Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2019 11:05 Lagt er til að verðlagning á áfengi og tóbak verði einnig aukin til viðbótar við gjaldahækkanirnar. Fréttablaðið/Eyþór Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. Um er að ræða ýmisgjöld eins og bifreiðagjald, olíugjald og útvarpsgjald, svo eitthvað sé nefnt. Útvarpsgjaldið hækkar um 2,5 prósent. Fyrir árið 2019 var útvarpsgjaldið 17.500 á hvern einstakling, samkvæmt Ríkisskattstjóra. Miðað við hækkun upp á 2,5 prósent verður gjaldið því 17.937,5 krónur á næsta ári.Einnig er lagt til að hækkun áfengisgjalds og tóbaksgjalds verði hækkað um 2,5 prósent. Þar að auki er þó lagt til að verðlagning á áfengi og tóbak verði einnig aukin til viðbótar við gjaldahækkanirnar. Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra hækkar einnig um 2,5 prósent og sóknargjöld verða 930 krónur á einstakling á mánuði, sem samsvarar hækkun um 0,56 prósent.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. Um er að ræða ýmisgjöld eins og bifreiðagjald, olíugjald og útvarpsgjald, svo eitthvað sé nefnt. Útvarpsgjaldið hækkar um 2,5 prósent. Fyrir árið 2019 var útvarpsgjaldið 17.500 á hvern einstakling, samkvæmt Ríkisskattstjóra. Miðað við hækkun upp á 2,5 prósent verður gjaldið því 17.937,5 krónur á næsta ári.Einnig er lagt til að hækkun áfengisgjalds og tóbaksgjalds verði hækkað um 2,5 prósent. Þar að auki er þó lagt til að verðlagning á áfengi og tóbak verði einnig aukin til viðbótar við gjaldahækkanirnar. Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra hækkar einnig um 2,5 prósent og sóknargjöld verða 930 krónur á einstakling á mánuði, sem samsvarar hækkun um 0,56 prósent.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Alþingi Bensín og olía Fjárlagafrumvarp 2020 Fjölmiðlar Skattar og tollar Tengdar fréttir Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 8,5 milljarðar í byggingu nýs Landspítala Aukinn kraftur verður settur í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut árið 2020, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 6. september 2019 10:40 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57 Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45
8,5 milljarðar í byggingu nýs Landspítala Aukinn kraftur verður settur í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut árið 2020, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 6. september 2019 10:40
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57
Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34