Upphitun: Ferrari á heimavelli um helgina Bragi Þórðarson skrifar 6. september 2019 16:00 Charles Leclerc keyrði eins og herforingi um síðustu helgi og tryggði sér sinn fyrsta sigur á ferlinum. Getty Fjórtándi Formúlu 1 kappakstur ársins fer fram á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Ferrari verða á heimavelli og eftir sigur í Belgíu er liðið vongott um góð úrslit á sunnudaginn. Ítölsku áhorfendurnir eru þeir allra ástríðufyllstu í heimi. Tifosi, eins og þeir eru kallaðir, hafa þó ekki séð sína menn vinna á Monza síðan Fernando Alonso vann fyrir Ferrari árið 2010. Það gæti hinsvegar breyst um helgina. Ferrari tryggði sér sinn fyrsta sigur í Belgíu um síðustu helgi og er ljóst að bíll þeirra er góður á hröðum brautum eins og Monza.Hvergi finnur þú meiri ástríðu en á Ítalíu. Það má búast við rauðum stúkum um helgina.GettyMonza verður á dagatalinu til 2024Ítalski kappaksturinn er einn sá sögufrægasti í Formúlu 1. Aðeins Ítalía og Bretland hafa haldið Formúlu keppni öll ár síðan mótið var stofnað árið 1950. Fyrsti kappaksturinn á Monza brautinni var haldinn árið 1921 en brautin hefur að sjálfsögðu breyst talsvert í gegnum árin. Ferrari verður að teljast sigurstranglegt um helgina þar sem lykill að velgengni á Monza er vélarafl. Þar virðist Ferrari hafa yfirhöndina gegn Mercedes eins og sást á beinu köflunum á Spa um síðustu helgi. Kappaksurinn, tímatökur og æfingar verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá kappakstrinum hefst klukkan 12:50 á sunnudag. Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fjórtándi Formúlu 1 kappakstur ársins fer fram á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Ferrari verða á heimavelli og eftir sigur í Belgíu er liðið vongott um góð úrslit á sunnudaginn. Ítölsku áhorfendurnir eru þeir allra ástríðufyllstu í heimi. Tifosi, eins og þeir eru kallaðir, hafa þó ekki séð sína menn vinna á Monza síðan Fernando Alonso vann fyrir Ferrari árið 2010. Það gæti hinsvegar breyst um helgina. Ferrari tryggði sér sinn fyrsta sigur í Belgíu um síðustu helgi og er ljóst að bíll þeirra er góður á hröðum brautum eins og Monza.Hvergi finnur þú meiri ástríðu en á Ítalíu. Það má búast við rauðum stúkum um helgina.GettyMonza verður á dagatalinu til 2024Ítalski kappaksturinn er einn sá sögufrægasti í Formúlu 1. Aðeins Ítalía og Bretland hafa haldið Formúlu keppni öll ár síðan mótið var stofnað árið 1950. Fyrsti kappaksturinn á Monza brautinni var haldinn árið 1921 en brautin hefur að sjálfsögðu breyst talsvert í gegnum árin. Ferrari verður að teljast sigurstranglegt um helgina þar sem lykill að velgengni á Monza er vélarafl. Þar virðist Ferrari hafa yfirhöndina gegn Mercedes eins og sást á beinu köflunum á Spa um síðustu helgi. Kappaksurinn, tímatökur og æfingar verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá kappakstrinum hefst klukkan 12:50 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira