann meiddist alvarlega í leik á móti Tottenham á undirbúningstímabilinu. Koma Harry Maguire hefur séð til þess að það er ekki mikil framtíð fyrir hann hjá United. Ole Gunnar Solskjær hefur ekki viljað notað mikið Nemanja Matic á þessu tímabili og leikmaður eins og Scott McTominay er á undan hinum í goggunarröðinni. Matic gæti bæði farið í janúar eða í sumar en það er mjög ólíklegt að hann verði enn leikmaður Manchester United í byrjun 2020-21 tímabilisins.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira