Serena Williams frábær og komin í enn einn úrslitaleikinn á risamóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 09:30 Serena Williams eftir sigurinn í nótt. Getty/Tim Clayton Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams fær tækifæri til að vinna sinn 24. risatitil á morgun þegar hún spilar til úrslita á Opna bandaríska meistaramótinu í New York. Serena Williams spilaði frábærlega í undanúrslitaleik sínum á móti Elinu Svitolina frá Úkraínu og vann settin 6-3 og 6-1. Willams hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið sex sinnum á ferlinum en hún mætir 19 ára kanadískri stúlku, Bianca Andreescu, í úrslitaleiknum í ár. Willams er 37 ára eða átján árum eldri.The women's singles final is set! Who is your pick to lift the ? #USOpenpic.twitter.com/CwsoEOZhee — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Bianca Andreescu vann 7-6 (7-3) 7-5 sigur á Svisslendingnum Belinda Bencic í sínum úrslitaleik og vann þar fimm síðustu stigin í lokasettinu. Bianca Andreescu er að keppa í aðalkeppni Opna bandaríska meistaramótsins í fyrsta sinn og þetta er aðeins hennar fjórða risamót á ferlinum. Andreescu fæddist níu mánuðum eftir að Serena Williams vann sinn fyrsta titil á Opna bandaríska meistaramótinu árið 1999. Serena Williams er enn að reyna að vinna sitt fyrsta risamót síðan að hún eignaðist barn í september 2017. Hún getur með sigri unnið sinn 24. risatitil á ferlinum og jafnað um leið met hinnar áströlsku Margaret Court sem vann 24 risatitla frá 1960 til 1973.Simply Serena. How @serenawilliams booked her spot in a 10th #USOpen final... pic.twitter.com/Flmye0G0ZW — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Serena Williams hefur komist þrisvar sinnum í úrslitaleik á risamóti síðan að hún eignaðist dótturina Olympia fyrir tveimur árum þar á meðal tvö ár í röð á Wimbledon og á Opna bandaríska mótinu í fyrra. Hún hefur hins vegar tapað öllum þremur leikjunum. Það er ekki langt síðan að þetta leit ekki alltof vel út hjá Serenu Williams því hún var að glíma við meiðsli og ekki líkleg til afreka. Hin bandaríska hefur aftur á móti spilað frábærlega í New York síðustu daga og fær nú enn á ný tækifæri til að verða sú sigursælasta frá upphafi. Tennis Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams fær tækifæri til að vinna sinn 24. risatitil á morgun þegar hún spilar til úrslita á Opna bandaríska meistaramótinu í New York. Serena Williams spilaði frábærlega í undanúrslitaleik sínum á móti Elinu Svitolina frá Úkraínu og vann settin 6-3 og 6-1. Willams hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið sex sinnum á ferlinum en hún mætir 19 ára kanadískri stúlku, Bianca Andreescu, í úrslitaleiknum í ár. Willams er 37 ára eða átján árum eldri.The women's singles final is set! Who is your pick to lift the ? #USOpenpic.twitter.com/CwsoEOZhee — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Bianca Andreescu vann 7-6 (7-3) 7-5 sigur á Svisslendingnum Belinda Bencic í sínum úrslitaleik og vann þar fimm síðustu stigin í lokasettinu. Bianca Andreescu er að keppa í aðalkeppni Opna bandaríska meistaramótsins í fyrsta sinn og þetta er aðeins hennar fjórða risamót á ferlinum. Andreescu fæddist níu mánuðum eftir að Serena Williams vann sinn fyrsta titil á Opna bandaríska meistaramótinu árið 1999. Serena Williams er enn að reyna að vinna sitt fyrsta risamót síðan að hún eignaðist barn í september 2017. Hún getur með sigri unnið sinn 24. risatitil á ferlinum og jafnað um leið met hinnar áströlsku Margaret Court sem vann 24 risatitla frá 1960 til 1973.Simply Serena. How @serenawilliams booked her spot in a 10th #USOpen final... pic.twitter.com/Flmye0G0ZW — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Serena Williams hefur komist þrisvar sinnum í úrslitaleik á risamóti síðan að hún eignaðist dótturina Olympia fyrir tveimur árum þar á meðal tvö ár í röð á Wimbledon og á Opna bandaríska mótinu í fyrra. Hún hefur hins vegar tapað öllum þremur leikjunum. Það er ekki langt síðan að þetta leit ekki alltof vel út hjá Serenu Williams því hún var að glíma við meiðsli og ekki líkleg til afreka. Hin bandaríska hefur aftur á móti spilað frábærlega í New York síðustu daga og fær nú enn á ný tækifæri til að verða sú sigursælasta frá upphafi.
Tennis Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira