Ofvirkni og skammtafræðin Davíð Stefánsson skrifar 7. september 2019 10:00 "Ég er í dag afar þakklátur öllum þeim er hafa aðstoðað mig. Þetta reyndi mjög á foreldra mína. Þolinmæði þeirra og umhyggja var og er takmarkalaus,“ segir hann. Fréttablaðið/Valli Brandur Þorgrímsson er doktor í eðlisfræði og hefur lagt áherslu á skammtafræði, grein sem fæstir hafa mikla ef nokkra þekkingu á. Blaðamaður hitti Brand til að ræða vísindin og baráttuna við ofvirkni, sem hann var greindur með sem barn. „Ég fór til náms í háskólanum í Wisconsin því að hann bauð upp á rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á mínum líftíma,“ segir Brandur. Vegna eigin reynslu hafði hann áhuga á að rannsaka virkni heilans en skammtafræðin togaði meira í hann. „Það er að verða bylting í þekkingu á sviði skammtafræði sem mun umbreyta heiminum á næstu áratugum. Ég vil taka þátt í því,“ segir hann. Brandur er aðeins 29 ára gamall, fæddur þann 30. ágúst 1990. Faðir hans Þorgrímur Daníelsson er sóknarprestur og móðir hans Mjöll Matthíasdóttir er grunnskólakennari. Vegna prestsstarfa föður hans flutti fjölskyldan milli landshluta. Fyrst bjuggu þau í Hrútafirði, síðan sex ár í Neskaupstað og á Grenjaðarstað í Aðaldal frá árinu 1999. Árið 2010 útskrifaðist Brandur frá Menntaskólanum á Akureyri og þremur árum síðar frá Háskóla Íslands. Í sumar lauk hann doktorsprófi frá háskólanum í Wisconsin-Madison í Bandaríkjunum. Á næstu dögum flytur hann til Sydney í Ástralíu. Þar hefur hann verið ráðinn til rannsóknarstarfa hjá fyrirtæki sem stefnir að því að hafa þróað frumgerð af skammtatölvu árið 2022. Saga Brands er ekki síst áhugaverð vegna þess að sem barn var hann greindur ofvirkur. Fáa hefði þá grunað að grunnskólastrákur með gríðarleg hegðunarvandamál myndi enda í hávísindalegum rannsóknum við alþjóðlega virtar stofnanir. Það getur tekið tíma að átta sig á ofvirkni. Brandur var greindur ofvirkur, með ADHD, sjö ára gamall. „Ég man eftir því að hafa farið í greindarpróf hjá sálfræðingi sjö ára gamall,“ segir Brandur. „Það þótti mér áhugavert og skemmtilegt verkefni. Ég lenti í uppþotum, bræðiköstum og gat verið algjörlega stjórnlaus. Stundum lamdi ég fólk og öskraði,“ segir Brandur. „Ég réð alls ekki við mig og eitt sinn reif ég niður verk sem bekkurinn minn hafði unnið að í heila viku. Mér leið oft mjög illa eftir þessi uppþot mín.“ Þegar bræðin rann af honum áttaði hann sig á því hvað hann hafði gert. „Ég hafði kannski ráðist á fólk og eyðilagt fyrir því. Krakkar hættu að vilja umgangast mig,“ segir Brandur og gerir hlé. Það er augljóst að þetta hvílir þungt á honum. „Ég varð mjög reiður við sjálfan mig, grét mig í svefn og það kom fyrir að ég íhugaði sjálfsmorð.“ Í Neskaupstað forðuðust margir krakkar að umgangast Brand en ástandið batnaði þegar hann flutti í Aðaldalinn. Hann fór að ná betri tökum á sjálfum sér. Ofvirkni hefur oft mikil áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun einstaklingsins. Það mæðir á fjölskyldu, foreldrum, systkinum og skólakerfinu. Með réttri greiningu og ekki síst þrotlausri vinnu og þolinmæði er hægt að vinna með ofvirkni. „Ég er í dag afar þakklátur öllum þeim er hafa aðstoðað mig. Þetta reyndi mjög á foreldra mína. Þolinmæði þeirra og umhyggja var og er takmarkalaus,“ segir hann. „Foreldrar mínir unnu með mér. Þau lögðu áherslu á að þegar mér rann bræðin bæði ég fólk afsökunar á því sem ég hafi gert á þess hlut.“ Þegar Brandur fékk greininguna var hann settur á ofvirknilyfið ritalín. Hann tekur lyf enn í dag og segir það hafa mikil áhrif til góðs. „Ég finn fyrir því þegar ég er ekki að taka ritalín. Að sumu leyti get ég verið hættulegur sem gangandi vegfarandi í umferðinni,“ segir Brandur kíminn. „Ég minnist þess þegar ég hafði gleymt að taka lyfin mín og var að ganga yfir í Háskóla Íslands og var nærri búinn að ganga í veg fyrir bíla. Ég var ekkert að pæla í því að leiðin lá yfir hættulega umferðargötu. Bílar á ferð urðu mér aukaatriði.“ Brandur segir að ofvirknin taki ekki einbeitinguna í burtu. Hann geti verið mjög einbeittur við ákveðna hluti og hafi á yngri árum brugðist illa við ef hann var truflaður. Að sama skapi skynji hann þá ekki hvað sé í gangi í kringum hann. Mikilvægi sálfræðiþjónustu í skólakerfinu er Brandi mjög hugleikin. Í skólum þurfi að vera bæði þjónusta og skilningur á ofvirkni. „Ef þú ert með tannverk þá ferðu til tannlæknis og ef þú fótbrotnar ferðu til læknis. Við ættum að hafa greiðan aðgang að læknisþjónustu sama að hvaða hluta líkamans hún beinist,“ segir hann og segir með þunga „geðheilbrigði á að skipta okkur öll máli“. Brandur varð heillaður af eðlisfræði á menntaskólaárunum. „Ég er mjög forvitinn og stærðfræði lá vel fyrir mér. Ég vildi vita hvernig heimurinn virkaði,“ segir Brandur. Hann komst á Ólympíuleikana í eðlisfræði í Mexíkó árið 2009 og aftur ári síðar í Króatíu. Brandur segir að hvatning eðlisfræði- og stærðfræðikennara í menntaskólanum hafi kveikt áhuga hans. Einnig sú hvatning sem hann fékk frá leiðbeinanda sínum í Háskóla Íslands. Brandur segir fræðasamfélagið í háskólanum sterkt en smæð raunvísindadeildarinnar takmarki það sem hægt sé að gera. „Ég fann mig í rannsóknum og vildi fara í framhaldsnám þar sem stundaðar eru rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á mínum líftíma. Ég leitaði að skólum þar sem rannsóknir á því hvernig heilinn virkar væru stundaðar og svo var skammtafræðin líka heillandi. Hið síðarnefnda varð fyrir valinu og ég hóf nám við Wisconsin-háskóla í Madison haustið 2013,“ segir Brandur. Í haust fer ofvirki drengurinn úr Aðaldalnum alla leið til Ástralíu til að vinna við rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á næstu áratugum. Prestssonurinn segir skammtatölvur vera framtíðina. Hann virðist hafa fundið sína syllu og ætti að vera okkur mikilvæg dæmisaga um rétta meðhöndlun á ofvirkni. Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Brandur Þorgrímsson er doktor í eðlisfræði og hefur lagt áherslu á skammtafræði, grein sem fæstir hafa mikla ef nokkra þekkingu á. Blaðamaður hitti Brand til að ræða vísindin og baráttuna við ofvirkni, sem hann var greindur með sem barn. „Ég fór til náms í háskólanum í Wisconsin því að hann bauð upp á rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á mínum líftíma,“ segir Brandur. Vegna eigin reynslu hafði hann áhuga á að rannsaka virkni heilans en skammtafræðin togaði meira í hann. „Það er að verða bylting í þekkingu á sviði skammtafræði sem mun umbreyta heiminum á næstu áratugum. Ég vil taka þátt í því,“ segir hann. Brandur er aðeins 29 ára gamall, fæddur þann 30. ágúst 1990. Faðir hans Þorgrímur Daníelsson er sóknarprestur og móðir hans Mjöll Matthíasdóttir er grunnskólakennari. Vegna prestsstarfa föður hans flutti fjölskyldan milli landshluta. Fyrst bjuggu þau í Hrútafirði, síðan sex ár í Neskaupstað og á Grenjaðarstað í Aðaldal frá árinu 1999. Árið 2010 útskrifaðist Brandur frá Menntaskólanum á Akureyri og þremur árum síðar frá Háskóla Íslands. Í sumar lauk hann doktorsprófi frá háskólanum í Wisconsin-Madison í Bandaríkjunum. Á næstu dögum flytur hann til Sydney í Ástralíu. Þar hefur hann verið ráðinn til rannsóknarstarfa hjá fyrirtæki sem stefnir að því að hafa þróað frumgerð af skammtatölvu árið 2022. Saga Brands er ekki síst áhugaverð vegna þess að sem barn var hann greindur ofvirkur. Fáa hefði þá grunað að grunnskólastrákur með gríðarleg hegðunarvandamál myndi enda í hávísindalegum rannsóknum við alþjóðlega virtar stofnanir. Það getur tekið tíma að átta sig á ofvirkni. Brandur var greindur ofvirkur, með ADHD, sjö ára gamall. „Ég man eftir því að hafa farið í greindarpróf hjá sálfræðingi sjö ára gamall,“ segir Brandur. „Það þótti mér áhugavert og skemmtilegt verkefni. Ég lenti í uppþotum, bræðiköstum og gat verið algjörlega stjórnlaus. Stundum lamdi ég fólk og öskraði,“ segir Brandur. „Ég réð alls ekki við mig og eitt sinn reif ég niður verk sem bekkurinn minn hafði unnið að í heila viku. Mér leið oft mjög illa eftir þessi uppþot mín.