Secret Solstice verður í Laugardal 26.-28. júní 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 11:03 Frá Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Vísir/Friðrik þór Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum árið 2020, með sambærilegu sniði og í ár. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Mikil óvissa ríkti um framtíð hátíðarinnar í sumar vegna milljónaskulda aðstandenda hennar við m.a. Reykjavíkurborg. Hátíðin var að endingu haldin í Laugardal helgina 21.-23. júní. Þá var hátíðin haldin með töluvert breyttu sniði með hliðsjón af ábendingum foreldra- og íbúasamtaka í Laugardal. Þannig var dagskráin stytt og aukið var við eftirlit lögreglu og viðbragðsaðila á hátíðinni. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að tónleikar Secret Solstice verði haldið í Laugardal dagana 26.-28. júní með „sambærilegu sniði og í ár“. „Samningsdrög verði lögð fyrir borgarráð til afgreiðslu. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að láta framkvæma könnun meðal íbúa áhrifasvæða tónleikanna í þeim tilgangi að bregðast enn betur við ábendingum um það sem betur má fara í framkvæmd verkefnisins,“ segir í fundargerðinni. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:Borgarstjóri vill að tónleikar Secret Solstice verði haldnir með sambærilegu sniði og var í ár í Laugardal dagana 26. - 28. júní 2020. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að haft verði samráð við íbúa í nágrenninu og foreldrafélög. Framkvæma á könnun og verður það að vera gert af óháðum, viðurkenndum aðila. Flokkur fólksins vill að beðið verði eftir niðurstöðum og verði þær á þann veg að ekki sé vilji til að halda hátíðina í Laugardalnum ber borginni að una því. Hér er verið að segja að íbúar áhrifasvæða tónleikanna ákveði hvort hátíðin skuli haldin aftur á þessum stað. Að leggja fyrir könnun í þeim tilgangi einum að bregðast við ábendingum segir ekkert um hvort fólk sé almennt sátt við að hafa þessa hátíð aftur í Laugardalnum. Íbúar eiga að ráða þessu. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22 Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11 Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum árið 2020, með sambærilegu sniði og í ár. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Mikil óvissa ríkti um framtíð hátíðarinnar í sumar vegna milljónaskulda aðstandenda hennar við m.a. Reykjavíkurborg. Hátíðin var að endingu haldin í Laugardal helgina 21.-23. júní. Þá var hátíðin haldin með töluvert breyttu sniði með hliðsjón af ábendingum foreldra- og íbúasamtaka í Laugardal. Þannig var dagskráin stytt og aukið var við eftirlit lögreglu og viðbragðsaðila á hátíðinni. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að tónleikar Secret Solstice verði haldið í Laugardal dagana 26.-28. júní með „sambærilegu sniði og í ár“. „Samningsdrög verði lögð fyrir borgarráð til afgreiðslu. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að láta framkvæma könnun meðal íbúa áhrifasvæða tónleikanna í þeim tilgangi að bregðast enn betur við ábendingum um það sem betur má fara í framkvæmd verkefnisins,“ segir í fundargerðinni. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:Borgarstjóri vill að tónleikar Secret Solstice verði haldnir með sambærilegu sniði og var í ár í Laugardal dagana 26. - 28. júní 2020. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að haft verði samráð við íbúa í nágrenninu og foreldrafélög. Framkvæma á könnun og verður það að vera gert af óháðum, viðurkenndum aðila. Flokkur fólksins vill að beðið verði eftir niðurstöðum og verði þær á þann veg að ekki sé vilji til að halda hátíðina í Laugardalnum ber borginni að una því. Hér er verið að segja að íbúar áhrifasvæða tónleikanna ákveði hvort hátíðin skuli haldin aftur á þessum stað. Að leggja fyrir könnun í þeim tilgangi einum að bregðast við ábendingum segir ekkert um hvort fólk sé almennt sátt við að hafa þessa hátíð aftur í Laugardalnum. Íbúar eiga að ráða þessu.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22 Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11 Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22
Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11
Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56