Hefur litlar áhyggjur af því að ákvarðanir hans muni sprengja ríkisstjórnina Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2019 12:05 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. FBL/Anton Brink Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur litlar áhyggjur af því að ákvarðanir hans um friðlýsingar muni valda stjórnarslitum. Segir Guðmundur að ákvarðanir hans séu byggðar á lögum og fullyrðingar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, séu á misskilningi byggðar. Jón Gunnarsson ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann var afar harðorður í garð Guðmundar Inga. Sagði hann aðferðafræði Guðmundar við friðlýsingar ekki standa skoðum og hann fari ekki eftir lögum í þeirri útfærslu sem hann boðar. „Ég get ekki séð að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins getum stutt stjórnarsamstarf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax,“ segir Jón. „Þetta er náttúrlega misskilningur það hefur verið farið að sjálfsögðu að lögum. Það er engum blöðum um það að flétta. Við erum að fara að lögum og þeim lögskýringargögnum sem eru þar að baki,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. „Bæði mat verkefnisstjórnar og faghópa miðað auðvitað við þetta. Ég vil líka taka fram að sumar af þessum tillögum sem við höfum verið að senda út í samráð hafa tekið einhverjum breytingum líka í samráðsferlinu þar sem bent var á eitthvað sem betur mætti fara eins og alltaf er,“ bætir Guðmundur Ingi. Spurður hvort hann ætli sér að ræða málið við Jón segist Guðmundur ekki búinn að íhuga það eins og er. Hann hefur engar áhyggjur af því að þetta mál muni sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. „Svo erum við að fá nýjan liðsmann í ríkisstjórnina, unga og kraftmikla konu, sem ég hlakka til að eiga samstarf við,“ segir Guðmundur Ingi og á þar við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýskipaðan dómsmálaráðherra. Alþingi Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hótar stjórnarslitum vegna ákvarðana umhverfisráðherra Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er harðorður í garð Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 6. september 2019 07:33 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur litlar áhyggjur af því að ákvarðanir hans um friðlýsingar muni valda stjórnarslitum. Segir Guðmundur að ákvarðanir hans séu byggðar á lögum og fullyrðingar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, séu á misskilningi byggðar. Jón Gunnarsson ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann var afar harðorður í garð Guðmundar Inga. Sagði hann aðferðafræði Guðmundar við friðlýsingar ekki standa skoðum og hann fari ekki eftir lögum í þeirri útfærslu sem hann boðar. „Ég get ekki séð að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins getum stutt stjórnarsamstarf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax,“ segir Jón. „Þetta er náttúrlega misskilningur það hefur verið farið að sjálfsögðu að lögum. Það er engum blöðum um það að flétta. Við erum að fara að lögum og þeim lögskýringargögnum sem eru þar að baki,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. „Bæði mat verkefnisstjórnar og faghópa miðað auðvitað við þetta. Ég vil líka taka fram að sumar af þessum tillögum sem við höfum verið að senda út í samráð hafa tekið einhverjum breytingum líka í samráðsferlinu þar sem bent var á eitthvað sem betur mætti fara eins og alltaf er,“ bætir Guðmundur Ingi. Spurður hvort hann ætli sér að ræða málið við Jón segist Guðmundur ekki búinn að íhuga það eins og er. Hann hefur engar áhyggjur af því að þetta mál muni sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. „Svo erum við að fá nýjan liðsmann í ríkisstjórnina, unga og kraftmikla konu, sem ég hlakka til að eiga samstarf við,“ segir Guðmundur Ingi og á þar við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýskipaðan dómsmálaráðherra.
Alþingi Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hótar stjórnarslitum vegna ákvarðana umhverfisráðherra Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er harðorður í garð Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 6. september 2019 07:33 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Jón hótar stjórnarslitum vegna ákvarðana umhverfisráðherra Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er harðorður í garð Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 6. september 2019 07:33