Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 11:52 Frá kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn. Verkalýðshreyfingin hefur lengi barist fyrir hækkun á persónuafslætti. Vísir/Friðrik Þór Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu. Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. Lækkun á persónuafslætti er liður í skattabreytingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020. Umfangsmesta breytingin er á tekjuskatti einstaklinga en um áramót kemur til framkvæmda fyrri áfangi innleiðingar nýs tekjuskattskerfis. Þessar breytingar fela m.a. í sér þriggja þrepa tekjuskattskerfi en í núverandi kerfi eru þrepin tvö.Sjá einnig: Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á nýju skattkerfi kemur fram að árið 2021, að lokinni innleiðingu kerfisins, verði skatthlutfall 31,4% í fyrsta þrepi, sem er nýtt lágtekjuþrep á laun upp að 325 þúsund krónum. Hlutfallið verður 37,94% í öðru þrepi og 46,24% í þriðja þrepi.Úr glærukynningu fjármálaráðherra frá kynningu á fjárlagafrumvarpi í morgun.Samhliða innleiðingu nýja þrepsins verður skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt. Skattleysismörkin munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Við lok innleiðingarinnar árið 2021 mun persónuafsláttur, sem nú er 56.447 krónur á mánuði, nema 51.265 krónum á mánuði. Lækkunin nemur þannig 5.182 krónum.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu. Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. Lækkun á persónuafslætti er liður í skattabreytingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020. Umfangsmesta breytingin er á tekjuskatti einstaklinga en um áramót kemur til framkvæmda fyrri áfangi innleiðingar nýs tekjuskattskerfis. Þessar breytingar fela m.a. í sér þriggja þrepa tekjuskattskerfi en í núverandi kerfi eru þrepin tvö.Sjá einnig: Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á nýju skattkerfi kemur fram að árið 2021, að lokinni innleiðingu kerfisins, verði skatthlutfall 31,4% í fyrsta þrepi, sem er nýtt lágtekjuþrep á laun upp að 325 þúsund krónum. Hlutfallið verður 37,94% í öðru þrepi og 46,24% í þriðja þrepi.Úr glærukynningu fjármálaráðherra frá kynningu á fjárlagafrumvarpi í morgun.Samhliða innleiðingu nýja þrepsins verður skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt. Skattleysismörkin munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Við lok innleiðingarinnar árið 2021 mun persónuafsláttur, sem nú er 56.447 krónur á mánuði, nema 51.265 krónum á mánuði. Lækkunin nemur þannig 5.182 krónum.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Leggja til umfangsmiklar breytingar á staðgreiðslukerfinu Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. 25. febrúar 2019 18:36 Krefjast þess að tillögur um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk líti dagsins ljós Miðstjórn Alþýðusambands Íslands segir að þolinmæðin sé nú á þrotum hvað varðar tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. 21. ágúst 2019 16:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Leggja til umfangsmiklar breytingar á staðgreiðslukerfinu Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. 25. febrúar 2019 18:36
Krefjast þess að tillögur um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk líti dagsins ljós Miðstjórn Alþýðusambands Íslands segir að þolinmæðin sé nú á þrotum hvað varðar tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. 21. ágúst 2019 16:30