“ Þegar bræðin rann af honum áttaði hann sig á því hvað hann hafði gert. „Ég hafði kannski ráðist á fólk og eyðilagt fyrir því. Krakkar hættu að vilja umgangast mig,“ segir Brandur og gerir hlé. Það er augljóst að þetta hvílir þungt á honum. „Ég varð mjög reiður við sjálfan mig, grét mig í svefn og það kom fyrir að ég íhugaði sjálfsmorð.“ Í Neskaupstað forðuðust margir krakkar að umgangast Brand en ástandið batnaði þegar hann flutti í Aðaldalinn. Hann fór að ná betri tökum á sjálfum sér. Ofvirkni hefur oft mikil áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun einstaklingsins. Það mæðir á fjölskyldu, foreldrum, systkinum og skólakerfinu. Með réttri greiningu og ekki síst þrotlausri vinnu og þolinmæði er hægt að vinna með ofvirkni. „Ég er í dag afar þakklátur öllum þeim er hafa aðstoðað mig. Þetta reyndi mjög á foreldra mína. Þolinmæði þeirra og umhyggja var og er takmarkalaus,“ segir hann. „Foreldrar mínir unnu með mér. Þau lögðu áherslu á að þegar mér rann bræðin bæði ég fólk afsökunar á því sem ég hafi gert á þess hlut.“ Þegar Brandur fékk greininguna var hann settur á ofvirknilyfið ritalín. Hann tekur lyf enn í dag og segir það hafa mikil áhrif til góðs. „Ég finn fyrir því þegar ég er ekki að taka ritalín. Að sumu leyti get ég verið hættulegur sem gangandi vegfarandi í umferðinni,“ segir Brandur kíminn. „Ég minnist þess þegar ég hafði gleymt að taka lyfin mín og var að ganga yfir í Háskóla Íslands og var nærri búinn að ganga í veg fyrir bíla. Ég var ekkert að pæla í því að leiðin lá yfir hættulega umferðargötu. Bílar á ferð urðu mér aukaatriði.“ Brandur segir að ofvirknin taki ekki einbeitinguna í burtu. Hann geti verið mjög einbeittur við ákveðna hluti og hafi á yngri árum brugðist illa við ef hann var truflaður. Að sama skapi skynji hann þá ekki hvað sé í gangi í kringum hann. Mikilvægi sálfræðiþjónustu í skólakerfinu er Brandi mjög hugleikin. Í skólum þurfi að vera bæði þjónusta og skilningur á ofvirkni. „Ef þú ert með tannverk þá ferðu til tannlæknis og ef þú fótbrotnar ferðu til læknis. Við ættum að hafa greiðan aðgang að læknisþjónustu sama að hvaða hluta líkamans hún beinist,“ segir hann og segir með þunga „geðheilbrigði á að skipta okkur öll máli“. Brandur varð heillaður af eðlisfræði á menntaskólaárunum. „Ég er mjög forvitinn og stærðfræði lá vel fyrir mér. Ég vildi vita hvernig heimurinn virkaði,“ segir Brandur. Hann komst á Ólympíuleikana í eðlisfræði í Mexíkó árið 2009 og aftur ári síðar í Króatíu. Brandur segir að hvatning eðlisfræði- og stærðfræðikennara í menntaskólanum hafi kveikt áhuga hans. Einnig sú hvatning sem hann fékk frá leiðbeinanda sínum í Háskóla Íslands. Brandur segir fræðasamfélagið í háskólanum sterkt en smæð raunvísindadeildarinnar takmarki það sem hægt sé að gera. „Ég fann mig í rannsóknum og vildi fara í framhaldsnám þar sem stundaðar eru rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á mínum líftíma. Ég leitaði að skólum þar sem rannsóknir á því hvernig heilinn virkar væru stundaðar og svo var skammtafræðin líka heillandi. Hið síðarnefnda varð fyrir valinu og ég hóf nám við Wisconsin-háskóla í Madison haustið 2013,“ segir Brandur. Í haust fer ofvirki drengurinn úr Aðaldalnum alla leið til Ástralíu til að vinna við rannsóknir sem gætu umbreytt heiminum á næstu áratugum. Prestssonurinn segir skammtatölvur vera framtíðina. Hann virðist hafa fundið sína syllu og ætti að vera okkur mikilvæg dæmisaga um rétta meðhöndlun á ofvirkni.
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira